24 stundir - 08.04.2008, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 24stundir
Tökum við umsóknum núna
Kynntu þér námið á www.hr.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-0
6
0
8
VÍÐA UM HEIM
Algarve 20
Amsterdam 7
Alicante 16
Barcelona 12
Berlín 7
Las Palmas 27
Dublin 6
Frankfurt 4
Glasgow 8
Brussel 7
Hamborg 8
Helsinki 8
Kaupmannahöfn 8
London 9
Madrid 18
Mílanó 17
Montreal 5
Lúxemborg 1
New York 6
Nuuk 2
Orlando 19
Osló 3
Genf 7
París 7
Mallorca 17
Stokkhólmur 6
Þórshöfn 4
Norðaustan 8-13 m/s og él, en léttir til suð-
vestanlands. Kólnar og vægt frost norðan til.
VEÐRIÐ Í DAG
4
3
-3
-1 0
Léttir til
Norðaustan 10-15 m/s, en hægari vindur
norðaustan til. Snjókoma eða slydda um
mestallt land en úrkomulítið á Suðvest-
urlandi. Frost 0 til 5 stig en hiti 0 til 4 stig við
ströndina sunnan til.
VEÐRIÐ Á MORGUN
2
2
-3
-1 0
Snjókoma eða slydda
„Það snart mig mjög djúpt að fá
þessi verðlaun,“ sagði forseti Ís-
lands, Ólafur Ragnar Grímsson,
eftir að tilkynnt var að hann hlyti
Nehru verðlaunin fyrir árið 2007,
en verðlaunin eru æðsta viður-
kenning sem Indland veitir.
„Ég vona að mér takist á kom-
andi árum að reynast verðugur
þessara verðlauna. Ég vona líka að
þau munu á óbeinan hátt nýtast ís-
lensku þjóðinni og styrkja sam-
bandið við Indland.
Slík viðurkenning í garð forseta
lítillar þjóðar getur reynst mikil-
væg fyrir landsmenn alla á kom-
andi árum og áratugum, enda
gleyma Indverjar seint eða aldrei
hverjum þeir veita slíkan heiður,“
sagði Ólafur.
Mahesh Sachdev, sendiherra
Indlands á Íslandi, kynnti ákvörð-
unina á Bessastöðum í gær, en for-
seti landsins, frú Pratibha Devis-
ingh Patil, mun síðar afhenda Ólafi
Ragnari verðlaunin við hátíðlega
athöfn í forsetahöllinni í Delhi.
Í tilkynningu vegna veitingar
verðlaunanna er vikið að forystu-
störfum Ólafs Ragnars á alþjóða-
vettvangi. Sérstaklega er minnst á
friðarfrumkvæði sex þjóðarleið-
toga sem stóð yfir árin 1984 til
1989, og stofnað var til eftir að
þingmannanefnd sem Ólafur
Ragnar veitti forystu beitti sér fyrir
því að þjóðarleiðtogarnir hæfu
málamiðlunarstarf milli Bandaríkj-
anna og Sovétríkjanna.
hlynur@24stundir.is
Forseti Íslands hlýtur æðstu verðlaun sem Indland veitir
Nýtist vonandi Íslendingum
Forsetinn og sendiherrann Tilkynnt
að forseti Íslands hljóti Nehru verðlaunin.
Karlmaður á sextugsaldri var úr-
skurðaður í gæsluvarðhald og viku-
einangrun í Héraðsdómi Reykjavík-
ur á fimmtudaginn en hann er
grunaður um gróf kynferðisbrot
gagnvart tveimur dætrum sínum.
Dætur mannsins eru átta og þrettán
ára gamlar.
Lögregla hóf rannsókn á meint-
um brotum mannsins eftir að til-
kynning barst frá barnaverndaryfir-
völdum.
Farið var fram á að maðurinn yrði
vistaður í einangrun vegna alvarleika
brotanna og rannsóknarhagsmuna,
en verið er að rannsaka m.a. hvort
maðurinn hafi beitt fleiri börn kyn-
ferðislegu ofbeldi.
Maðurinn kærði gæsluvarðhalds-
úrskurðinn ekki til Hæstaréttar en
hann hefur ekki komið við sögu lög-
reglu áður. aegir@24stundir.is
Karlmaður úrskurðaður í vikueinangrun
Grunaður um brot
gegn dætrum sínum
Vörubílstjórar stóðu fyrir mótmæla-
aðgerðum fyrir utan fjármála- og
samgönguráðuneytið í gær og hafa
boðað frekari aðgerðir. Bílstjórar
lokuðu meðal annars Tryggvagötu
þar sem forsætisráðherra og utan-
ríkisráðherra sátu fund um nýja
skýrslu um ímynd Íslands í Lista-
safni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu.
Vörubílstjórar króuðu ráðherrabíl
utanríkisráðherra af með bílum sínum að fundi loknum. Sturla Jóns-
son, talsmaður mótmælenda, segir vörubílstjóra ekki ætla að hætta að-
gerðum sínum fyrr en reglum um hvíldartíma bílstjóra verði breytt og
opinberar álögur á eldsneyti lækkaðar. „Þau stöðva okkur uppi á heiði
þar sem við komumst ekki á salernið, þannig að ég vorkenni þeim ekki
neitt þó bíll þeirra sé fastur um stund.“
Stöðumælavörður sem átti leið hjá Hafnarhúsinu kom stöðumælasekt
fyrir á framrúðu ráðherrabílsins og sagði honum hafa verið ólöglega
lagt áður en vörubílarnir komu á vettvang. aí
Króuðu ráðherrabílinn af
Geir H. Haarde forsætisráðherra
segir mikilvægt að rasa ekki um ráð
fram þegar leitað er lausna á lausa-
fjárkreppu bankanna. Í húfi séu
miklir hagsmunir og verðmæti í
eigu þjóðarinnar. Í samtali við RÚV
sagði Geir stjórnvöld vinna hörðum
höndum að lausn en ekki væri hægt
að greina frá því í hverju hún felst.
