24 stundir - 08.04.2008, Síða 4

24 stundir - 08.04.2008, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 24stundir Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is „Það þýddi þá ekki annað en er- lenda skattlagningu á íslenskan atvinnurekstur,“ segir Ólafur Eg- ilsson, stjórnarformaður íslensks hátækniiðnaðar, um þær hug- myndir Þórunnar Sveinbjarnar- dóttur umhverfisráðherra að Ís- land afsali sér mögulegum útblásturskvótum í alþjóðlegu samningaviðræðum sem fram- undan eru. Íslenskur hátækniiðn- aður hyggst reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum í samstarfi við öfl- uga erlenda aðila. Össur Skarphéðinsson iðnað- arráðherra svaraði fyrirspurn um olíuhreinsistöðina á Alþingi í byrjun þessa mánaðar á þann veg að ljóst væri að losun frá henni rúmist ekki innan losun- arheimilda Íslands samkvæmt Kyoto-bókuninni fyrir árin 2008 til 2012. Því þyrfti annað tveggja að koma til hjá framkvæmdaað- ilanum, förgun/nýting koltví- sýrings eða aðkeypt losunar- heimild erlendis frá af hálfu hans. Yrðu að kaupa erlendan kvóta Ólafur segir ekki rétt að miða við Kyoto-tímabilið því það er ekki gert ráð fyrir að stöðin taki til starfa fyrr en eftir lok þess. „Umhverfisráðherra hef- ur kosið að halda því fram að losun frá olíuhreinsistöð sé þrefalt meiri en reyndin er, en hins vegar talað um að Ísland afsali sér þeim kvótum sem landið hefur möguleika á að fá og að íslenskum fyrirtækjum verði gert að kaupa sér kvóta erlendis frá.“ Hann segir verkefnið í góðum farvegi. „Það kom verkfræðingur frá samstarfsaðilum okkar, Geo- stream, hingað í síðasta mánuði og staðfesti að aðstæður fyrir vestan væru mjög heppilegar. Þessar upp- lýsingar hafa gengið inn í fram- haldsviðræður sem hafa átt sér stað við væntanlega fjárfesta og þátttak- endur í byggingu stöðvarinnar.“ Í samstarfi við olíurisa Fyrirtækið sem íslenskur há- tækniiðnaður hefur átt í viðræðum við heitir Katamak-NAFTA og er dótturfyrirtæki Geostream. Á meðal helstu samstarfsaðila þess eru stærstu olíufélög Rússlands, Gazprom og Lukoil, og vestrænu ol- íurisarnir Shell og Exxon Mobil. Á heimasíðu Katamak-Nafta kemur einnig fram að félagið hafi valið Ís- lands sem stað fyrir olíuhreinsistöð vegna þess að hér sé orkukostnaður afar lágur, landfræðileg staðsetning landsins henti vel og að hér sé hag- stætt fjárfestingaumhverfi. Þá er það talið til kosta að flestar ákvarðanir vegna framkvæmdarinnar liggi hjá sveitarstjórnum og ákvörðunarferl- ið geti því gengið hratt fyrir sig. Yrði erlend skattlagning  Ólafur Egilsson telur afsal á útblásturskvótum þýða erlenda skattlagningu á íslenskan atvinnuveg  Ekki rétt að miða við Kyoto ➤ Fyrirhugað er að reisa stöðinaannaðhvort í Arnarfirði eða á Söndum í Dýrafirði. ➤ Áætlað er að hún myndi getahreinsað allt að 150 þúsund olíutunnur á dag, eða um átta tonn af olíu á ári. ➤ Útblástursheimildir hennarsnerta ekki stóriðjukvóta Ís- lands heldur almennan kvóta. Íslenskur hátækniiðn- aður áætlar að útblástur yrði 560 þúsund tonn á ári. OLÍUHREINSISTÖÐ Olíuhreinsistöð í Þýska- landi sem hreinsar um þremur milljónum tonnum meira af olíu en fyrirhuguð stöð á Vestfjörðum. Það eru fyrst og fremst karlar sem verða fórnarlömb svindls á Netinu, að því er kemur fram í frétt IDG Newsservice. Í fyrra töpuðu bandarískir neytendur 239 milljónum dollara vegna netsvindls en árið 2006 var tapið 40 milljónir dollara. Í fréttinni er vísað til könnunar US Internet Crime Complain Center IC3 á rúmlega 200 þúsundum kvört- unum. Karlar eru í meirihluta þeirra sem svindlað hefur verið á og hafa þeir tapað að meðaltali 3 þúsundum dollara hver. ibs Karlar fórnar- lömb netsvindls Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Kannað var verð á algengum aðalljósaperum fyrir bíla. Ljósaperan H4, sem er 60/55 W og 12 volta, kostar 595 kr. hjá Bílaáttunni en Max1 selur peruna á 834 kr. sem er um 40% verðmunur. Olíufélögin bjóða aðstoð við að skipta um peru án aukagjalds en hjá hinum kostar það aukalega. