24 stundir


24 stundir - 22.02.2008, Qupperneq 34

24 stundir - 22.02.2008, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Ég reyni að mæta í hvern leik með það hug- arfar að gera sem best og gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu mínu til að vinna, enda finnst mér ekkert leiðinlegra en að tapa. Hinn 34 ára gamli RyanGiggs hefur hug á aðgerast knatt- spyrnuþjálfari eftir að hann hefur lagt skóna á hilluna. Mikil spenningur er fyrir þessum fréttum í heimalandi hans, Wa- les, enda ljóst að maður með hans reynslu ætti að geta gert góða hluti fyrir knattspyrnuna þar í landi. Kolo Toure, varnarmaðurArsenal, verður frákeppni í þrjár vikur hið minnsta vegna meiðsla í kálfa. Toure er lands- liðsmaður í sínu heima- landi, Fílabeins- ströndinni, og þjálfari Arsenal, Arsene Wenger, segir meiðsl leikmannsins hafa hlotist í Afr- íkumótinu sem fram fór í Gana á dögunum. Manchester United hef-ur lagt fram kvörtuntil UEFA vegna þess að leysi- geisla var beint að Christiano Ronaldo í upp- hitun liðsins fyrir leikinn gegn Lyon í Frakklandi, sem endaði með jafntefli, 1-1. UEFA mun nú rannsaka málið með því að skoða sjónvarpsupptökur frá leiknum. Innan Stoke City vinna mennhörðum höndum að því aðfá í sínar raðir stórt nafn til að gegna stöðu „lykilleikmanns“ liðsins. Nokkur nöfn hafa verið nefnd til sög- unnar sem mögulegir framtíð- arleikmenn Stoke, þar á meðal nafn hins unga leikmanns Chelsea, Scotts Sinclairs. Þjálfari Stoke, Tony Pulis, verst þó allra frétta og vill ekkert gefa upp um hverjir eru í sigtinu hjá liðinu. Þjálfari AC Milan, CarloAncelotti, segist að hálfuleyti ánægður með frammistöðu síns liðs í leiknum gegn Arsenal sem fram fór í Emirates Stadi- um síðastliðinn miðvikudag, en sá leikur endaði með marka- lausu jafntefli. Hann segir leikmenn Arsenal hafa verið í mun betra formi í leiknum enda mikið um meiðsl hjá Milan þessa dagana, en að sínir menn hafi þrátt fyrir erf- iðleikana staðið sína plikt í vörninni. Vera má að bæði JohnTerry og Frank Lamp-ard þurfi að sitja á bekknum í leik Chelsea gegn Tottenham næstkomandi sunnudag. Sá fyrrnefndi er enn að jafna sig eftir að hafa fót- brotnað í desember. Fyrrverandi knattspyrnuhetjan Paul Gascoigne á ekki sjö dagana sæla. Lögreglan í bænum Gateshead í Englandi sótti hann á hótel þar í bæ síðastliðið mið- vikudagskvöld eftir að hafa fengið ábendingu þess efn- is að hann hegðaði sér á undarlegan hátt en lögregl- unni er heimilt að handtaka fólk sem grunað er um geðveilu. Nýlega gekkst Cascoigne undir skurðaðgerð á mjöðm í Newcastle, og frá því að hann útskrifaðist af spítalanum hefur hann dvalið á hótelum í nærliggjandi bæjum, spilað tölvuleiki og lítið sem ekkert yfirgefið herbergi sín. Hinn fertugi Gascoigne var á sínum tíma talinn einn efnilegasti knattspyrnumaður heims, en þrálát meiðsl, áfengisvandamál og þunglyndi vörpuðu skugga á feril hans og kostuðu hann loks atvinnumennskuna. Hann veitti lögreglu enga mótspyrnu þegar hún sótti hann og færði í vörslu sína. Hann fær nú viðeigandi aðstoð. Paul Gascoigne í vanda Gamla kempan í haldi lögreglu Helena Sverrisdóttir körfuknatt- leikskona hefur verið að gera það gott með körfuboltaliðinu TCU. Hún er fædd árið 1988 en lauk stúdentsprófi á þremur árum hér heima og stundar nú kennslurétt- indanám við Texas Christian Uni- versity (TCU)-háskólann. „Skól- inn hafði verið í sambandi við mig síðan ég var 14 ára en þeir fréttu af mér þegar ég var að spila með undir 16 