24 stundir - 07.02.2008, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 24stundir
Simba Makoni tilkynnti á þriðju-
dag að hann hygðist bjóða sig
fram til forseta og
var í gær rekinn
úr stjórn-
arflokknum
vegna þess. Kveða
reglur flokksins á
um að óheimilt sé
að fara fram gegn
Robert Mugabe.
„Hann rak sig
sjálfur úr flokknum, hann var
ekki rekinn af neinum öðrum en
sjálfum sér,“ segir talsmaður
flokksins. Saka andstæðingar Ma-
konis hann um að vera svikari og
strengjabrúða Bandaríkjanna. aij
Mótherji Mugabes
Rekinn vegna
mótframboðs
Hvirfilbyljir léku fjögur ríki
Bandaríkjanna grátt í gær. Að
minnsta kosti 45 týndu lífi – 26 í
Tennessee, 13 í Arkansas, einn í
Alabama og fimm í Kentucky.
Hamfarirnar áttu sér stað á sama
tíma og úrslit fóru að skýrast í
forvali forsetakosninganna. Þegar
fréttirnar bárust gerðu frambjóð-
endur hlé á ræðum sínum til að
minnast fórnarlambanna. aij
Bandaríkin
Fjöldi hvirfilbylja
Maharishi Mahesh Yogi, sem varð
þekktur fyrir að kenna Bítlunum
hugleiðslu, lést á heimili sínu á
þriðjudag.
Árið 1955 hóf-
Maharishi að
kenna innhverfa
íhugun og kynnti
Bandaríkja-
mönnum
tæknina fjórum
árum síðar. Árið
1967 sóttu Bítlarnir fyrirlestur
Maharishis, sem leiddi til þess að
þeir dvöldu í búðum hans á Ind-
landi ári síðar. Dvöl þeirra vakti
heimsathygli, ekki síst vegna
ósættis á milli hans og Johns Len-
nons, sem samdi lagið Sexy Sady
um dvölina. aij
Innhverf íhugun
Bítlagúrú deyr
Eftir Andrés Inga Jónsson
andresingi@24stundir.is
Tyrknesk stjórnvöld hafa sent
þýsku lögreglunni liðstyrk til að
rannsaka upptök elds sem kvikn-
aði í íbúðarhúsi í Ludwigshafen í
suðurhluta Þýskalands á sunnu-
dag. Níu manns létust og um 60
slösuðust í brunanum. Segir Re-
cep Tayyip Erdogan, forsætisráð-
herra Tyrklands, alla hina látnu
hafa verið Tyrki. Óttast hann að
kynþáttahatur hafi búið að baki
brunanum.
Rannsókn hefst
Eldur braust út í fjögurra hæða
húsinu síðdegis á sunnudag. Hann
virðist hafa átt upptök sín í stiga-
gangi hússins, þaðan sem hann
breiddist fljótt út. Húsið varð fljótt
alelda og íbúar gripu sumir til þess
ráðs að stökkva út um glugga. Af
þeim níu sem létust voru fimm
börn.
Um tíma var óttast að húsið væri
það illa skemmt að það myndi
hrynja. Þótti því ekki óhætt að
hefja rannsókn fyrr en í gær.
Kurt Beck, forsætisráðherra
sambandslandsins Rínarlands-
Pfalz, sagði á mánudag að ekkert
gæfi til kynna að útlendingahatur
byggi að baki brunanum. Hefur
hann verið gagnrýndur fyrir að
hafa verið of fljótur að halda því
fram.
Vísbendingar um íkveikju
Lögregla byggir rannsókn sína
að miklu leyti á frásögn tveggja
stúlkna sem komust heilar úr bál-
inu. Segjast þær hafa séð mann
bera eld að spýtu, sem hann kastaði
svo inn í húsið.
„Við höfum miklar áhyggjur af
því að eldurinn hafi verið kveiktur
að yfirlögðu ráði,“ segir Erdogan.
„Við vonum að þessi verknaður
byggist ekki á óvild í garð útlend-
inga. Við viljum að þetta mál verði
upplýst eins fljótt og auðið er.“
Við inngang tyrknesks menn-
ingarsambands á jarðhæð hússins
er veggjakrot sem eignað hefur ver-
ið nýnasistum. Ljóst er að það hef-
ur komist á vegginn áður en brun-
inn varð, þar sem lögregla hefur
gætt svæðisins síðan.
