24 stundir - 08.04.2008, Page 1

24 stundir - 08.04.2008, Page 1
24stundirþriðjudagur8. apríl 200871. tölublað 4. árgangur – Línurnar í lag! L&L E N N E M M / S Í A / N M 3 2 1 6 5 Þú leggur línurnar Létt & laggott! Mikið úrval notaðra bíla á góðum kjörum! Sturla Jónsson flutningabílstjóri segir að stjórnvöldum sé sama um hátt eldsneytisverð og ætli að bíða mót- mælin af sér á meðan lagt er allt kapp á að bjarga bönkunum á kostnað almennings. Bönkunum bjargað VINNUVÉLAR»24 Nú er tími til að laga tré og runna, eins og kemur fram í pistli Hafsteins Haf- liðasonar garðyrkufræðings. „Flesta runna þarf að grisja til að halda þeim í kjörstærð og til að þeir endurnýi sig reglulega.“ Grisja þarf runna GARÐURINN»36 40% verðmunur á ljósaperunni NEYTENDAVAKTIN »4 Deilur standa um galisíska út- gáfu bókarinnar „Undarlegt háttalag hunds um nótt“. Spænskur þýðandi bók- arinnar var rekinn vegna þess að hún valdi orð í kvenkyni hvenær sem færi gafst. Vildi hún grafa undan kynbundn- um staðalmyndum með því að forðast karlkynsþýðingar á kynhlutlausum orðum. „Þegar ekki er hægt að sjá kyn orðs á ensku þarf þýðandi að velja það,“ segir þýðandinn Maria Reimondez. aij Þýðandi skipt- ir um kyn GENGI GJALDMIÐLA SALA % USD 72,06 -2,62  GBP 143,38 -2,91  DKK 15,18 -2,76  JPY 0,70 -3,20  EUR 113,26 -2,75  GENGISVÍSITALA 145,58 -2,75  ÚRVALSVÍSITALA 5.392,58 1,70  4 3 -3 -1 0 VEÐRIÐ Í DAG »2 Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Aðsóknin vegna átröskunar, það er búlimíu, anor- exíu og jafnvel ofþyngdar, eykst jafnt og þétt á geð- deild Landspítalans. Þau tvö ár sem þar hefur starfað formlegt átröskunarteymi hafa tilfellin ver- ið um 100 á ári. Í hópi þeirra sem leita sér að- stoðar eru konur sem í stífri kaloríutalningu sleppa máltíðum til að geta fremur drukkið áfengi. „Við fáum um 10 tilvísanir á mánuði og þá er eingöngu um að ræða fullorðna sjúklinga,“ segir Guðlaug Þorsteinsdóttir, geðlæknir og teymis- stjóri átröskunarteymisins á geðdeildinni. Þar er aðeins sinnt hluta þeirra sem glíma við átröskun að því er Guðlaug bendir á. „Það er góð fagleg þjónusta úti í bæ hjá sálfræðingum og læknum. Svo sinnir barna- og unglingageð- deildin þeim sem eru yngri en 18 ára.“ Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL, segir tilfellin þar vegna átröskunar hafa verið 20 til 25 á ári. „Meirihlutinn er stelpur og sú yngsta var 8 ára. Batahorfurnar eru betri hjá börnum og unglingum og þess vegna er mik- ilvægt að þetta greinist snemma.“ Stórhættuleg „drunkorexia“ Guðrún segir ástæður sjúkdómsins yfirleitt samsettar. „Þetta geta verið umhverfisþættir, þjóðfélagslegir þættir, það er þrýstingur um ákveðið útlit og áhrif fjölmiðla, auk þátta í nánara umhverfi viðkomandi. Átröskun er í byrjun oft bjargráð. Viðkomandi eru að reyna að hafa hemil á tilfinningum sínum en þegar þær eldast geta einkennin til dæmis komið þannig fram að þær sleppa því að borða til að geta fengið sér í glas.“ Sú tegund átröskunar, sem kölluð er „drunkorexia“, fer vaxandi erlendis og hefur prófessorinn Janet Treasure, sem stýrir átrösk- unardeild við Institute of Psychiatry í London, sagt hana stórhættulega, að því er segir á frétta- vef The Telegraph. „Stúlkurnar fá enga næringu úr kaloríunum úr áfenginu auk þess sem þær verða mjög drukknar,“ segir prófessorinn. Guðlaug Þorsteinsdóttir segir misnotkun á áfengi og öðrum fíkniefnum algengan fylgifisk átraskana. „Hitaeiningar úr áfengi og áfengis- víma deyfa um stund matarfíkn. En vandinn magnast þegar upp er staðið. Áfengi er sérlega óheppilegt fyrir þá sem eiga við geðræn vanda- mál að stríða og borða lítið.“ Guðlaug segir örugglega eitthvað um það að ungar konur telji sig eiga innstæðu fyrir því að fá sér í glas að kvöldi sleppi þær máltíð yfir dag- inn. „Sumar eru helteknar af því að reikna út næringarþörfina fyrir daginn. En þær fá enga næringu úr hitaeiningum úr áfengi.“ Áfengi í stað matar  Konur telja kaloríur og sleppa að borða til að geta fengið sér í glas að kvöldi  Á annað hundrað leita árlega til Landspítalans vegna átröskunar  Yngsti sjúklingurinn átta ára ➤ Lystarstol er annað nafn yfir átrösk-unarsjúkdóminn anorexíu. ➤ Lotugræðgi er annað nafn yfir átrösk-unarsjúkdómin búlímíu. ÁTRÖSKUN „Öll lönd þurfa að sjálfsögðu að leggja miklu meira af mörkum. Ég skammast mín fyrir að segja ykkur að gera betur þegar mitt eigið land gerir miklu minna en það ætti að gera og getur gert. Þið sýnið nú þegar gott fordæmi með mikilli notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum en þrátt fyrir það þá þurfa öll lönd að gera betur,“ sagði Al Gore m.a. í samtali við blaðamenn á Bessastöðum í gærkvöld en þar hitti hann Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands. Gore heldur fyrirlestur um loftslagsmál í Háskólabíói í dag. Öll lönd leggi meira af mörkum 24stundir/Ómar „Ég skammast mín fyrir að segja ykkur að gera betur“ »6 Nýr vegur sem stendur til að leggja í stað Gjábakkavegar, svokallaður Lyngdalsheiðarvegur, verður mun öruggari en nýr vegur í vegstæði gamla vegarins gæti orðið, að mati Vegagerðarinnar. Lyngdalsheiðar- vegur öruggari »2 Minnsti háskóli landsins, Hólaskóli, stendur á tímamótum. Stefnt er að fjölgun nemenda úr 200 í 300 fyrir árið 2010. Menntamálaráðherra hef- ur hreyft hugmyndum um breytt rekstrarform en engin skólagjöld eru á Hólum. Lítill háskóli í mikilli sókn »14 »12

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.