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum. 40% munur á ljósaperunni Þuríður Hjartardóttir NEYTENDAVAKTIN Ljósapera H4 fyrir bíla, 60/55W - 12 volt Verslun Verð Verðmunur Bílaáttan 595 N1 641 7,7 % Toyota 664 11,6 % Shell 670 12,6 % Olís 676 13,6 % Max1 834 40,2 % „Karlavígin falla eitt af öðru, er það ekki það sem við viljum?“ segir Magnús Sædal Svavarsson, bygg- ingarfulltrúi Reykjavíkurborgar, en hann er í forsvari félagsskapar sem kallast Tjeneste brødrenes orden. Markmið hans er að efla tengsl embættismanna innan hverrar borgar auk þess sem fundað er með bræðrum af Norðurlöndunum. „Þetta er orðið nokkuð gamall félagsskapur, frá 1928. Í upphafi voru nánast engar konur sem unnu í þessum bæjarfélögum,“ segir Magnús um kvenmannsleysið. „Við erum búnir að vinna að þessu í mörg ár. Það þurfti að fá samstöðu yfir alla línuna og hún náðist í fyrra,“ segir hann aðspurð- ur um hvort þeim hafi ekki dottið í hug að fá konur inn fyrr. aak Tjeneste brødrenes orden tekur inn systur Konur eru líka embættismenn „Við höfum gengið í hvert hús í þorpinu og viðtök- urnar hafa verið mjög góðar. Við höfum ekki tekið saman fjölda undir- skriftanna en það lætur nærri að níu af hverjum tíu hafi skrifað undir,“ segir Guðmundur Odd- geirsson sem er á meðal íbúa í Þorlákshöfn sem hafa á undaförnum dög- um safnað undirskriftum í bænum gegn því að fiskþurrkun Lýsis hf. fái endurnýjað starfsleyfi. Íbúarnir segja mikinn óþef koma frá hausa- þurrkuninni og að hann rýri lífsgæði þeirra mikið. „Við munum síðan afhenda heilbrigðisnefnd Suðurlands sem og umhverfisráðherra und- irskriftirnar,“ segir Guðmundur og bætir við: „Við vonumst til þess að hlustað verði á sjónarmið okkar íbúanna umfram sjónarmið fyrirtæk- isins.“ ejg Vilja losna við vonda lykt Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra undirritaði í gær reglu- gerð sem kveður á um hækkun húsaleigubóta frá og með 1. apríl. Húsaleigubætur hafa ekki hækkað frá árinu 2000. Einnig mun ríkið nú í fyrsta skipti koma að greiðslu sérstakra húsaleigubóta. Samkvæmt reglugerðinni hækka grunnbætur húsaleigubóta um 69%, úr 8.000 krónum í 13.500 krónur, bætur vegna fyrsta barns hækka um 100%, úr 7.000 krónum í 14.000 krónur og bætur vegna annars barns hækka um 42%, úr 6.000 krónum í 8.500 krónur. Hámarkshúsaleigubætur hækka þar með um 15.000 krónur eða um 48% og geta hæstar orðið 46.000 krónur í stað 31.000 króna áður. Hækkunin tekur gildi frá og með 1. apríl síðast- liðnum en húsaleigubætur hækkuðu síðast árið 2000. Í samkomulagi við Samband sveitarfélaga um hækkun húsaleigubóta er einnig kveðið á um þátttöku ríkisins í greiðslu sérstakra húsa- leigubóta, en þær eru greiddar fjölskyldum sem hafa lágar tekjur eða búa við erfiðar félagslegar aðstæður. Sveitarfélög eru hvött til að taka upp sérstakar húsaleigubætur og rýmka skilyrði fyrir þeim svo þær nái til fleiri heimila. Hámarksgreiðsla almennra og sérstakra húsa- leigubóta gæti þar með orðið 70.000 krónur í stað 50.000 króna áður að því er fram kemur í tilkynningu. aak Húsaleigubætur hækka til muna Polarolje Selolía, einstök olía Gott fyrir: Maga- og þarma starfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Liðina Polarolían fæst í: apótekum, Þín verlsun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum og Melabúð Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.