24 stundir - 07.02.2008, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 24stundir
Laugaveg 80 - S: 561 1330
www.sigurboginn.is
Sundbolir og
bikini frá
Kvikmyndir traustis@24stundir.is
Kvikmyndin Walk Hard, eða
Þrautaganga, segir af Dewey Cox,
sem verður fyrir því óláni að
höggva bróður sinn í tvennt með
sveðju. Mjög slysalegt allt saman.
Uppsker hann fyrir vikið hatur
föður síns sem tönnlast á því í sí-
fellu að rangur bróðir hafi látist.
Hrökklast loks Dewey að heiman
14 ára gamall, staðráðinn í að
láta tónlistardrauma sína rætast.
Sagan er í raun skopstæling á
sögum Johnnys Cash, Walk the
line, og Rays Charles, sem hét
einfaldlega Ray, en báðar þær
myndir voru fyrirferðarmiklar ár-
ið 2005. Mikil eftirvænting ríkti
eftir Walk Hard þar sem fram-
leiðendum hennar tókst ein-
staklega vel upp með þrjár aðrar
myndir, Superbad, Knocked up
og The 40 year old virgin. Því
miður stenst Walk Hard hinum
myndunum ekki snúning, þótt
margt sé þar vel gert og fyndið.
Fyrri helmingur myndarinnar er
dágóður og eftirminnilegt er at-
riðið með Bítlunum, sem og at-
riði þar sem getnaðarlimur í
hvíldarstöðu kemur fyrir, en nekt
af því tagi er mjög óvenjuleg í
bandarískum bíómyndum.
Ófríður Will Ferrell
John C. Riley skilar sínu hlut-
verki ágætlega, en er samt í raun
bara varaskeifa og ófrítt eintak af
Will Ferrell, sem engum hefði
komið á óvart þótt léki aðal-
hlutverkið í myndinni. Samt
gaman fyrir John að fá sénsinn,
enda einn þekktasti aukaleikari
Hollywood. Myndin er ekki
handónýt, en veldur samt tölu-
verðum vonbrigðum miðað við
kanónurnar sem að baki henni
standa.
Þrautagangan þreytandi til lengdar
Vonbrigði John C. Riley
stendur sig ágætlega í mynd
sem kemur leiðinlega á óvart.
Empire Film Group hefur náð sér
í kvikmyndaréttinn á ævisögu
hins víðfræga brúðugerðarmanns
Jims Hensons. Henson skapaði
hina heimsfrægu Prúðuleikara
ásamt því að skapa Sesame Street
og gera kvikmyndir á borð við
Dark Crystal og The Labyrinth.
Henson lést í New York árið 1990
en hann var þá einungis 53 ára
gamall.
Áætlað er að hefja tökur á mynd-
inni í sumar en enn hefur enginn
leikstjóri verið ráðinn til starfa,
hvað þá leikaralið til að halda á
lofti minningu þessa framsýna og
stórmerkilega manns. vij
Ástir og örlög
Jims Hensons
Tökur á tölvuleikjamyndinni Max
Payne munu hefjast innan mán-
aðar í Toronto í Kanada. Myndin
er byggð á samnefndum tölvuleik
en í henni segir frá lögregluþjóni
sem reynir að hafa uppi á dreif-
ingaraðilum stórhættulegs fíkni-
efnis. Skyndilega er hann sakaður
um morð og fyrr en varir er hann
hundeltur af mafíunni, löggunni
og fleiri vafasömum persónum.
John Moore mun leikstýra mynd-
inni en Mark Wahlberg mun að
öllum líkindum leika hinn þjáða
og hundelta lögregluþjón Max
Payne. Myndin verður frumsýnd
árið 2010. vij
Tökur á Max
Payne hefjast
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
John C. Riley skilar sínu hlutverki ágætlega,
en er samt í raun bara varaskeifa og ófrítt ein-
tak af Will Ferrell, sem engum hefði komið á óvart
þótt léki aðalhlutverkið í myndinni.
Leikstjóri: Jake Kasdan
Leikarar: John C. Riley, Jenna Fischer
Walk Hard
Hiti er hlaupinn í nemendur
Háskóla Íslands því seinni kjör-
dagur stúdentakosninga er í dag.
Tvær fylkingar berjast um for-
mennsku Stúdentaráðs, Vaka og
Röskva, en síðarefnda fylkingin
hefur verið við völd undanfarið ár.
Nýlega slógu fylkingarnar upp ær-
legum fagnaði. Vaka hélt „ógeðs-
lega sexý partí“ á kosningamiðstöð
sinni sem staðsett er á Laugavegi
en Röskva sló upp svitaballi á Org-
an þar sem Sprengjudrengir héldu
uppi gleði og látum. Látum mynd-
ir úr gleðskap háskólastúdenta tala
sínu máli.
bjorg@24stundir.is
Vaka og Röskva berjast um formennsku Stúdentaráðs
Barist í Háskóla Íslands
Blés út í eitt Kári Hólmar Ragnarsson dró fram básúnu sína í tilefni Svitaballsins og
kætti gesti.
Röskir frambjóðendur Þorleifur Örn Gunnarsson fór létt með að skella Bergþóru
Snæbjörnsdóttur upp á hendur sér.
Sveittir Sprengjudrengir Voru nálægt
því að sprengja þak staðarins af, að eigin
sögn.
Tryllingur Æstir háskólastúdentar á
Svitaballi Röskvu voru vel búnir með
svitabönd og flautur.
Kátir Vökuliðar Elín Jónsdóttir, Helga
Gunnlaugsdóttir og Gunnar Arnarsson.
Kynþokkinn lak af frambjóðendum
Ísak Gunnarsson og Hildur Björnsdóttir.
Glatt á hjalla hjá prúðbúnum Vökuliðum Sigurrós Björg Sigvaldadóttir skartaði
glæsilegum kjól og laðaði að sér fagra pilta.
Vel vakandi og hvergi sofandi Helga Lára Haarde, formaður Vöku, og Helen Laufey
Sigurðardóttir, gjaldkeri félagsins, brostu breitt.