24 stundir - 07.02.2008, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 24stundir
Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur
iris@24stundir.is
Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir,
varaformaður Neytendasamtak-
anna og varaþingmaður, telur að
fólk þurfi að gæta sérstaklega að
sér í tryggingakaupum.
Lesið skilmála vel
„Að mörgu er að hyggja þegar
tryggingar eru teknar eins og til
dæmis hvað er verið að tryggja, og
hámarksupphæð bóta. Mikilvægt
er að lesa tryggingarskilmála vel og
vandlega því oft telur fólk sig betur
tryggt en síðar reynist.
Ávallt skal hafa að leiðarljósi
þegar trygging er tekin að ef til
tjóns kemur sértu jafn vel settur
fjárhagslega og fyrir tjónið,“ segir
Ragnhildur. Þetta er sérstaklega
mikilvægt fyrir þá sem ekki hafa
varasjóð til að grípa til ef áfallið
ríður yfir.
Mikilvægt að standa vaktina
„Hafa skal í huga að ofmetin
fjárhæð getur hækkað iðgjaldið
óþarflega og vanmetin fjárhæð
þýðir að ekki fást fullar bætur fyrir
tjón. Tryggingar eru útgjöld sem
okkur munar um og því er um að
gera að standa vaktina og leita til-
boða hjá öðrum tryggingafélögum
áður en gildistími tryggingarskír-
teinis rennur út, en sú vinna getur
margborgað sig þegar upp er stað-
ið.“
Margir eru tvítryggðir
Framboð á tryggingum er alltaf
að aukast og neytendur fá boð um
tryggingar við öll tækifæri. Við
kaup á vöru eða þjónustu þarf
neytandinn oft að ákveða sig án
mikils umhugsunarfrests hvort
hann vilji taka áhættuna eða
tryggja sig fyrir tjóni sem kynni að
koma upp.
„Sem dæmi um það má nefna
forfallatryggingar vegna ferðalaga,
viðbótartryggingar þegar hlutur er
keyptur t.d. fartölva, myndavél og
jafnvel gleraugu. Þegar neytanda er
stillt þannig upp við vegg, fær
hann oft óþægilega tilfinningu og
þorir ekki annað en að þiggja
tryggingu. Neytandi þarf því alltaf
að spyrja sig hvort hann þurfi
virkilega á tryggingu að halda og
hvort hann hafi aðrar tryggingar
fyrir sama gildissvið. Það vill því
miður allt of oft brenna við að fólk
tvítryggi sig fyrir sama hlutnum en
það þýðir ekki að tryggingartaki
geti fengið margfaldar bætur fyrir
sama tjón þó hann hafi greitt
margfalt iðgjald.“
Tjón er bara bætt einu sinni og
því ekki hægt að sækja bætur fyrir
sama tjónið á fleiri en einum stað.
Kannið sjúkratryggingar vel
„Varðandi líftryggingar, slysa-
og sjúkratryggingar er gott að
kynna sér hvernig tryggingum er
háttað, t.d. hjá atvinnurekanda og
mikilvægt að meta rétt þær upp-
hæðir sem þarf til framfærslu ef á
reynir.“
Ýmsir leiðir eru færar í líf-,
slysa- og sjúkdómatryggingum og
misjafnt hvort boðið er upp á
tryggingar fyrir alla fjölskylduna
eða bara foreldrana. Tryggingar
fyrir börn geta komið sér mjög vel
ef foreldrar þurfa að vera frá vinnu
í lengri tíma vegna veikinda barna
enda getur slíkt haft veruleg áhrif á
fjárhag heimilisins.
Varkár Ragnhildur gætir að
sér í tryggingakaupum
Mikilvægt að gæta sín við tryggingakaup
Margir eru tvítryggðir
Að mörgu er að hyggja
þegar tryggingar eru
keyptar eins og til dæmis
hvað er verið að tryggja,
og hámarksupphæð
bóta. Mikilvægt er að
lesa tryggingarskilmála
vel og vandlega því oft
telur fólk sig betur tryggt
en síðar reynist.
➤ Ein mikilvæg trygging semmargir láta fram hjá sér fara
er slysatrygging við heim-
ilisstörf sem kostar aðeins
400 kr.
➤ Það eina sem þarf að gera erað merkja í þann reit á skatt-
skýrslunni.
➤ Þar með tryggir framteljandisér rétt til slysabóta almanna-
trygginga vegna slysa við
heimilisstörf.
➤ Það er sami réttur og vegnavinnuslysa.
➤ Munið eftir þessu þegar kem-ur að því að útbúa skatta-
skýrsluna í ár enda fæst
þannig góð trygging fyrir lít-
inn pening.
SLYSATRYGGING
Vefsíðan www.skotsilfur.com er
bloggsíða sem veitt hefur mörgum
innblástur til þess að taka til í fjár-
málunum.
