24 stundir - 08.04.2008, Síða 6

24 stundir - 08.04.2008, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 24stundir Matsnefnd eignarnámsbóta hefur úrskurðað að Ak- ureyrarbær skuli greiða húsgagnaversluninni Svefni og heilsu tæpar 218 milljónir króna í eignarnámsbætur vegna eignarnáms bæjarins á fasteignum verslunar- innar á Gleráreyrum. Þá greiði bærinn versluninni 2,3 milljónir króna vegna kostnaðar eignarnámsþola við rekstur málsins. Bæturnar eru töluvert lægri en sú upphæð sem Svefn og heilsa fór fram á vegna eignarnámsins en krafa verslunarinnar hljóðaði upp á rúman einn og hálfan milljarð króna. Verslunin krafðist þess að bæn- um væri gert að taka allt húsnæði verslunarinnar og lóðaréttindi eignarnámi en ekki hluta þeirra eins og gert var ráð fyrir í nýju deiliskipulagi. Þá voru verð- mæti fasteigna og lóðaréttinda verslunarinnar, ásamt kostnaði við flutning og standsetningu á nýju versl- unarhúsnæði, metin á rúman 1,5 milljarð króna. Matsnefnd eignarnámsbóta féllst ekki á kröfu eign- arnámsþola að Akureyrarbæ bæri að taka allar eignir Svefns og heilsu eignarnámi og taldi að rekstur versl- unarinnar myndi ekki raskast vegna eignarnámsins. Verslunin hefur ekki ákveðið hvort hún muni una nið- urstöðu matsnefndarinnar. aegir@24stundir.is Svefn og heilsa vildi 1,5 milljarða í bætur frá Akureyrarbæ Bærinn greiði 220 milljónir 24stundir/Ægir Reiturinn umdeildi Ný viðbygging Glerártorgs rís á reitnum umdeilda á Gleráreyrum. Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Al Gore, handhafi friðarverðlauna Nóbels og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hreif með sér fullan sal í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum í gær, Hann var aðal- ræðumaðurinn á loftslagsráðstefn- unni, „Trans Atlantic Climate Conference,“ sem Færeyingar halda með tilstyrk NORA, NorðurAtl- antshafssamstarfsins. Al Gore málaði framtíð mann- kyns dökkum litum ef ekkert yrði að gert. Loftslagsflóttamennirnir voru aðeins hluti af þeirri nöturlegu heimsmynd. „Miðað við hækkun sjávarborðs um sex metra verða þeir 450 milljónir. Þá þarf að reikna landakort heimsins upp á nýtt, “ sagði Al Gore. Varaforsetinn fyrrverandi hélt langa ræðu fyrir fullu húsi og var henni vel tekið, þótt ýmsir við- staddir töluðu um pólitíska leiksýn- ingu frekar en fræðilegan fyrirlest- ur. Gore ræddi áhrif loftslagsbreytinga og nauðsyn þess að snúa pólitík heimsins. „Pólitíkin er endurnýjanleg auðlind, “ sagði Al Gore og átti líklega við að hægt væri að endurnýja stjórnmálamenn sem ekki gripu til þeirra aðgerða sem þyrfti. Al Gore telur samfélög heimsins víða vera að komast á það stig að þrýstingur grasrótarinnar þvingi stjórnmálamenn til að vinna hratt og af alvöru gegn loftslags- breytingum. „Skófar mannkyns á jörðinni hefur dýpkað hratt.“ Færeyingar taka frumkvæði Fjölmargir þekktir norrænir fræðimenn og stjórnmálamenn taka þátt í loftslagsráðstefnunni, sem setur mikinn svip á Þórshöfn nú í byrjun vikunnar. Helena Dam á Neystabö, dóms- og umhverfis- ráðherra Færeyja, segir umræðuna um loftslagsmálin hafa fengið byr undir báða vængi í tengslum við komu Al Gores og félaga til eyjanna. „Ég hef með gleði fylgst með fær- eyskum fjölmiðlum, sem varla hafa fjallað um neitt annað en umhverf- is-, orku -og loftslagsmál í tvær vik- ur,“ sagði Helena Dam Neystabö á ráðstefnunni. