24 stundir - 07.02.2008, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 24stundir
Á þessum degi árið 1898 var
franski rithöfundurinn Emile Zola
dreginn fyrir dóm vegna greinar
sem hann skrifaði í franska dag-
blaðið, L’Aurore undir fyrirsögn-
inni J’Accuse (Ég ákæri).
Fjórum árum áður hafði Alfred
Dreyfus, höfuðsmaður í franska
hernum, verið sakaður um njósnir
og dæmdur til fangelsisvistar.
Tveimur árum seinna komu fram
sannanir um sakleysi Dreyfusar en
yfirmenn í hernum leyndu þeim. Í
grein sinni opinberaði Zola málið.
Zola var á þessum tíma einn
þekktasti rithöfundur Frakklands.
Grein hans olli miklu uppnámi og
honum var stefnt fyrir rétt vegna
meiðyrða. Hann var fundinn sekur
og dæmdur í eins árs fangelsi en
flúði Frakkland. Árið 1899 var
Dreyfusi veitt sakaruppgjöf.
Skömmu síðar sneri Zola aftur til
Frakklands þar sem hann lést árið
1901.
MENNINGARMOLINN
Zola dreginn
fyrir dóm
Óperan La traviata verður frum-
sýnd í Íslensku óperunni næst-
komandi föstudagskvöld í leik-
stjórn James Hayes. Það er Sigrún
Pálmadóttir sem fer með hlutverk
hinnar ógæfusömu Víólettu.
Sigrún hefur verið fastráðin við
Óperuhúsið í Bonn frá haustinu
2001 og söng þar hlutverk Víólettu
í fyrra.
Miklar tilfinningar
„Ég kann ákaflega vel við mig í
Bonn sem er hálfgerð sveitaborg og
því þægilegt að komast ferða sinna
þar. Það er gott fyrir íslenska hjart-
að,“ segir Sigrún. Hún segir mjög
gaman að fá að syngja hlutverk
Víólettu hér á landi. „La traviata er
yndisleg ópera, einstaklega vel
samin og það eru miklar tilfinn-
ingar í tónlistinni. Þar af leiðandi
held ég að óperan höfði til all-
flestra. Þetta er ástarsaga en líka
mikið drama. Í upphafi óperunnar
er Víóletta fylgdarkona og svo
verður hún ástfangin sem er nokk-
uð sem hún hélt að hún gæti ekki
orðið. Hún þarf svo að yfirgefa eina
manninn sem hún hefur elskað í
lífinu og er þá orðin veik og deyr í
lokin.“
Kafað í persónuleikann
Hlutverk Víólettu byggist ekki
einungis á söng heldur einnig leik-
rænni túlkun. „Mér finnst mjög
gaman að fá að spreyta mig á því að
vera einhver önnur persóna en ég
er,“ segir Sigrún. „Það er mjög
krefjandi og gefandi og um leið
mjög gaman að sjá hversu langt
maður kemst með sjálfan sig og
hversu langt taugarnar ná því mað-
ur þarf auðvitað að lifa sig inn í sál-
arlíf persónunnar. Það er ekki nóg
að syngja bara textann heldur þarf
að kafa í persónuleikann og tím-
ann sem verkið gerist á.“
Í umgjörð sýningarinnar er horft
til fyrri hluta síðustu aldar og Sig-
rún segir það passa vel við verkið.
„Mér finnst þetta koma vel út en ég
myndi hafa efasemdir um að rétt
væri að færa verkið yfir til nú-
tímans þar sem persónur væru í
gallabuxum.“
Víóletta og Lucia
Spurð um uppáhaldshlutverk
segir Sigrún: „Ég verð alltaf mjög
ástfangin af því sem ég er að gera
hverju sinni en núna eru í mestu
uppáhaldi hjá mér Víóletta í La
traviata og Lucia í Lucia di Lam-
memoor. Hlutverk Luciu söng ég
þetta leikár og síðasta í Bonn. Þetta
eru dramatísk hlutverk. Víóletta
verður veik og deyr en Lucia verður
geðveik áður en hún deyr. Ég hélt
lengi vel að ég væri ekki tilbúin að
taka að mér þessi hlutverk. Ekki
vegna þess að ég gæti ekki sungið
hlutverkin heldur vegna þess að ég
taldi að ég gæti ekki túlkað þessar
konur. Ég hefði til dæmis ekki vilj-
að syngja hlutverk Luciu fyrir
þremur árum því ég hefði ekki
valdið því. Þegar ég söng svo hlut-
verkið hjálpaði það mér mikið að
hafa áður sungið hlutverk Víólettu.