Unnið að lausn
bankakreppu
Glitnir hefur ákveðið að draga sig
út úr fasteignalánastarfsemi sem
starfrækt hefur verið í Lúx-
emborg og mun framvegis leggja
áherslu á eignastýringu fyrir við-
skiptavini bankans á Norð-
urlöndum og á alþjóðavísu.
Með því að draga úr umsvifum í
Lúxemborg gerir Glitnir ráð fyrir
að losa fjármuni sem samsvara
allt að 100 milljörðum króna og
styrkja með því lausafjárstöðu
bankans segir í fréttatilkynningu.
Þá hefur Ari Daníelsson verið
ráðinn nýr framkvæmdastjóri yf-
ir starfsemi bankans í Lúx-
emborg. aak
Glitnir rifar seglin í Lúxemborg
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@24stundir.is
Nýr vegur sem stendur til að leggja
í stað Gjábakkavegar á milli Laug-
arvatns og Þingvallavatns, svo kall-
aður Lyngdalsheiðarvegur, verður
mun öruggari en nýr vegur í veg-
stæði gamla vegarins gæti nokkurn
tíman orðið. Þetta segir Erna
Hreinsdóttir hjá veghönnunardeild
Vegagerðarinnar.
„Með því að leggja nýjan veg í
gömlu veglínuna yrði annars vegar
ferðamönnum, og hins vegar
námsmönnum við Laugarvatn,
sköpuð óþarfa áhætta,“ segir hún.
Gjábakkavegur er í 300 metra
hæð yfir sjávarmáli. Lyngdalsheið-
arvegur verður hins vegar 200
metra yfir sjávarmáli. „Eins og þeir
sem keyrt hafa á íslenskum þjóð-
vegum vita má búast við mun
meiri hálku í 300 metrum yfir sjáv-
armáli en í 200 metrum yfir sjáv-
armáli.“
Auk þess segir Erna að mun erf-
iðara og dýrara sé að leggja veg sem
uppfyllir nútíma öryggisstaðla í
gömlu veglínuna. Það muni kosta
mikið jarðrask og sá vegur myndi
aldrei geta borið nema 70 kíló-
metra leyfilegan hámarkshraða.
Auk þess yrði hann mun hæðóttari
og hlykkjóttari en Lyngdalsheiðar-
vegur.
„Það er því ekki víst að mengun
frá bílum sem ækju um hann yrði
minni en mengun frá bílum sem
aka Lyngdalsheiðarveg, þrátt fyrir
lægri hámarkshraða,“ segir Erna,
en hámarkshraði á Lyngdalsheið-
arvegi verður 90 km á klst.
Landvernd hefur lýst yfir áhyggj-
um af lagningu nýja vegarins og
telur að verið sé að færa umferðina
nær hrygningarstöðvum í Þingvall-
vatni. Erna segir að nýi vegurinn
muni á styttri kafla liggja innan
þjóðgarðsins en sá gamli. Auk þess
hafi Þingvallanefnd heimild til að
hámarka hraðann innan þjóð-
garðsins, og banna olíuflutninga
innan hans.
Mikið hefur einnig verið rætt
um hugsanlega niturmengun í
Þingvallavatni sem myndi fylgja
aukinni umferð um og í nágrenni
þjóðgarðsins. Erna segir þó á að
mælingar sýni að aðeins lítill hluti
niturflæðis um Þingvallvatn stafi af
bílaútblæstri og loftmengun, eða
15 tonn af 150.
Lyngdalsheiðar-
vegur öruggari
Aðeins 10% niturflæðis í Þingvallavatni af völdum bílaútblásturs
og loftmengunar Óþarfa áhætta að laga bara gamla veginn
Öruggari Erna Hreins-
dóttir segir óþarfa
óhættu felast í að nota
gömlu veglínuna.
➤ Niturflæði til Þingvallavatns áári er 150 tonn.
➤ Niturmengun í vatninu er alls35 tonn, þar af frá loftmeng-
un og bílum 15 tonn, ræktun
og skepnuhaldi 5 til 10 tonn,
skólpi 5 til 10 tonn og meng-
un frá Nesjavallavirkjun 2
tonn.
NITURMENGUN
STUTT
● Leiðrétt Nafn höfundar féll
niður í leikdómi um Skoppu og
Skrítlu á barnasíðu í laug-
ardagsútgáfu 24 stunda.
Höfundurinn er Arndís Þór-
arinsdóttir.
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
● Leiðrétt Röng mynd birtist
með umfjöllun um Sigurberg
Sveinsson sem hlaut við-
urkenningu sem besti leik-
maður 15.-21. umferðar N1
deildarinnar í handknattleik.
Myndin var af Gunnari Berg
Viktorssyni.
Beðist er afsökunar á mynda-
brenglinu.
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.