24 stundir - 08.04.2008, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 24stundir
Eftir Andrés Inga Jónsson
andresingi@24stundir.is
För Ólympíukyndilsins um heim-
inn hefur verið brokkgeng það
sem af er. Meira hefur borið á
mótmælum gegn ástandi mann-
réttindamála í Kína og framferði
kínverskra stjórnvalda í Tíbet en
Ólympíuandanum. Fjöldi mót-
mælenda tók á móti kyndlinum í
London og París og útlit er fyrir
að eins verði á öðrum viðkomu-
stöðum kyndilberanna.
Tugir handteknir í London
Á leið Ólympíukyndilsins í
gegnum London lenti lögreglu
saman við hundruð mótmælenda
á sunnudag. Að minnsta kosti 35
manns þurftu að gista fanga-
geymslur.
Þótt 2.000 lögreglumenn hafi
verið að störfum munaði litlu að
einn mótmælendanna kæmist að
kyndlinum. Stuttu síðar beindu
tveir menn bunu úr slökkvitæki
að kyndlinum.
Þegar hersingin mætti þunga-
miðju mótmælanna gripu skipu-
leggjendur til þess ráðs að koma
kyndilberanum í skjól í strætis-
vagni og keyra framhjá þvögunni.
Slökkt til öryggis í París
Gríðarlegar öryggisráðstafanir
biðu kyndilsins við komuna til
Parísar í gærmorgun. Um 3.000
lögreglumenn fylgdu íþrótta-
mönnunum, en áætlað er að 500
manns hafi tekið þátt í mótmæl-
unum. Af öryggisástæðum var í
þrígang slökkt á kyndlinum þegar
mótmælendur sóttu að honum.
Að endingu var kyndlinum kom-
ið fyrir í strætisvagni, líkt og í
London.
Búist er við frekari mótmælum,
meðal annars í San Fransisco,
þangað sem kyndillinn fer næst.
Logi slökktur
Mótmæli gegn Kína setja stein í götu Ólympíukyndils
© GRAPHIC NEWS
1
2
3
4
5
6
2. apríl
3.
5.
6.
7.
9.
Almaty
Istanbul
St. Pétursborg
London
París
San Francisco
13.
11.
14.
16.
17.
19.
Dar es Salaam
Búenos Aíres
Múskat
Islamabad
Nýja-Delí
Bangkok
8
7
9
10
11
12
21.
22.
24.
26.
27.
28.
29.
Kúala Lúmpúr
Djakarta
Canberra
Nagano
Pjongjang
Seúl
Ho Chi Minh-borg
13
14
15
16
17
18
19
Alþjóðlegt boðhlaup: 137.000 kílómetra leiðangur frá Grikklandi til Peking
25. mars, Ólympía: Stuðningsmenn Tíbets mótmæla þegar loginn er tendraður
6. apríl, London: Lögregla á fullt
í fangi með að halda um 1.000
mótmælendum frá kyndlinum
31. mars, Peking:
Heimsreisa
kyndilsins hefst
7. apríl, París: Lögregla stöðvar
hlaupið og slekkur tímabundið
á Ólympíukyndlinum
9. apríl, San
Francisco:
Aðeins verður
hlaupið í 90 mín.
19. apríl, Nýja-Delí:
Hlaupaleiðin stytt úr 9 km í 3 km.
Fyrirliði landsliðs Indverja í knattspyrnu,
Bhaichung Bhutia, neitar að bera kyndilinn
24. apríl, Canberra: Skipuleggjendur
hlaupsins búa sig undir mótmæli
stuðningsmanna Tíbets
HLAUP MEÐ ÓLYMPÍUELDINN KYNDIR UNDIR MÓTMÆLUM
➤ Ólympíukyndillinn fer víðaum heim áður en hann lýkur
för sinni á Ólympíu-
leikvanginum í Peking.
➤ Mótmæli hafa verið boðuðvíðs vegar á leiðinni.
VÍÐFÖRULL KYNDILL
Umdeildasta styttan á sýningu
austurríska listamannsins Alfred
Hrdlicka hefur verið fjarlægð úr
sýningarsal dómkirkjunnar í Vín-
arborg. Sýnir styttan Jesús og læri-
sveina hans í því sem listamaður-
inn lýsir sem „samkynhneigðu
kynsvalli.“
Sýning Hrdlicka ber yfirskriftina
„Trú, hold og máttur“ og er ætlað
að líta yfir feril listamannsins sem
varð áttræður á dögunum.
Erkibiskup Vínar, Christoph
Schönborn kardínáli, lét safnið
fjarlægja styttuna, sem ætlað er að
sýna síðustu kvöldmáltíðina í spé-
spegli, eftir að samtök kaþólskra
hreyfðu mótmælum.
Kardínálinn sagði þetta ekki vera
ritskoðun, „heldur spurningu um
að sýna tilfinningum þeirra trúuðu
einstaklinga sem gætu móðgast
virðingu.“ aij
Umdeild listasýning í Vínarborg
Síðasta kvöldmáltíðin
tekin úr umferð
Rannsókn bandarískra vísinda-
manna hefur leitt í ljós að ung-
lingar sem hafa sjónvarp í svefn-
herbergjum sínum borði óhollari
mat, stundi minni líkamsrækt og
fái lægri einkunnir
en sjónvarpslausir
jafnaldrar þeirra.
