24 stundir - 08.04.2008, Page 8
Eftir Atla Ísleifsson
atlii@24stundir.is
Nauðsynlegt er að koma fleiri stoð-
um undir ímynd Íslands, þar sem
náttúran dugi ekki ein og sér. Þetta
er niðurstaða nefndar sem for-
sætisráðherra skipaði í nóvember
til að fjalla um ímynd Íslands.
Svava Grönfeldt, rektor Háskól-
ans í Reykjavík og formaður
nefndarinnar, segir að ímynd þjóða
skipti þær gríðarlega miklu máli.
Reynslan sýni okkur að ímynd geti
til dæmis breytt gengi gjaldmiðla.
„Líkt og aðrar þjóðir verðum við
að byggja á fleiri stoðum. Ímynd
Íslands er smá og veikburða. Það
hafa verið gerðar úttektir, þó ekki
fullkomnar, sem sýna að ímynd Ís-
land er að mestu leyti óþekkt stærð
og þar af leiðandi einsleit og við-
kvæm. Náttúran er það sem ímynd
landsins byggir á fyrst og fremst en
ekki fólki, atvinnulífi, þekkingu
eða öðru sem aðrar þjóðir byggja
sína ímynd iðulega á.“
Kraftur, frelsi og friður
Í skýrslunni leggur nefndin til að
ímyndaruppbygging Íslands miði
að því að skapa jákvæða og sterka
ímynd af fólki, atvinnulífi, menn-
ingu sem og náttúru. Kjarninn í
ímynd landsins verði kraftur, frelsi
og friður. Nefndin telur þetta vera
lykilorð sem farsælt sé að byggja á
jákvæða og sanna ímynd af bæði
landi og þjóð. Til viðbótar sé nauð-
synlegt að draga fram sérkenni sem
aðgreini okkur frá öðrum.
Svava segir allar þær þjóðir sem
láti sér annt um ímynd sína, verji
umtalsverðu fé og fyrirhöfn til
uppbyggingar og varðveislu henn-
ar. Þær þjóðir séu eindregið þeirrar
skoðunar að slík fjárfesting marg-
borgi sig.
Promote Iceland
Í tillögum nefndarinnar kemur
fram að komið verði á nýjum vett-
vangi, Promote Iceland, þar sem
aðilar úr útflutningi, ferðaþjón-
ustu, fjármálastarfsemi, menning-
arlífi og þekkingariðnaði kæmu til
samstarfs við hið opinbera.
Promote Iceland myndi þannig
bera ábyrgð á og samræma ímynd-
arstarf fyrir Íslands hönd og bregð-
ast við neikvæðri umfjöllun sem
snertir íslenska hagsmuni.
Náttúran dugar
ekki ein og sér
Ímynd Íslands í útlöndum almennt jákvæð en viðkvæm og eins-
leit Vinnuhópur fjögurra ráðuneyta mun fylgja skýrslunni eftir
➤ Forsætisráðherra sagðinefndarstarfið hafa verið
ólaunað.
➤ Ríkisstjórnin hefur ákveðiðað vinnuhópur fjögurra ráðu-
neyta muni fylgja skýrslunni
og útfæra tillögur.
ÍMYND ÍSLANDS
Árvakur/GolliÍmynd Íslands Nefndin segir náttúrulegan kraft vera sérkenni Íslands.
8 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 24stundir
Talið er fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræða
þegar eldur kom upp í hesthúsi í Hafnarfirði í fyrri-
nótt. Átta hestum var bjargað úr brennandi húsinu og
fengu nokkrir hestanna súrefni vegna reykeitrunar, þar
á meðal hinn landsþekkti gæðingur og heiðursverð-
launahestur Kraflar frá Miðsitju en hann var meðal
eðalhrossanna í hópnum.
Eldur logaði í kaffistofu og hnakkageymslu þegar
slökkviliðið kom á staðinn en talsverður reykur barst
yfir í hesthúsið sjálft. Gera má ráð fyrir að hestarnir
hafi verið mjög skelkaðir áður en hjálp barst því að
rúður brotnuðu og snarkað hefur í eldsmatnum hin-
um megin við vegginn.
Lögreglan í Hafnarfirði vinnur nú í samvinnu við
slökkviliðið að rannsókn málsins en af ummerkjum að
dæma er talið fullvíst að um íkveikju hafi verið að
ræða. Tvennt er talið hafa valdið úrslitum um að ekki
fór verr, annars vegar skjót viðbrögð slökkviliðsmanna
og hins vegar sérlega góður frágangur í húsinu og öfl-
ugar eldvarnir.
mbl.is
Talið að um íkveikju hafi verið að ræða í hesthúsi í Hafnarfirði
Hestar fengu reykeitrun
Bjargaðist Dýralæknir skoðar hest eftir brunann í hesthúsinu.
Engin vísindaleg gögn sýna fram
á að silfurfyllingar í tönnum, eða
amalgam, orsaki óþægindi eins og
höfuðverk eða þreytu. Þetta er nið-
urstaða þýsks rannsóknarhóps sem
fylgdist með 5.000 sjúklingum á
tólf ára tímabili. Niðurstaðan er að
silfrið er almennt ekki skaðlegt.
Sigurjón Benediktsson, formað-
ur Tannlæknafélagsins, segir að
deilur hafi lengi staðið um silfrið á
Norðurlöndum. „Til stendur að
banna notkun þess í Danmörku,
Noregi og Svíþjóð. Þetta er þó enn
notað hér og flestir yfir tvítugt eru
með silfur í tönnunum.“
Af um 5.000 þátttakendum
sögðust um 300 þjást af kvillum
svo sem höfuðverk, kvíða og
þarmavandamálum, sem þeir
röktu til silfursins. Rannsóknin
leiddi hins vegar í ljós að ekki væri
hægt að kenna silfrinu um vanda-
málin. atlii@24stundir.is
Ný þýsk rannsókn á tannheilsu fólks
Silfur í tönnum
almennt skaðlaust
Fylling Flestir yfir tvítugt eru með amal-
gam í tönnum.
Lýst eftir vitnum
Bílar rispaðir við
Fossvogsskóla
Þrír starfsmenn Fossvogsskóla
urðu fyrir þeirri óskemmtilegu
reynslu 27. mars síðastliðinn að
bílar þeirra voru rispaðir á bíla-
stæði skólans. Einhverjir
óprúttnir aðilar hafa „lyklað“ bíl-
ana sem kallað er en eins og sjá
má á meðfylgjandi mynd eru þeir
líklega ekki mjög vel að sér í
enskri tungu. Þeir sem hafa upp-
lýsingar um málið eru beðnir að
hafa samband við lögregluna. fr