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra talaði um sjálfbærar fiskveiðar. „Ég var beð- inn um það en ráðstefnan sýnir að Færeyingar vilja taka frumkvæði í umræðunni.“ Stórleikur í Þórshöfn  „Loftslagsflóttamennirnir“ gætu orðið nærri hálfur milljarður  „Eru menn virkilega hræddari við hryðjuverk?“ spyr Al Gore, sem átti sviðið í Norðurlandahúsinu í Færeyjum Íslandsfarar Al Gore og Einar Guðfinnsson héldu til Íslands eftir ræðu Go- res í Þórshöfn. ➤ Færeyingar vilja taka þátt íumræðum um loftslagsbreyt- ingar þótt losun þeirra sjálfra sé með því meira sem þekkist miðað við höfðatölu. ➤ Stór floti og fátt fólk á nokkr-um eyjum langt úti í reginhafi skýrir stöðuna en Færeyingar hafa mörg áform um úrbæt- ur. STAÐAN Í FÆREYJUM Sýni af myglusveppi voru tekin úr nemendaíbúð á Vallarheiði á Keili hinn 28. mars síðastliðinn og send til rannsóknar á bandarísku rannsóknarstofunni EMLab. „Það var ósk íbúa að sýni yrðu tekin svo við urðum við því. Ráðgjafi hjá Húsi og heilsu ráðlagði svo að sýn- in yrðu send til þessarar stofu,“ segir Runólfur Ágústsson, fram- kvæmdastjóri Keilis. Niðurstöður bárust Keili um helgina. Greindust tvær tegundir myglusvepps í íbúðinni og er hvor- ug hættuleg, að sögn Runólfs. Afsökunarbeiðni Myglusveppir í námsmanna- íbúðum á Keilissvæðinu hafa verið til umfjöllunar í 24 stundum. Galli í einangrun, sem veldur sveppa- gróðri, hefur komið upp í 30 íbúð- um af 500. Of geyst var farið í frétt í blaðinu sl. föstudag þegar haft var eftir ónafngreindum viðmælend- um að barn á Keilissvæðinu hefði verið flutt á sjúkrahús vegna myglusvepps. Enginn fótur reynd- ist fyrir sögunni og biður ritstjórn 24 stunda hlutaðeigandi afsökunar. Hættulaust Myglusveppir í námsmannaíbúðum eru ekki hættulegir, að mati rannsókn- arstofu í Bandaríkjunum. Myglusveppir í íbúðum á Keilissvæðinu Sveppategundirn- ar ekki hættulegar Rannsókn á lögmæti pókermóts sem haldið var fyrir tæpum tíu mánuðum síðan er enn ekki lokið. Karl Ingi Vilbergsson, fulltrúi hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, segir tafirnar vera vegna anna við rannsókn annarra mála. Hann vonast til þess að niðurstaða fáist í málið innan skammst. Umrætt pókermót var haldið 16. júní síðastliðinn og mættu yfir 150 manns til leiks. Fyrirkomulagið var með þeim hætti að þátttakendur greiddu þáttökugjald sem átti síðan að renna óskipt í verðlaunafé, sem var um 600 þúsund krónur. Lög- reglan lagði hald á verðlaunaféð, borð, spilapeninga, spil og far- tölvu. Mótshaldararnir, eigendur vefverslunarinnar Gismo.is, hafa enn ekki fengið munina aftur. þsj Tíu mánuðir síðan pókermót var stöðvað Enn til rannsóknar hjá lögreglunni ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 02 96 0 4/ 08 Ókeypis áfylling á bílinn alla daga! Eigendur rafbíla fá lykil að orkupóstum í afgreiðslu Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1 og bílastæðaskífur hjá Reykjavíkurborg í Borgartúni 10-12. or.is • reykjavik.isÓkeypis hleðsla: Bankastræti • Kringlan • Smáralind stundir Skeifan 11d • 108 Reykjavík sími 517 6460 www.belladonna.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15 Vönduð ítölsk leðurstígvél fyrir breiða kálfa (vídd 44 - 48cm) skóstærðir 38 - 43 Léttar yfirhafnir Stærðir 42-58

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.