Könnunin tók til
hóps unglinga frá
15 til 18 ára, sem
vísindamönnunum
þykir lítið hafa ver-
ið skoðaður með
tilliti til áhorfsvenja.
„Rannsóknin sýnir að ákveðnir
kostir geta fylgt því að leyfa
barninu sínu ekki að hafa sjón-
varp inni hjá sér,“ segir Daheia
Barr-Anderson. „Foreldrar ættu
að forðast að færa gömul sjón-
vörp í barnaherbergin þegar ný
tæki eru keypt.“ aij
Unglingar rannsakaðir
Neikvæð áhrif
imbakassans
Yfirvöld í Tórínó hafa lagt sláttu-
vélum í tveimur almennings-
görðum bæjarins. Næstu tvo
mánuðina mun sauðfé halda
grasvextinum þar í skefjum.
Hjarðirnar telja um 700 fjár, en
þar á meðal eru 16 nýborin lömb.
Vonast yfirvöld til spara nærri 3,5
milljónir króna með þessu.
Tilraunir voru einnig gerðar með
kýr í fyrrasumar. Þær skiluðu of
mikilli mykju frá sér til að fram-
hald yrði á starfi þeirra. aij
Vorverkin í Tórínó
Sauðfé tekur
yfir sláttinn
Mikið hefur verið rætt um af-
stöðu múslíma til Vesturlanda síð-
ustu árin, en minna verið rannsak-
að. Gallup gaf í gær út bók þar sem
niðurstöður viðtala fyrirtækisins
við 50.000 múslíma frá 35 löndum
voru kynntar.
„Árekstrar á milli múslíma og
Vesturlanda eru fjarri því að vera
óhjákvæmilegir,“ segir Dalia Maga-
hed, einn höfunda bókarinnar.
„Afstaðan er frekar spurning um
stefnu en grundvallarskoðanir. Þótt
mikið sé um andstöðu við Banda-
ríkjunum og Bretlandi, þá segjast
múslímar um allan heim í raun
dást að mörgu því sem Vesturlönd
standa fyrir.“ Þar á meðal eru tján-
ingafrelsi, lýðræði og tæknistig. aij
Gallup kannar hug múslíma
Frekar jákvæðir í
garð Vesturlanda
Fáðu nýja spennukilju senda heim sex sinnum á ári!
645 kr!Fyrsta kiljan á aðeins Hrafninn er nýr kiljuklúbbur hjá Eddu útgáfu sem sendir félögum nýjar
spennusögur sex sinnum á ári. Nýir félagar geta valið milli tveggja
frábærra spennusagna, Ösku eftir Yrsu Sigurðardóttur eða Sjortarans
eftir James Patterson, og greiða aðeins 645 kr. fyrir kiljuna að viðbættu
sendingargjaldi. Auk þess geta nýir félagar Hrafnsins valið eina af sex
öðrum kiljum að gjöf!
Veldu aðra
kiljuna á aðeins
645 kr.
Glæný
kilja!
Glæný
kilja!
... og önnur að gjöf!
Hildur Heimisdóttir, Fréttablaðinu
Skráningar á
edda.is
eða í síma
522-2100
Nýir félagar í Hrafninum geta að
auki valið sér eina af þessum 6
frábæru spennusögum frítt með.
S P E N N U K I L J U R
alm
. verð þú greiðir
Ný spennukilja 1.9
80 kr. 645 kr.
Bók að gjöf 1.8
80 kr. 0 kr.
Sendingargjald
200 kr.
Samtals 3.8
60 kr. 845 kr.
Þú sparar 3.015 kr.
Inngöngutilboð:
170 fm verslunarhús til sölu við
Miðvang í Hafnarfirði. Eign með
mikla möguleika og góð áhvílandi
langtímalán í erlendri myntkörfu
yen/fr.franki. Verslunarhúsnæðið er í
Miðvangi 41 við hliðina á Samkaups-
verslun. Innréttað sem söluturn og
vídeóleiga ásamt öllum innréttingum og tækjum. Flott húsnæði með kerfislofti
og flísalögðum gólfum. Loftræstikerfi, flott lýsing. WC, eldhús, lager, skrifstofa
og salur. Góðir gluggar á framhlið. Verðhugmynd á allan pakkan er kr 45 milj
áhv. lán ca 27 milj. Skipti möguleg.
Hafið samband við Jóhannes í s-6151226
eða á skrifstofu Eignavers í s-5532222
Eggert Sk. Jóhannesson, Jóhannes Eggertsson, Ólafur Thoroddsen hdl.
Fasteignasalan Eignaver
Sími 553-2222 • eignaver.is
Síðumúli 13 • 108 Reykjavík
Til sölu eða leigu – Laust strax
170 fm verslunarhúsnæði