24 stundir - 07.02.2008, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 24stundir
6. febrúar 2008
Auglýsing
Tillaga að deiliskipulagi í landi Mels, Borgarbyggð.
Í samræmi við 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur sveitarstjórn
Borgarbyggðar samþykkt eftirfarandi deiliskipulagstillögu:
Um er að ræða skipulag sem tekur til þriggja íbúðarhúsalóða og sex frístundalóða.
Tillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar Borgarbraut 14 Borgarnesi frá 6. febrúar
til 19. mars og frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum rennur út 19. mars 2008.
Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags- og bygginganefndar í Ráðhús
Borgarbyggðar Borgarbraut 14 311 Borgarnes.
Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna telst henni samþykkur.
Borgarnesi 6. febrúar 2008
Verkefnastjóri skipulagsmála
Borgarbyggðar.
Á dögunum kynnti fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins
(ESB) svokallaðan „grænan pakka“
tilskipunardraga þar sem meðal
annars er sett markmið um að árið
2020 verði 20 prósent orkunotkun-
ar innan sambandsins fengin frá
endurnýjanlegum orkugjöfum.
Jafnframt hyggst ESB draga úr los-
un gróðurhúsalofttegunda um 20
prósent fyrir árið 2020, miðað við
árið 1990, en víðast hvar er einkum
horft til breytinga á orkufram-
leiðslu í því skyni. Nokkuð hefur
verið fjallað um þessar tillögur ESB
að undanförnu, en þær eru þó
sjaldnast settar í samhengi við stöð-
una hér á landi. Á Íslandi er hlutfall
endurnýjanlegra orkugjafa um 75
prósent og verður orðið um 80
prósent síðar á þessu ári, með frek-
ari gangsetningu nýrra gufu- og
vatnsaflsvirkjana.
Endurnýjanlegir orkugjafar
Óhætt er að segja að þessi nýju
markmið ESB séu metnaðarfull, til
dæmis í ljósi þess að ekki virðist
ætla að takast að ná fyrra markmiði
sambandsins frá árinu 1997 um 12
prósenta hlut endurnýjanlegra
orkugjafa árið 2010. Hins vegar er
mikið ánægjuefni að framkvæmda-
stjórn ESB hafi sett sér þessi metn-
aðarfullu markmið, en losun
koltvísýrings stafar einkum af
brennslu jarðefnaeldsneytis. Tals-
menn atvinnulífs hafa þó lýst
áhyggjum af því að kröfur á þeirra
hendur um samdrátt í losun geri
fyrirtækin ósamkeppnishæf og því
muni þau jafnvel neyðast til að færa
framleiðslustarfsemi til ríkja utan
ESB. Eins hefur verið kvartað und-
an skorti á sveigjanleika í tillögum
ESB, til dæmis varðandi möguleika
á viðskiptum með svokölluð vott-
orð um endurnýjanlega orku milli
ríkja. Enn á þó eftir að útfæra fram-
kvæmd þessara áætlana betur.
Sérstaða Íslands
Staðan í þessum efnum er sem
fyrr segir mjög sérstök á Íslandi.
Hér eru nú þegar um 75 prósent
orkunotkunar fengin frá endurnýj-
anlegum orkugjöfum og fer hlut-
fallið raunar vaxandi með frekari
gangsetningu nýrra gufu- og vatns-
aflsvirkjana (hérlendis er innflutt
orka einkum notuð við fiskveiðar
og samgöngur). Þetta háa hlutfall
hreinnar orku vekur sífellt meiri
athygli annarra þjóða enda Ísland í
einstakri stöðu að þessu leyti.
Sóknarfærin til minnkandi losunar
á gróðurhúsalofttegundum eru
sem fyrr segir víðast hvar einna
helst talin liggja á sviði orkufram-
leiðslu og er meðal annars horft til
kjarnorku í þeim efnum.
