24 stundir - 07.02.2008, Síða 15

24 stundir - 07.02.2008, Síða 15
í dag Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 Baðstofa Hugleiks frumsýnd á laugardag UMRÆÐAN» LEIKHÚS»  Hjónin Steinunn Garðarsdóttir og Eggert Mar- ínósson sögðu skilið við fordómana og skelltu sér í skíðaferð í Ítölsku alpana hvar þau nutu sín. » Meira í Morgunblaðinu Á skíðum skemmtu þau sér... Fimmtudagur 7. febrúar 2008 Nýtt kaffihús opnað þar sem Súfistinn var áður til húsa. LÍFSSTÍLL» Te og kaffi í M&M Rafveitur virða ekki reglugerðir Frumkvöðlar í stað fylgjenda Út úr kú-kú Um hin ýmsu fár Íslandsbyggðar » Meira í Morgunblaðinu Það er meira í Mogganum 20 síðna sérblað reykjavíkreykjavík  Suður-Kóreumenn ætla ekki að borga sektir  Shaq O’Neil á förum frá Miami  Hvað segir Ólafur eftir Möltumótið?  Strákarnir í 21 árs liðinu töpuðu á Kýpur » Meira í Morgunblaðinu Íþróttir viðskipti 24stundir FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 15 Sýslumaðurinn á Selfossi not-ast við óvenjulegar aðferðirí ýmsum mál- um. Þekkt er þvag- leggsmál lögregl- unnar á Selfossi sem starfar undir stjórn Ólafs Helga Kjart- anssonar sýslu- manns. Það mál er nú fyrir dóm- stólum. Fyrr í þessari viku sagði ungur piltur frá því í 24 stundum að hann hefði verið beittur harð- ræði við handtöku og blóðsýna- töku af lögreglu hjá sama emb- ætti. Haft var samband við embættið sem vildi ekki láta uppi neitt um málið. Sýslumaðurinn var hins vegar vel til viðtals þegar Bylgjan vildi ræða við hann um sama mál. Þar sagði Ólafur Helgi að 24 stundir hefðu ekki leitað eftir neinum upplýsingum hjá embættinu varðandi málið. Trú- lega tekur sýslumaðurinn ekki eftir því þótt haft sé samband af blaði. Ólafur Helgi er þekktastur fyrir ná- ið samband sitt við Keith Richard og félaga í Rolling Sto- nes. Sýslumann- inum þykir því líklega betra að hafa svið við hæfi þegar hann kemur fram. Þar er útvarp alveg lágmark. Klippari mælir þó frekar með stórri útisenu eða sjónvarpi þar sem sýslumaður gæti komið fram í fullum skrúða. Sprengidagssaltkjötið fór mis-vel í menn eins og gengur.Börnin voru ekki spennt fyrir sprengideginum en miklu ánægðari með stóra sníkjudaginn, þar sem nammi fékkst gefins fyrir óumbeðna sviðsframkomu. Öss- ur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra, hinn harðgifti hús- bóndi, snæddi hins vegar saltkjöt á sprengidaginn. Verra var að honum svelgdist á kjötinu við að hlusta á Frið- rik J. Arngrímsson hjá LÍÚ lýsa vilja Samfylking- arinnar í sjávarútvegsmálum. En þegar Guðni Ágústsson, formað- ur Framsóknarflokksins, tók und- ir áherslur Samfylkingarinnar í fiskveiðistjórnun rak ráðherrann í rogastans. „Ég veit ekki hvort Guðni Ágústsson er með þessum einkennilegu sinnaskiptum að biðla til Samfylkingarinnar – en ég er að minnsta kosti harðgiftur og ekki í skilnaðarhugleiðingum,“ bloggar Össur. beva@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, benti á það í ræðu á fundi síðastlið- inn laugardag, að tímabært væri að lækka fyrirtækjaskatta í ljósi ástandsins á mörkuðum og sam- dráttareinkenna í atvinnulífinu. Þessi ábending er í góðu sam- ræmi við yfirlýsingar Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðis- flokksins og forsætisráðherra, um sama efni og raunar í anda stefnu- yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Þar segir að tryggja verði að íslensk fyr- irtæki búi við bestu samkeppnis- og rekstrarskilyrði sem völ er á og að rekstrarumhverfi þeirra tryggi vöxt og laði að starfsemi erlendis frá. Enn