24 stundir - 22.02.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 22.02.2008, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 24stundir Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@24stundir.is Gunnar Hilmarsson og Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir eru nýkom- in af tískuviku í Kaupmannahöfn þar sem þau sýndu vetrarlínu Andersen & Lauth, sem er nýtt merki byggt á gömlum grunni. Að sögn Gunnars gekk sýningin mjög vel. „Við fengum frábærar viðtökur og okkur hefur gengið mjög vel. Þetta var þriðja sýn- ingin þar sem við sýnum vetr- arlínuna okkar, við byrjuðum í Amsterdam, síðan sýndum við í París og nú í Kaupmannahöfn. Það er spennandi tími framund- an því við erum að kynna þessa línu fram í mars. Það má segja að vetrarlína okkar sé eins og And- ersen & Lauth er jafnan, skemmtileg blanda af rómantík, rokk og róli og byggt á hand- verki. Flíkurnar sjálfar eru byggð- ar á gamalli klæðskerahefð sem er vitanlega vísun í sögu okkar. Áð- ur en við gerðum fyrstu línuna eyddum við miklum tíma að skil- greina nákvæmlega hvað hönnun Andersen & Lauth stendur fyrir.“ Virðingarverð saga Á næstu vikum munu Gunnar og Kolbrún opna Andersen & Lauth-verslun á Laugavegi þar sem dömu- og herralínurnar verða fáanlegar en Gunnar segir að það hafi verið kominn tími á verslun. „Það er löng saga á bak við merkið Andersen & Lauth en eitt sinn voru það frægustu búð- irnar í bænum. Þetta voru fínar búðir þar sem fólk lét sérsauma á sig jakkaföt og undir það síðasta voru þrjár verslanir í Reykjavík. Ein þeirra, staðsett á Vesturgötu 17, var stærsta herrafataverslun Skandinavíu þegar hún var opn- uð árið 1960. Versluninni var síð- an lokað árið 1976 þegar klæð- skeraiðnin dó út í Reykjavík,“ segir Gunnar og bætir við að þau hafi ákveðið að nýta þetta gamla nafn út af ákveðinni nostalgíu og rómantík. „Við berum mikla virðingu fyrir sögunni og hand- verkinu og okkur línur eru byggðar töluvert á þessu.“ Andersen & Lauth opna verslun í Reykjavík innan skamms Nostalgía, rokk og rómantík ➤ Er byggt á arfleifð fyrstuklæðskeraverslunarinnar sem var opnuð í Reykjavík árið 1934. ➤ Andersen & Lauth er með um-boðsmenn víða um heim sem selja í verslanir. ➤ Fyrir hverja fatalínu er hönn-uð bók þar sem hægt er að skoða fötin og skyggnast inn í draumkenndan heim And- ersen & Lauth. ANDERSEN & LAUTH Andersen & Lauth sýndu vetrarlínuna sína á tísku- viku í Kaupmannahöfn nýverið og var einkar vel tekið. Línan er seld víðs vegar um heim og því kominn tími á verslun í Reykjavík, sem verður opnuð á næstu vikum. Andersen & Lauth Rómantík, rokk og ról á palli í Danmörku. Ný verslun Í versl- uninni verða seld bæði herra- og dömuföt. Sígilt Hönnunin er byggð á gamalli klæðskerahefð. Í Danmörku Vetr- arlínan fékk góðar viðtökur. Hamraborg 7 • Kópavogi • Sími 564 1451 www.modurast.is Útsala á barnafatnaði Ný sending af Carters samfellum Rýmum fyrir nýjum vörum Henna hárvörurnar eru unnar úr náttúrulegum jurtum sem vinna með hárinu þegar það er litað. Hárið glansar af heilbrigði Long Lasting Colour Fastur háralitur hylur 100% grá hár. 18 fallegir litir og strípulitur Colour Powder 100% náttúrulegur litur sem endist í 2-3 mánuði. 7 fallegir litir Sjampó og næring sem viðheldur og frískar háralitinn hvort sem hann er náttúrulegur eða litaður. Án parabens og lauryl sulfat. Lyfja, Heilsuhúsið, Apótekið, Heilsuhornið Akureyri, Fræið Fjarðarkaupum, Lyfjaval, Lyfjaver, Maður lifandi, Apótek Vesturlands Akranesi og verslanir Nóatúns Dr.Hauschka Náttúrulegar snyrtivörur Rósakrem fyrir þurra og viðkvæma húð Lífrænt ræktuð Rósablóm og rósaber hjálpa til við að varðveita rakann í húðinni. Það gerir húðina silkimjúka og veitir henni sérstaka vernd. Rósakremið inniheldur einungis hrein náttúruleg efni og lífrænt ræktaðar lækningajurtir. Það er án allra kemiskra rotvarnarefna og ilmefna. Imurinn er úr hreinum ilmkjarnaolíum. Þetta á einnig við um allar aðrar vörur frá Dr.Hauschka. Útsölustaðir: Yggdrasill Skólavörðustíg 16, Fræið Fjarðarkaup, Lyf & heilsa Kringlunni, Lífsins Lind Kringlunni, Lyfja, Maður Lifandi og Heilsuhornið Akureyri. dreifing: mættu mátaðu upplifðu

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.