24 stundir - 22.02.2008, Síða 16

24 stundir - 22.02.2008, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 24stundir Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 Það er meira í Mogganum í dag Sævar Daníel Kolandavelu, sem einnig gengur undir nafninu Poet- rix, hefur sent frá sér sína fyrstu plötu. Fyrir lengra komna. » Meira í Morgunblaðinu ReykjavíkReykjavík Fundinn hefur verið upp og smíð- aður í hinu landlukta Sviss bíll sem er jafnvígur á láði sem legi. » Meira í Morgunblaðinu Bílar á föstudegi Föstudagur 22. febrúar 2008 Hann er hluti af þjóðarsálinni, þessi kolsvarti, stóri fugl sem birt- ist stundum fljúgandi einhvers staðar nálægt okkur, krunkandi eins og hann sé að reyna að segja okkur eitthvað. » Meira í Morgunblaðinu Daglegt líf Veruleg fjölgun leikskólaplássa er eitt af því sem nýr meirihluti boðar í 3 ára áætlun Reykjavíkur, gott ef satt væri. Það sem blasir við er niður- skurður á fyrri áætlunum um leik- skólaframkvæmdir. Ekki er gert ráð fyrir fjármagni í nýjan leikskóla á Valssvæðinu og fjármagn til upp- byggingar í Úlfarsfelli hefur verið skorið niður og framkvæmdum frestað. Það er því með ólíkindum að nýr meirihluti berji sér á brjóst við kynningu á þriggja ára áætlun borgarinnar og haldi því fram að áhersla sé lögð á að fjölga leikskóla- plássum. Framkvæmdir í leikskól- um samkvæmt þriggja ára áætlun halda ekki í við fólksfjölgun í Reykjavík og aukna fæðingatíðni. Innantóm orð Þó þessi staða liggi fyrir talar borgarstjóri í ræðu sinni við fram- lagningu þriggja ára áætlunar um „fleiri valkosti foreldra og barna“ og að „fjölga þeim þjónustuúrræð- um sem í boði eru fyrir yngstu Reykvíkingana“. Ekki er frekar út- fært hvað átt er við með þessu, málefnasamningur Sjálfstæðis- manna og Ólafs F. varpar heldur ekki ljósi á fyrirætlanir meirihlut- ans en einasta setningin um leik- skólamál sem finna má í samn- ingnum segir: „Þjónusta leikskóla og grunnskóla verði aukin og fag- legt og fjárhagslegt sjálfstæði þeirra styrkt.“ Lengri biðlistar Það eina sem hönd á festir um það sem koma skal í leikskólamál- um er fyrirliggjandi þriggja ára áætlun en miðað við það fjármagn sem þar er gert ráð fyrir í fram- kvæmdir við leikskóla mun ekki takast að halda í horfinu og tryggja börnum sem orðin eru 18 mánaða í september leikskóladvöl, eins og staðan var við upphaf þessa kjör- tímabils. Ef þriggja ára áætlun Sjálfstæð- isflokks og Ólafs F. Magnússonar nær fram að ganga verður yfirstand- andi kjörtímabil fyrsta kjörtímabilið af fjórum þar sem staða í leikskóla- málum verður verri við lok kjör- tímabils en í upphafi þess. Reykvísk- ar fjölskyldur eiga betra skilið. Höfundur er borgarfulltrúi Afturför í leikskólamálum UMRÆÐAN aSigrún Elsa Smáradóttir Fram- kvæmdir í leikskólum samkvæmt þriggja ára áætlun halda ekki í við fólksfjölgun í Reykjavík og aukna fæð- ingatíðni. Það hefur verið dapurt að horfa upp á hversu forráðamenn ýmissa fyrirtækja hafa komið illa fyrir í fjölmiðlum að undanförnu þegar þeir hafa gert grein fyrir því hvers vegna erfiðlega gangi í rekstrinum. Þeir hafa lent í vörn og þurft að klóra sig út úr vandræðum eftir eðlilegar spurningar fréttamanna. Á undanförnum velgengisárum voru samskiptin við fjölmiðla auð- veldari. Nú eru nýir tímar runnir upp. Það er eins og athafnamenn hafi ekki vitað að eftir skin kemur oftast skúr. Það er ómetanlegt tækifæri að komast í fjölmiðlaviðtal til að gera málefnum fyrirtækisins og rekstr- arhorfum þess góð skil. En þá verða menn að vera vel undirbúnir. Það er ekki vænlegt til árangurs að treysta á guð og lukkuna og láta undirbúning lönd og leið. Ég tala nú ekki um ef reynt er fegra stað- reyndir með hálfsannleika. Þá hef- ur viðtalið oftast skaðleg áhrif á ímynd viðkomandi og ásjónu fyr- irtækisins. Nauðsynleg samskiptatækni Nýjasta dæmið var viðtal við Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarfor- mann Baugs, sem býr yfir mikilli fjölmiðlareynslu. Í viðtalinu tókst honum að orða svar sitt um stöðu bankanna það illa að menn skildu það sem svo að þrír stærstu bankar landsins gætu orðið