Og nú er aftur komið að því að
syngja hlutverk Víólettu og ég-
hlakka mikið til.“
Eftir sýningar hér heima snýr Sig-
rún aftur til Bonn og þar bíða henn-
ar meðal annars hlutverk Súsönnu í
Brúðkaupi Fígarós, Musettu í La
Boheme og Margarethe í Fást.
Íslenska óperan frumsýnir La traviata
Miklar tilfinningar
„La traviata er yndisleg
ópera, einstaklega vel
samin og það eru miklar
tilfinningar í tónlistinni.
Þar af leiðandi held ég að
óperan höfði til all-
flestra,“ segir Sigrún
Pálmadóttir sem fer með
hluverk Víólettu í La trav-
iata sem Íslenska óperan
frumsýnir á föstudag.
Sigrún Pálmadóttir
„Mér finnst mjög
gaman að fá að
spreyta mig á því að
vera einhver önnur
persóna en ég er.“
➤ Uppselt er á þær tíu sýningará La traviata sem upphaflega
voru ráðgerðar.
➤ Bætt hefur verið við tveimuraukasýningum, föstudaginn
29. febrúar og miðvikudag-
inn 5. mars.
➤ Auk Sigrúnar syngja meðalannars í sýningunni Jóhann
Friðgeir Valdimarsson og
Tómas Tómasson. Hulda
Björk Garðarsdóttir fer með
hlutverk Víólettu, í stað Sig-
rúnar, í tveimur sýningum.
UPPFÆRSLAN
Ást og dramatík Sigrún
í hlutverki Vílólettu.
Árvakur/Golli
Bryndís Halla Gylfadóttir,
sellóleikari og Anna Guðný
Guðmundsdóttir píanóleikari
halda tónleika í Tíbrá í Saln-
um næstkomandi sunnudags-
kvöld, 10. febrúar, og hefjast
þeir kl. 20.
Á tónleikunum frumflytja þær
nýja sónötu fyrir selló og pí-
anó eftir Atla Heimi Sveins-
son, en auk þess leika þær
verkin Myndir á þili eftir Jón
Nordal, Eter eftir Hauk Tóm-
asson og Sorgarfleyið, milli-
spil úr óperunni Tunglskins-
eyjan, einnig eftir Atla Heimi.
Alíslensk
stofutónlist
AFMÆLI Í DAG
Sinclair Lewis rithöfundur,
1885
Charles Dickens
rithöfundur, 1812
KOLLAOGKÚLTÚRINN
kolbrun@24stundir.is a
Þótt ég vissi að heimurinn
færist á morgun myndi ég
samt planta tré í dag.
Martin Luther
10. Eldveggur - kilja
Henning Mankell
9. Bara stelpa
Lise Norgaard
8. Flugdrekahlauparinn - kilja
Khaled Hosseini
7. Minnisbók
Sigurður Pálsson
6. Óraplágan
Slavoj Zizek
5. Karítas án titils
Kristín Marja Baldursdóttir
4. Fullnæging
Katerina Janouch
3. Yacoubian byggingin
Alaa Al Aswany
2. Friðþæging - kilja
Ian McEwan
1. Harðskafi
Arnaldur Indriðason
Listinn er gerður úr frá sölu í Eymundsson
og Bókabúð Máls
og menningar 30.01 - 05.02 2008.
METSÖLULISTI
Bækur á íslensku
10. Queen Babble in the Big City
Meg Cabot
9. Wives of the East Wind
Liu Hong
8. Atnonement
Ian McEwan
7. Brother Odd
Dean Koontz
6. Alibi Man
Tami Hoag
5. Blood Brothers
Nora Roberts
4. On Checil Beach
Ian McEwan
3. Not Dead Enough
Peter James
2. Overlook
Michael Connelly
1. Success Principles
Jack Canfield
Listinn er gerður út frá sölu dagana
29.01.2008 - 04.02.2008 í Pennanum
Eymundsson og Bókabúð Máls og
menningar
METSÖLULISTI
Erlendar bækur