24 stundir


24 stundir - 07.02.2008, Qupperneq 42

24 stundir - 07.02.2008, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 24stundir Illugi Magnússon, eða DJ Plat- urn, mun koma fram á einni stærstu og virtustu tónlistar- og kvikmyndahátíð Bandaríkjanna, dagana 7-16 mars. Hátíðin fer fram í Austin, Texas, þar sem yfir 50 svið standa listamönnunum til boða, milli þess sem þeir reyna að semja við forkólfa iðnaðarins og koma sér á framfæri. Í fyrra mættu yfir 12.000 listamenn alls staðar að úr heiminum og um 1500 atriði komu fram. Hátíðin er í raun þrjár hátíðir í einu, því hún er einnig vett- vangur fyrir fyrstu skref kvik- myndagerðarmanna sem og nýj- asta nýtt í tölvum og tækni. Illugi kemur fram tvisvar á hátíðinni, en fjölmargar íslenskar hljóm- sveitir hafa komið þar fram í gegnum tíðina, eins og Sign, Dr. Spock, Ensími og Ske, til að nefna einhverjar. Þá er væntanleg heim- ildarmyndin From Oakland to Iceland: A hip hop homecoming sem Ragnhildur Magnúsdóttir, systir Illuga, gerði um för hans til Íslands. Hægt er að forvitnast nánar um myndina á slóðinni: myspace.com/oaklandtoiceland. DJ Platurn á SXSW Ný rússnesk kvikmynd, sem ber enska heitið A Kiss – Off the Re- cord, mun vera byggð að miklu leyti á ævi Vladimírs Pútíns, for- seta Rússlands. Myndin var gerð fyrir fimm árum en það er ekki fyrr en nú sem hún er gefin út. Myndin fjallar um par, sem mun vera byggt á Pútín og eiginkonu hans Ludmillu, og segir myndin frá ástarsambandi þeirra. Mynd- in er mikið fagnaðarerindi þar sem lítið er vitað um hagi Pútíns. vij Ævisaga Pútíns var kvikmynduð Útlit er fyrir að Óskarsverð- launahátíðin í ár verði með heldur lakara móti þrátt fyrir að aðstand- endur hafi marglýst því yfir að ekkert verði gefið eftir. Eins og kunnugt er hefur verk- fall handritshöfunda í Hollywood gert það að verkum að leikarar, leikstjórar og fleiri hafa látið vel í sér heyra til þess að leggja baráttu handritshöfunda lið, en fleiri hafa bæst í hóp mótmælenda. Nú síðast sendi stjörnutímaritið Vanity Fair út yfirlýsingu þar sem fram kemur að ekkert verði af árlegu partíi tímaritsins á hátíðinni í ár. Mikil vonbrigði hafa gert vart við sig vegna þessa, en partíið þykir með því flottasta á hátíðinni og sá vett- vangur þar sem flestar stjörurnar koma saman. Annars er það að frétta að útlit er fyrir lendingu í málinu, en það virðist þó ekki stöðva menn í að láta í sér heyra. halldora@24stundir.is Tímaritið Vanity Fair hefur hætt við flottasta hófið á Óskarnum Óskarinn í hættu Það verður seint sagt að stemningin sé mikil fyrir Óskarsverðlaunahátíðina þetta árið. Vanity Fair hefur nú hætt við stærsta partíið til þess að styðja handritshöfunda. Lítil stemning Það er óhætt að segja að stemningin hafi sjaldan verið minni fyrir Óskarsverðlaunin en nú. Tölvuleikir viggo@24stundir.is Donkey Kong Jet Racer er best lýst sem hreinræktuðum krakkaleik með litríkri, en miðlungsgóðri, grafík og stjórntækjum sem eru í senn einföld og þreytandi. Spilun leiksins er uppbyggð eins og dæmigerður go-kartleikur en í stað smávaxinna bíla eru persónurnar bundnar við bongótrommur sem eru um leið rakettur. Leikmenn berja trommurnar til að auka hraðann, með því að hreyfa stýripinna tölvunnar upp og niður til skiptis og til að beygja þurfa menn að hreyfa bara annan stýripinnann. Þessi einföldu stjórntæki gera það að verkum að jafnvel yngstu börnin geta spilað þennan leik og haft gaman af hon- um. Brautir leiksins er þaktar bön- unum og allskonar vopnum sem leikmenn geta svo notað til hægja á keppinautum sínum. Sem barna- leikur stendur Donkey Kong Jet Racer alveg fyrir sínu en þeir sem eldri eru eiga eftir að gefast fljótt upp á leiknum. Apar, krókódílar og rakettutrommur Grafík: 58% Ending: 60% Spilun: 50% Hljóð: 47% Donkey Kong Jet Race NIÐURSTAÐA: 54% 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Brautir leiksins er þaktar bönunum og alls- konar vopnum sem leikmenn geta svo notað til hægja á keppinautum sínum. feim-lene bjerre bæjarlind 6 - www.feim.is opið virka daga 10 - 18, laugardag 11-16. Lokað á sunnudögum Dúkar á veisluborðið Berst hart Katherine Heigl hefur tekið mál handritshöfunda mikið nærri sér.. Tilnefnd í ár Laura Linney er tilnefnd sem besta leikkonan í aðalhlutverki. HEILL HEIMUR AF SKEMMTUN Opið sunnudaga til fimmtudaga 11.00 -24.00 Opið föstudagaoglaugardaga 11.00 - 02.00

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.