24 stundir


24 stundir - 22.02.2008, Qupperneq 11

24 stundir - 22.02.2008, Qupperneq 11
24stundir FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 11 Félagsráðgjafafélag Íslands og Félags stjúpfjölskyldna heldur málþing í dag í samvinnu við Rannsóknarsetur í barna og fjölskylduvernd, Háskóla Ís- lands, Háskólann í Reykjavík, Heimili og skóla, Bisk- upsstofu, Mentor og Samtökin 78. Á þinginu verður rætt hvernig efla megi velferð stjúpfjölskyldna á Íslandi og hvaða veruleiki blasir við fólki sem á í stjúptengslum. Mörg erindi verða haldin á þinginu. Málþingið fyrsta sinnar teg- undar á Íslandi. Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi er formaður Félags stjúpfjöl- skyldna, flytur erindið „Stjúp- tengsl - vannýtt auðlind.“ og Dr. Sigrún Júlíusdóttir ræðir þróunina frá reynslusögum til rannsókna. bee Björg Magnúsdóttir stjórn- málafræðinemi tók við sem formaður stúdentaráðs Há- skóla Íslands í gær. Nýtt stúdentaráð var kosið í háskólanum fyrir tveimur vik- um. Skiptafundur ráðsins fór fram í fundarherbergi á þriðju hæð í Háskólatorgi. Þar lét af embætti Dagný Ósk Aradóttir. Björg er áttunda konan sem tekur við embætti formanns SHÍ, og aldrei áður hafa tvær konur gegnt embættinu tvö ár í röð. Björg Magnúsdóttir er blaðamaður í hlutastarfi á 24 stundum. bee Kaka þessa árs hefur þegar ver- ið valin og hún er hafnfirsk. Jón Karl Stefánsson, bakari í Bæjarbakaríi í Hafnarfirði, sigraði í árlegri keppni Lands- sambands bakarameistara um köku ársins. Kakan góða sam- anstendur af súkkulaðibotn- um, hnetubotni, hvítri súkku- laðimús með kaffikeim og er hún hjúpuð með hvítu súkku- laði. Þrír dómarar völdu þessa köku úr sætum hópi kakna, en sala á kökunni hefst um allt land á konudaginn og stendur allt árið. bee Stjúpfjölskyldur Málþing um stjúptengsl Björg Magnúsdóttir Nýr formaður stúdentaráðs Hvít mús og súkkulaði Hafnfirðingur á köku ársins „Ég veit að sum hús er verið að tæma til að gera upp, þannig að ef þau standa auð er það ekki vegna þess að þau séu dauð,“ segir Snorri Freyr Hilmarsson, formaður Torfu- samtakanna, en DV vakti athygli á því í síðustu viku að mörg hús standa auð við Laugaveg. „Laugavegur fjögur til sex stendur auður núna af augljósum ástæðum en þar var fólki hent út sem vildi halda áfram starfsemi. Á Hverfisgötu er búið að hreinsa innan úr húsum sem stendur til að rífa og standa auð,“ segir Snorri og bætir við að það séu frekar hús sem verktakar hafa keypt sem eru auð en að fólk vilji ekki vera þar, fólk sem vilji hafa starfsemi í húsunum sé rekið þaðan út. Á reitnum á horni Laugavegar og Klapparstígs standa nú mörg auð hús, þar á meðal þau sem hýstu Hljómalind og Sirkus. Langur tími getur liðið þar til framkvæmdir hefjast þar en Hanna Birna Krist- jánsdóttir sagði í 24 stundum fyrr í mánuðinum að teikningar að því sem til stendur að byggja hefðu enn ekki verið lagðar fyrir skipulagsráð Reykjavíkur. Mánuðir geta liðið frá því teikningar eru lagðar fyrir ráðið þar til framkvæmdir hefjast en þangað til standa húsin tóm. aak Auð hús við Laugaveg bíða niðurrifs Fólk vill leigja en er rekið út Gamall heimur genginn úr skorðum Ágreiningur er um uppbyggingu miðbæjarins.

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.