Gríðarlegt forskot
Ljóst er að Ísland, sem þegar
nýtir nær eingöngu endurnýjan-
lega orkugjafa til raforkufram-
leiðslu og húshitunar, hefur þegar
stigið flest tæknilega fýsileg skref í
þessa veru, þótt vonir séu vissulega
bundnar við svokallað djúpborun-
arverkefni sem gæti gert það
mögulegt að margfalda orkufram-
leiðslu á jarðhitasvæðum frá því
sem nú er. Þá fara vonir vissulega
vaxandi um tækniþróun í sam-
göngum, til dæmis hvað varðar
frekari þróun á rafhlöðum í bif-
reiðar. Með frekari þróun á því
sviði verðum við í enn betri stöðu
hér á landi, því við getum einmitt
fyllt á tankinn með raforku sem
framleidd er með endurnýjanleg-
um orkugjöfum. Ólíkt mörgum
öðrum Evrópuríkjum eigum við
hins vegar ekki mikla möguleika á
að stórauka hlut endurnýjanlegrar
orku í okkar orkunotkun, einfald-
lega vegna þess hversu gríðarlegt
forskot við höfum nú þegar og
hversu hátt þetta hlutfall er þegar
orðið hérlendis. Fyrir vikið getum
við Íslendingar ekki flutt inn
„hráa“ þá umræðu sem nú á sér
stað í ESB, um samdrátt í losun
gróðurhúsalofttegunda með
áherslu á aukinn hlut endurnýjan-
legra orkugjafa, eða kjarnorku.
Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri
Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja
Hrein orka: Ísland er með
75%, ESB stefnir á 20%
UMRÆÐAN aGústaf Adolf Skúlason
Í ESB er
einkum
horft til
orkufram-
leiðslu varð-
andi losun
gróðurhúsa-
lofttegunda, við getum
ekki flutt þá umræðu inn
„hráa“.
Vatnsfellsvirkjun Hér
eru nú þegar um 75 pró-
sent orkunotkunar fengin
frá endurnýjanlegum
orkugjöfum.
Síðustu vikur hafa bæði yfirlýstir
andstæðingar kvótakerfisins og
tækifærissinnaðir stjórnarand-
stöðuþingmenn mikið rætt um álit
mannréttindanefndar SÞ. Þykjast
þeir hafa himin höndum tekið. Það
verði að endurskoða fiskveiði-
stjórnunarkerfið sem þeir segja að
sé brot á mannréttindum. Formað-
ur Framsóknarflokksins hefur
meira að segja lýst því yfir að nú
verði ekki hjá því komist að breyta
kerfinu, og hefur hann þó verið í
hópi þeirra sem hafa varið núver-
andi kerfi. Nú lítur hann sennilega
svo á að hér hafi hann náð sér í
hálmstrá til að halda flokknum yfir
fimm prósenta fylgi.
Þessir sömu menn hafa hins veg-
ar ekki komið með neinar tillögur
að betra kerfi enda er auðvelt að
gaspra þegar ekki þarf að bera
ábyrgð á því sem kastað er fram.
Arðbær auðlind
Það er allt í lagi að endurskoða
fiskveiðistjórnunarkerfið og reyna
að slétta úr misfellum í því, þótt
ólíklegt sé að það verði nokkurn
tíma fullkomið. Hins vegar er
nokkuð ljóst að þegar þeirri endur-
skoðun verður lokið munu menn
hafa komist að sömu niðurstöðu
og áður, þ.e. að það kerfi sem við
störfum í í dag er það besta sem völ
er á.
Fiskveiðistjórnunarkerfið verður
að uppfylla vissar kröfur:
Fiskveiðistjórnunarkerfið verður
að stuðla að því að Íslendingar geti
um alla framtíð stundað fiskveiðar
á Íslandsmiðum. Sjálfbærni fisk-
veiðanna er krafa númer eitt.