fremur segir að atvinnulífið skuli búa við stöðugt og örvandi skattaumhverfi og að leitað verði leiða til að lækka frekar skatta á fyr- irtæki. Rökin fyrir skattalækkunum á atvinnulífið eru mýmörg. Í fyrsta lagi hvetja þær til aukinnar fjárfest- ingar í atvinnurekstri. Lág skatt- hlutföll og hagstæðar skattareglur gera fjárfestingu í fyrirtækjum fýsi- legri í samanburði við aðra kosti. Um leið stuðla lágir skattar að því að meira fé verður eftir hjá fyrir- tækjunum til frekari uppbyggingar, þróunar- og nýsköpunarverkefna, fleiri störf verða til og fyrirtækin verða fær um að greiða hærri laun en ella. Ávinningurinn er því ekki bara mikill út frá hagsmunum at- vinnulífsins heldur er um að ræða hagsmunamál alls almennings. Sjónarmið um samkeppnishæfni atvinnulífsins vega líka þungt. Við Íslendingar keppum við aðrar þjóðir um fjárfestingar og atvinnu- starfsemi. Íslensk fyrirtæki takast á við erlenda keppinauta á mörgum sviðum. Hagstæð rekstrarskilyrði styrkja þau í þeirri baráttu. Fyrir- tæki og fjárfestingar færast líka milli landa í meira mæli en nokkru sinni fyrr. Við þurfum að gæta þess að missa ekki fyrirtæki úr landi og um leið að hvetja til aukinna fjár- festinga erlendra aðila hér. Hag- stætt skattaumhverfi er afar mik- ilvægt samkeppnistæki í þessu sambandi. Minna má á, að reynsla okkar Ís- lendinga af því að lækka skatta á fyrirtæki er einstaklega góð. Ekki er vafamál að skattalækkanir undan- farinna ára hafa átt drjúgan þátt í þeim efnahagslega ávinningi, upp- gangi atvinnulífsins og auknum kaupmætti, sem við höfum notið. Íslensk fyrirtæki hafa búið við mikla velgengni og allt þjóðfélagið hefur notið þess. Áhyggjur af því að þessar skattalækkanir myndu veikja tekjugrundvöll hins opinbera hafa líka reynst ástæðulausar – raunar hreinustu öfugmæli. Það er ljóst að við höfum staðið okkur vel í skattasamkeppni á síð- ustu árum. Mestu munar þar um lækkun tekjuskatts fyrirtækja úr nærfellt 50 prósentum í 18 prósent. Staðreyndin er hins vegar sú að for- skot okkar hefur minnkað. Í mörg- um nágrannalöndum okkar er unnið að því að lækka skatthlutföll á atvinnulífið en hafa verður í huga að víða vega undanþágur og frá- dráttarliðir þyngra en hér þannig að samanburður á skatthlutföllum segir ekki alla söguna. Við höfum fylgt þeirri stefnu að hafa skattkerf- ið einfalt og undanþágur og frá- dráttarliði sem fæsta og það kallar einfaldlega á að við stöndum okkur enn betur í samkeppninni um lág skatthlutföll. Þá ber að líta til þess að ýmis Evrópuríki bjóða nú upp á lægri skatthlutföll en við; þar má nefna ýmis ríki Mið- og Austur- Evrópu sem og nágranna okkar Íra, sem leggja 12,5 prósenta skatt á fyr- irtæki. Ég er ekki í vafa um að það væri hagfellt fyrir okkur að gera enn betur þegar skattalækkanir á atvinnulífið koma næst á dagskrá. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við förum með skatthlutfallið í 10 pró- sent og náum þannig forskoti á Íra og bjóðum jafn vel og þau ríki sem lengst hafa gengið. Núverandi að- stæður á fjármálamörkuðum og í atvinnulífinu eiga að hvetja okkur til að stíga myndarlegt skref að þessu leyti. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Skattalækkun á fyrirtæki er tímabær VIÐHORF aBirgir Ármannsson Ég er ekki í vafa um að það væri hagfellt fyrir okkur að gera enn bet- ur þegar skattalækkanir á at- vinnulífið koma næst á dagskrá. ATVINNUBLAÐIÐ atvinna@24stundir.is alltaf á laugardö gum Pantið gott pláss t ímanlega

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.