Óttast að nýnas-
istar hafi kveikt í
Níu manns létust í eldsvoða Sjónarvottar segja að kveikt hafi
verið í Nýnasistar á svæðinu liggja undir grun
➤ Í Þýskalandi búa 2,5 milljónirmanna af tyrkneskum ættum.
➤ Mikið er af Tyrkjum í Lud-wigshafen, þar sem efnaiðn-
aður borgarinnar krefst mik-
ils vinnuafls.
➤ Árið 1993 létust fimm Tyrkirþegar íkveikjuárás var gerð á
íbúðarhús í Solingen.
TYRKIR Í ÞÝSKALANDI
Rústir einar Konur virða fyrir sér eyðilegginguna
Röskur fjórðungur kjúklinga
sem aldir eru til manneldis á Bret-
landseyjum á erfitt með gang, að
því er kemur fram í nýútkominni
skýrslu. Er ástandið meðal annars
rakið til þess að fuglarnir þyngjast
hratt og lifa í miklum þrengslum.
„Við höfum verið kallaðir til að
líta á flokka þar sem fuglarnir lágu
allir á jörðinni og voru að deyja úr
hungri og þorsta,“ segir Toby Know-
les, einn höfunda skýrslunnar.
Segir hann hluta vandans vera
álag vegna þess hve hratt fuglarnir
vaxa, sem ágerist í yfirfullum eld-
ishúsum þar sem fuglunum er
haldið vakandi allan sólarhringinn.
Áætlar Knowles að mannúðlegra
kjúklingaeldi gæti hækkað verð á
kjöti um helming. Telur hann að á
heimsvísu búi um 20 milljarðar
kjúklinga við svipaðar aðstæður og
lýst er í skýrslunni. aij
Slæmar aðstæður á kjúklingabúum
Alifuglar of þreyttir
til að hreyfa sig
STUTT
● Finnum hótað Sendiherra
Finnlands í Kenýa tilkynnti í
gær að sendiráðinu hefði borist
tölvubréf þar sem varað var við
yfirvofandi árás á sendiráðið.
Sagði Heli Sirve sendiherra
hvorki ljóst hver hefði sent
bréfið né hvert tilefni mögu-
legrar árásar gæti verið. Segir
hún bréfið gefa til kynna að
hættan tengist Sómalíu.
● Þingrof Forseti Ítalíu hefur
rofið þing eftir misheppnaðar
tilraunir stjórnmálaflokka til
að koma á bráðabirgðastjórn í
kjölfar þess að vantrauststil-
laga gegn forsætisráð-
herranum Romano Prodi var
samþykkt. Verður boðað til
kosninga 13.-14. apríl – að-
eins tveimur árum eftir að
Ítalir gengu síðast að kjör-
borðinu.
Heimsferðir bjóða frábær tilboð allra síðustu sætunum á skíðin í
Austurríki í febrúar. Bjóðum einnig frábærar vikuferðir 16. og 23.
febrúar á sértilboði, flug og gistingu. Tryggðu þér skíðafrí á besta
verðinu og bókaðu strax. Ath. mjög takmarkað framboð!
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Skíðaveisla
í Austurríki
16. og 23. febrúar
frá kr. 29.990
Allra síðustu sætin
Verð kr. 29.990
Flugsæti með sköttum. Sértilboð 16. og
23. febrúar. Netverð á mann.
Verð kr. 59.990
Flug og gisting í viku.
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á
gististað „án nafns“ í Zell am See /
Schuttdorf (sjá skilmála "„stökktu
tilboðs“) með morgunverði í 7 nætur.
Sértilboð 16. febrúar.
Verð kr. 64.990
Vikuferð með hálfu fæði.
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á
Hotel Stranachwirt *** í Lungau með
hálfu fæði í 7 nætur. Sértilboð 16. eða 23.
febrúar.
Verð kr. 84.990
Frábært **** hótel með hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á
Hotel Unterberghof í Flachau með hálfu
fæði í viku. Sértilboð 1. mars.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
HÁSKERPA
HEIM Í STOFU
WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000
MIRAI 32” LCD háskerpusjónvarp
79.900-
TILBOÐ
24 stunda
Auglysingasimi
Kolbrun S.510 3722 / kolla@24stundir.is
Katrin s.510 3727 /kata@24stundir.is
SerbladBorn
og
uppeldi
13.FEBruar 2008