gjaldþrota. Ímyndartjónið var mikið, bæði innanlands og utan. Leiðrétting var birt degi síðar en fréttin var farin í loftið og skaðinn skeður. Jón Ás- geir, sem hefur ráðgjafa í almanna- tengslum hér á landi og í Bretlandi, hefði átt að vita að hann þyrfti að móta svörin sín fyrirfram til þess að þau skiluðu sér rétt og skýrt í viðtalinu. Það er samskiptatækni sem nútímastjórnendur þurfa að tileinka sér. Fyrir skömmu birtist ítarlegt viðtal við fyrrverandi forstjóra FL Group í Morgunblaðinu, eftir að hann tók pokann sinn. Það eina sem menn muna úr því viðtali var að forstjórinn fyrrverandi kvartaði undan því að hann hefði verið illa launaður miðað við hina „stór-for- stjórana“. Tækifærið til að skýra slæma stöðu fyrirtækisins fór fyrir lítið. Sömu sögu má segja um frá- farandi forstjóra Icelandair sem lét hafa sig í Kastljósviðtal. Það sást glöggt að hann var illa undirbúinn og það má spyrja af hverju hann lét hafa sig í sjónvarpsviðtal á þessum tíma. Annað dæmi um skelfileg mis- tök á þessu sviði var illa skipulagð- ur blaðamannafundur fyrir Vil- hjálm Þ. Vilhjálmsson í Valhöll nýverið. Sá fréttamannafundur verður skólabókardæmi til fram- tíðar um það hvernig hægt er að eyðileggja ímynd og ásjónu á augnabliki. Dýrmætur tími Það eru engin ný vísindi að í sjónvarpi fá viðmælendur oft að- eins fáeinar sekúndur til að koma máli sínu til skila. Það er óend- anlega dýrmætur tími sem auðvelt er að eyðileggja ef undirbúningur er lítill sem enginn. Það er líka þekkt staðreynd að í ljósvakavið- tölum eru viðmælendur heppnir ef þeir koma að 2-3 aðalatriðum. Þá er líka eins gott að vita nákvæmlega hverju þarf að koma á framfæri. Tilbúin svör Margir forstöðumenn fyrirtækja og stofnana hafa þegar lært hversu mikilvægt það er að undirbúa sig vel fyrir mikilvægt fjölmiðaviðtal. Þeir velta fyrir sér öllum hugsan- legum spurningum og hvernig best er að svara þeim svo réttar upplýs- ingar komist til skila. Ýmsir nýta sér möguleika á að æfa sig fyrir framan myndbandsvél með spyrli til þess að ná tökum á aðalatriðum og helstu staðreyndum sem þeir verða að greina frá. Oft eru búnir til listar með spurningum og svör- um yfir allt það sem hugsanlega gæti borið á góma í viðtalinu. Fyrir skömmu heyrði ég Hreiðar Má Sig- urðsson í ljósvakaviðtali í útvarpi þar sem hann talaði um afkomu Kaupþings og það var auðheyrt að hann hafði „lært“ heima og var með öll svör og tölulegar upplýs- ingar á hreinu. Sigurjón Þ. Árna- son, landsbankastjóri, komst einn- ig vel frá kynningu á síðustu afkomutölum bankans. Ófyrirsjáanlegar afleiðingar Fyrir nokkrum árum tók ég þátt í að leysa krísumál í alvarlegu og umfangsmiklu fjárdráttarmáli. Í því tilfelli voru samdar 120 spurn- ingar, góðar og vondar, um mála- vöxtu og þeim öllum svarað. Í við- tölum við fjölmiðla kom því engin spurning forstjóranum á óvart og fjölmiðlaumræðan tók stuttan tíma vegna þess að fréttamenn fengu tæmandi svör við öllum sín- um spurningum. Krafa nútímans er að forráða- menn fyrirtækja og stofnana kunni að nýta sér nýjustu aðferðafræðina í samskiptatækni og fjölmiðlun. Bandarískir stjórnendur segja að kynningarmál og almannatengsl séu viðvarandi forgangsverkefni. Sérstaklega er mikilvægt að stjórn- endur fyrirtækja á hlutabréfamark- aði „læri heima“ þegar að sam- skipta- og fjölmiðlamálum kemur. Fjölmiðlaflóran og hraði upplýs- ingastreymis er slíkur í nútímanum að lífsnauðsynlegt er fyrir stjórn- endur að kunna að nýta sér sam- skiptatæknina og fjölmiðlaráðgjafa til að standa vörð um ímynd fyr- irtækisins og tryggja að umfjöllun um fyrirtækið og starfsemi þess sé rétt og sönn. Það ber að varast að reyna að stytta sér leið í fjölmiðla- samskiptum, slíkt getur haft ófyr- irsjáanlegar afleiðingar. Höfundur er framkvæmdastjóri KOM almannatengsla Óundirbúnir í viðtal UMRÆÐAN aJón Hákon Magnússon Sá frétta- manna- fundur verð- ur skóla- bókardæmi til framtíðar um það hvernig hægt er að eyði- leggja ímynd og ásjónu á augnabliki. Skelfileg mistök Blaða- mannafundur Vilhjálms Þ. var illa skipulagður.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.