ára landsliðinu. Þá tók þjálfari skoska liðsins eftir mér og hafði samband við þjálfara TCU, en hún þekkti einn þeirra vel. Eftir það kom ég hingað í körfubolta- búðir og leist strax ótrúlega vel á skólann, þjálfarana og aðstöðuna,“ segir Helena. Hún segir mikið lagt upp úr körfuboltastarfinu í Banda- ríkjunum og að þær stelpurnar lifi eins og prinsessur. Margar þeirra klári hins vegar sinn körfuboltafer- il eftir útskrift fari þær ekki til Evr- ópu í atvinnumennsku. Viðhorfið til körfuboltans sé einfaldlega ann- að í Bandaríkjunum og lítið af tækifærum í atvinnumennsku. Íþróttafjölskylda Helena byrjaði snemma að æfa körfubolta og hefur spilað með Haukum frá upphafi en stóri bróðir hennar og mamma æfðu, auk þess sem pabbi hennar var formaður hjá Haukunum. Segist hún ekki sjá fyrir sér spila með öðru liði á Íslandi. Árið 2007 var Helena valin íþróttamaður Hafn- arfjarðar og var yngsti leikmað- urinn sem hafði verið valinn í A- landsliðshóp Íslands í hópíþrótt – aðeins 14 ára gömul. Góður árangur Helena hefur átt mikilli vel- gengni að fagna með TCU og hef- ur tvisvar í röð verið útnefnd leik- maður vikunnar í Mountain West-deildinni, en það er afar fá- títt að nýliði á fyrsta ári leiki jafn stórt hlutverk í sínu liði og raunin hefur verið hjá henni í vetur. Mót- herjar Helenu eru sagðir óttast hana mjög en aðspurð um hvort hún sé hörð á vellinum segir Hel- ena að hún reyni að mæta í hvern leik með það hugarfar að gera sem best og gera allt sem hún geti til að hjálpa liðinu sínu til að vinna, enda finnist sér ekkert leiðinlegra en að tapa. Öflug Helena hefur staðið sig mjög vel með liði sínu TCU en hún stundar nám við háskólann. Gerir allt sem hún getur  Helena Sverrisdóttir körfuknattleikskona stendur sig vel með liði TCU-háskólans í Bandaríkjunum ➤ Hefur æft körfubolta frá ungaaldri en hún kemur úr körfu- boltafjölskyldu. ➤ Finnst ekkert leiðinlegra enað tapa og gerir því sitt besta til að vinna. ➤ Hefur tvisvar í röð verið út-nefnd leikmaður vikunnar í Mountain West-deildinni. ➤ Var valin íþróttamaður Hafn-arfjarðar árið 2007. HELENA SVERRISDÓTTIR Grunnskólamót Miðgarðs í skák fer fram í Egilshöll í dag. Þátttakendur eru frá sex skól- um úr Grafarvogi og Kjal- arnesi og er hver sveit skipuð átta keppendum. Mótið hefst klukkan 10 og þetta er þriðja árið sem það er haldið. Öflugt skákstarf fer fram í skólum hverfanna og hafa nemendur frá grunnskólum Grafarvogs og Kjalarness unnið til fjöl- margra verðlauna á skákmót- um. Skákmót í dag Tilkynnt var um val á úr- valsliði 10-18. umferðar N1- deildar kvenna í gær. Pavla Nevarilova úr Fram var val- in besti leikmaður umferð- anna og Einar Jónsson úr Fram besti þjálfarinn. Þá fékk Valur viðurkenningu fyrir bestu umgjörð á leikj- um. Úrvalslið 10.- 18. umferðar Fyrstu Ólympíuleikar ung- menna verða haldnir árið 2010, en um er að ræða smækkaða útgáfu af Ólympíu- leikum þar sem ungmenni á aldrinum 14 til 18 ára frá öll- um heiminum etja kappi. Í gær var tilkynnt um val á gest- gjafa þessa viðburðar og það var Singapore sem var fyrir valinu. Alls er reiknað með um 3.200 keppendum á mótinu. Singapore 2010 Bjartmar Örnuson úr UFA bætti eigið unglingamet (19 til 20 ára) í 800 metra hlaupi á opna danska meistaramótinu í Skive um síðastliðnu helgi. Hann hljóp á 1:55,38 mín- útum, en gamla metið hans var 1:55,39 mínútur. Bjartmar varð í fjórða sæti í hlaupinu. Bætti eigið met SKEYTIN INN

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.