24 stundir - 07.02.2008, Page 7

24 stundir - 07.02.2008, Page 7
Kynntu þér dagskrána á www.vetrarhatid.is Dagskráin í dag, 7. febrúar 19:30 Vetrarkarnival. Brasilískir karnivalmenn ásamt fjölmörgum innlendum listamönnum gæða Skólavörðustíginn og Þingholtin iðandi ljósalífi við upphaf Vetrarhátíðar. Gangan endar við Reykjavíkurtjörn þar sem fransk – japanski sirkusinn Oki Haiku Dan leikur listir sínar við Ráðhús Reykjavíkur. Borgarstjóri setur hátíðina í Tjarnarhólmanum að göngu lokinni. Sannkölluð vetrarkarnival stemning markar upphaf hátíðarinnar í ár og tilvalið að mæta í öskudagsbúningnum. Safnast verður saman á Skólavörðuholti kl. 19:30 lagt af stað kl. 19:45. Listhópurinn Norðanbál hannar gönguna. Skólavörðuholt. 19:00 Friðarsúla Yoko Ono á Vetrarhátíð. Í tilefni af Vetrarhátíð verður kveikt á Friðarsúlu Yoko Ono og mun loga á ljósinu yfir hátíðina á kvöldin frá kl. 19:00-01:00. Viðey. 20:00 - 22:00 Kvöldkirkja í Dómkirkjunni. Dómkórinn flytur þjóðlög, gömul ástarlög, madrígala og lög eftir Brahms. Dómkirkjuprestarnir Hjálmar Jónsson og Þorvaldur Víðisson flytja bæn og blessun. Dómkirkjan, Lækjargata 14a. 20:00 - 22:00 Gallerí Tukt. Sigrún Guðmundsdóttir nemandi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands sýnir málverk. Gallerí Tukt Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3 – 5. 20:00 - 22:00 Hönnuður dagsins. Guðný Hafsteinsdóttir, leirlistakona. Gunnar Þórðarson leikur fyrir gesti. Kraum, Aðalstræti 10. 20:00 - 22:00 START ART. Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir sýnir landslagsmálverk sem vísa öll til veðurfarsins á landinu í haust og vetur. START ART, Laugavegi 12b. 20:00 - 24:00 Myndbandsverk í glugga á þriðju hæð. Samtvinnuð verk videolistamannanna Sebastian Nollet og Chooc Ly Tan. Gatnamót Bergstaðastrætis og Baldursgötu. 20:15 Ljóðaslamm 2008. Ungt fólk á aldrinum 14 - 22 ára etur kappi í orðlist í fyrsta ljóðaslammi Borgarbókasafnsins. Spennuljóðalestur, leiklestur, ljóðlist og dans, rapp, einþáttungur í bundnu máli, ljóð og hljóð o.fl. Borgarbókasafn, Tryggvagata 15. 21:00 Léttur vetrarjazz. Fríkirkjan í Reykjavík v/Fríkirkjuveg. 21:00 Vín, grín og fíólín. Fiðlutónlist frá 17. öld. Martin Frewer, Lilja Hjaltadóttir og Dean Ferrell flytja. Þeim til liðsinnis eru dansarar úr Listdansskóla Íslands undir leiðsögn Ingibjargar Björnsdóttur. Iðnó, Vonarstræti 3. 21:00 - 23:00 “Auður” Miðborgar og Hlíða. Regnbogakórinn, Retro Stefson, skemmtiatriði frá grunnskólum í Miðborg og Hlíðum, línudans og margt fleira. Ráðhús Reykjavíkur. 21:00 Uppihvað? og Hundur í óskilum. Eðalhúmor, gæðaleikur og algjör snilld! Á einni kvöldstund gefst gestum kostur á að njóta hárbeitts húmors Hjólastólasveitarinnar og Hundur í óskilum mun fara á kostum með söng og gríni. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús, Tryggvagötu 17. 21:00 Samverustund á Smíðaverkstæðinu. Opin dagskrá tengd sýningum á leikritinu Vígaguðinn eftir Yasminu Reza. Létt spjall og ljúf stemmning, leiklestur og fleira skemmtilegt. Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins, v/Lindargötu. 21:00 Fimmtudagsforleikur. Hitt Húsið rokkar af krafti við upphaf Vetrarhátíðar á Fimmtudagsforleik. Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5. 21:00 Heitt og Kalt. Opnun á ferðatöskusýningu í Fógetastofum. 17 ferðatöskur með 17 bútasaumsverkum frá 17 löndum ferðast nú um alla Evrópu og nú er ein taskan stödd á Íslandi. Fógetastofur, Aðalstræti 10. 21:00 Himneskir herskarar. Páll S. Garðarsson rekur handverkstæðið Himneskir herskarar þar sem tálgað er í tré, unnið með pappír, vír og ýmis önnur efni. Handverk og hönnun, Aðalstræti 10. 21:15 Dansveisla Kramhússins. Kramhúsið býður upp á fjölbreytta og alþjóðlega danssýningu auk þess sem fram koma sirkuslistamenn. Dansveislunni lýkur með hinni frábæru hljómsveit The Reel Thing. Nasa við Austurvöll. Ljós og litadýrð. Börnin í frístundaheimilum Kamps bjóða til listasýningar sem unnin er útfrá þemanu ljós og hreyfing. Ingólfsnaust, Aðalstræti 2. Mynstur -Myndlistarsýning. Eyjólfur P. Kolbeins hefur unnið að myndlist síðastliðin 20 ár og stundar nú nám á vegum Fjölmenntar við Myndlistaskólann í Reykjavík. Eyjólfur kallar myndir sínar litmyndir og vinnur útfrá innblæstri hverju sinni. Sýningin er sett upp í samstarfi við listahátíðina List án landamæra. Ingólfsnaust, Aðalstræti 2. Norðurlandamótið í listhlaupi á skautum fer fram í Egilshöll 7.-10 febrúar 2008. Einstakt tækifæri til þess að sjá listhlaupara á skautum á heimsmælikvarða. Nánari upplýsingar um mótið: www.skautasamband.is. Egilshöll, Fossaleyni 1. Aðganseyrir 700 kr. fyrir fullorðna og 300 kr. fyrir börn.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.