Í öðru lagi eiga Íslendingar rétt á
því að auðlind þeirra sé nýtt á sem
arðbærastan hátt, bæði til lengri og
skemmri tíma litið. Forðast verður
sóun á verðmætum Íslands.
Í þriðja lagi verður réttur Íslend-
inga til að fjárfesta í sjávarútvegi að
vera jafn.
Lokað kerfi
Af hugmyndum þeim sem fram
hafa komið uppfyllir núverandi
kvótakerfi best þessi skilyrði.
Algerlega frjálsar veiðar eru því
miður ekki einu sinni valkostur, en
svo er að sjá að eingöngu þannig
væri hægt að uppfylla sanngirnis-
kröfur mannréttindanefndarinnar.
Allir aðrir valkostir fela í sér ein-
hvers konar lokað kerfi. Hugmynd-
ir hafa verið um kerfi framseljan-
legra veiðidaga og einnig um
kvótasölu ríkisins sem einnig hefur
verið kölluð „fyrningarleið“. Ekki
er að sjá að þessi fiskveiðistjórn-
unarkerfi komi betur til móts við
mannréttindanefndina heldur en
núverandi kerfi. Þau uppfylla hins
vegar skilyrðin þrjú hér að ofan
mun verr.
Eitt af því sem athugasemdir
hafa verið gerðar við er upprunaleg
úthlutun aflaheimilda. Sagt er að
útgerðarmenn hafi fengið kvótann
að gjöf og því sé ósanngjarnt að
þeir sem vilja koma inn í greinina
núna þurfi að borga fyrir veiði-
heimildirnar.
Varðandi þessar fullyrðingar er
því til að svara að upphafleg út-
hlutun veiðiheimilda var ekki gjöf
heldur þvert á móti skerðing á
veiðiréttindum. Eftir að kvótakerf-
ið var sett á höfðu útgerðarmenn
aðeins rétt til að veiða hluta af því
sem þeir höfðu áður veitt. Erfitt er
að líta á skerðingu réttinda sem
gjöf. Vegna of mikils álags á fiski-
miðin varð hins vegar að fækka í
fiskiskipaflotanum og því var
framsal á aflaheimildunum leyft
sem hefur gert útgerðinni fært að
skapa arð, íslensku þjóðinni til
mikilla hagsbóta.
Hagsmunir þjóðarinnar
Stærsti hluti veiðiheimildanna
hefur nú skipt um hendur. Nú sitja
því allir við sama borð. Framsýnir
útgerðarmenn, stórir sem smáir,
hafa séð sóknarfæri í því að kaupa
sér kvóta og gera út skip. Hafi upp-
hafleg úthlutun verið ósanngjörn,
þá eru þeir sem nutu góðs af lang-
flestir horfnir út úr greininni. Er
einhver sanngirni fólgin í því að
kippa fótunum undan þeim sem
hafa keypt sig inn í greinina?
Niðurstaðan er því sú að þrátt
fyrir að menn sjái í núverandi
kvótakerfi einhverskonar ósann-
girni og galla þá hefur ekki verið
sýnt fram á að það sé til eitthvað
betra.
Hagsmunum íslensku þjóðar-
innar væri betur borgið ef við
stæðum saman og beittum kröft-
um okkar út á við til að verja hags-
muni okkar og bæta stöðu okkar á
mörkuðum erlendis í stað þess að
eyða orkunni í að baknaga og
sverta hvert annað.
Höfundur er sjómaður
Sanngjarnt kerfi?
UMRÆÐAN aÖrvar Marteinsson
Niðurstaðan
er því sú að
þrátt fyrir að
menn sjái í
núverandi
kvótakerfi
einhvers kon-
ar ósanngirni og galla þá
hefur ekki verið sýnt
fram á að það sé til eitt-
hvað betra.
Ófullkomið Það er allt í
lagi að endurskoða fisk-
veiðistjórnunarkerfið og
reyna að slétta úr misfell-
um í því.