Skrifar um eigin fjármál
„Skotsilfur er fyrst og fremst
persónulegt blogg um fjármál
heimilanna og sparnað þar sem ég
skrifa um mína eigin fjármála-
stöðu, sparnað og reynslu. Einnig
tek ég mig stundum til og skrifa
stuttar greinar sem gætu hjálpað
lesendum að koma lagi á sín eigin
fjármál. Þar að auki býð ég upp á
handhæg Excel-skjöl sem gætu
komið að gagni við heimilisbók-
haldið,“ segir Ragnar Freyr Páls-
son, umsjónarmaður síðunnar.
Hugmyndin að síðunni kvikn-
aði þegar Ragnar fór að hugsa um
fjármál fjölskyldunnar og fræðast
um ýmsar sparnaðaraðferðir.
„Mér fannst kjörið að opna vef-
síðu þar sem ég gæti deilt fræð-
unum með áhugasömum lesend-
um og hvatt sjálfan mig áfram til
að læra meira. Mig langaði að
skapa vettvang þar sem hægt væri
að ræða um hversdagslegri hluta
fjármálanna á óþvingaðan og
óháðan hátt.“
Stjórnaðist af gjalddögum
Árið 2006 flutti Ragnar ásamt
konu sinni. Flutningarnir voru
dýrir og lagðist stór partur af þeim
útgjöldum ofan á íslenskar skuldir
þeirra sem höfðu komið til vegna
náms, neyslu og annarra hluta.
„Tíu mánuðum síðar vorum við í
sömu lélegu fjárhagsstöðunni
þrátt fyrir að búa í landi tækifær-
anna. Kreditkortin voru vel mett
af mínustölum og yfirdrátturinn
hékk yfir okkur eins og grátt ský á
himni, sjúgandi mörg þúsund af
okkur mánaðarlega. Við áttum oft
ekki fyrir nauðsynjum og vorum
plöguð af gjalddögum, eindögum
og stundum vanskilakostnaði.“
Minnkið útgjöldin
„Það var þá sem ég hreinlega
ákvað að það þyrfti eitthvað að
gera í málunum og fór að fræðast
um persónuleg fjármál og sparn-
að. Ég er búinn að prófa allskonar
aðferðir en tileinkaði mér aðeins
nokkrar þeirra. Aðalskrefið var að
minnka útgjöldin, færa bókhald,
útbúa fjárhagsáætlun og borga sér
fyrst. Besta ráðið sem ég get gefið
er að hætta að hugsa um peninga
sem tölur. Persónuleg fjármál eru
90 prósent atferli og 10 prósent
stærðfræði. Viðhorf þitt gagnvart
fjármálunum þínum hefur miklu
meira að sega heldur en talan sem
þú þénar á mánuði. Hvað þú
ákveður að gera við þann pening
skiptir öllu máli. Allt sem ég skrifa
er mín eigin skoðun eða skrif um
skoðanir, aðferðir eða hugmyndir
annarra og ætti ekki að taka sem
faglegri ráðgjöf.“
iris@24stundir.is
Skotsilfur.com er sniðug vefsíða um fjármál og sparnað
Peningar ekki bara tölur
Peningamálin Þau
geta verið flókin og ill-
viðráðanleg
Fjármálin geta valdið ótta þegar
viðvörunarbréfin eru byrjuð að
berast inn um lúguna. Við þær
aðstæður getur verið freistandi
að forðast bankann enda auðvelt
að fá þá tilfinningu að bankinn sé
grýla sem reynir að ná þér. Slíkur
ótti er þó ástæðulaus enda starfa
þjónustufulltrúar bankans þar til
þess að þjóna viðskiptavinunum
og aðstoða þá við að koma sér úr
klípunni. Ef fjárhagsstaða þín er
slæm er um að gera að panta tíma
hjá þjónustufulltrúanum og nýta
sér þekkingu hans til að bjarga
málum.
Ekki óttast þjón-
ustufulltrúann
Debetkortin hafa að mörgu leyti
tekið við af peningunum og nú er
svo komið að fólk á jafnvel í mestu
erfiðleikum með að borga í stöðu-
mæla vegna þess að ekkert er
klinkið. Kortin eru vissulega þægi-
leg en eitt er mikilvægt að hafa í
huga; færslur geta farið í gegn
þrátt fyrir að ekkert fé sé inni á
reikningnum. Kostnaður við slíka
FIT-færslu er í kringum 750 krón-
ur og leggst hann á hverja færslu
fyrir sig og getur því orðið nokkur
þúsund krónur. Ábyrgð á þessum
færslum liggur eingöngu hjá not-
anda kortsins og því er mikilvægt
að vera alltaf meðvitaður um stöð-
una á reikningum.
Engin innistæða
á reikningum
LÍFSSTÍLLSPARIBAUKURINN
lifsstill@24stundir.is a
Tryggingar eru útgjöld
sem okkur munar um og
því er um að gera að standa
vaktina.