24 stundir - 08.04.2008, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 24stundir
Sérfræðingar
í saltfiski
466 1016
- Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu
- Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar
- Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur
- Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta
www.ektafiskur.is
pöntunarsími:
frumkvöðlafyrirtæki ársins - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood
Opnunartími – Mán.-fös. 11-18, lau. 11-14
Hamraborg 7 Kópavogur Sími 544 4088 www.ynja.is
Ný sending af aðhaldsvörum
frá Vanity Fair,
Queen Latifah notar þessi
Verð 5.290
Einnig samfellur
og aðhaldsbolir
Útsölustaðir: Nana Hólagarði, Esar Húsavík, Smart Vestmannaeyjum,
Pex Reyðarfirði, Efnalaug Vopnafjarðar, Heimahornið Stykkishólmi
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Ólafur Þ. Stephensen
Björg Eva Erlendsdóttir
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is,
Prentun: Landsprent ehf.
Á tímum eins og nú fara í hönd, þar sem boðaðar eru hækkanir á marg-
víslegri vöru og þjónustu, skiptir virkt aðhald samkeppnisyfirvalda með
viðskiptaháttum á markaðnum neytendur miklu máli.
Það er þess vegna traustvekjandi að Samkeppniseftirlitið hefur sent frá
sér tilkynningu og varað forsvarsmenn fyrirtækja og samtaka fyrirtækja
við að stofnunin fylgist með því að opinber umfjöllun af þeirra hálfu um
verðhækkanir feli ekki í sér beina eða óbeina hvatningu til verðhækkana.
Samkeppniseftirlitið bendir líka fyrirtækjum og neytendum á að hægt
sé að koma ábendingum um verðbreytingar á framfæri við eftirlitið á
vefnum. Það er sömuleiðis gott að fólk viti af þeim möguleika.
Það skiptir auðvitað miklu máli við þessar aðstæður sem endranær að
nægilega vel sé búið að Samkeppniseftirlitinu, þannig að afgreiðsla mála
þar dragist ekki úr hömlu. Í helgarblaði 24 stunda birtust athyglisverðar
upplýsingar um málshraða hjá stofnuninni. Þar kemur m.a. fram að Sam-
keppniseftirlitið afgreiddi fleiri mál frá sér en árið á undan og málum sem
voru eldri en tveggja ára fækkaði verulega. Engu að síður voru fleiri mál
óafgreidd í lok árs 2007 en ári fyrr.
Það er gríðarlega mikilvægt að Samkeppniseftirlitið geti unnið málin
hratt. Það skiptir máli fyrir neytendur að stofnunin geti gripið snemma
inn í, ef grunur leikur á að fyrirtæki brjóti samkeppnislögin. Þótt fyrirtæki
séu oft sektuð á endanum fyrir brot á samkeppnislögum sjá neytendur
ekkert af þeim peningum; því hefur jafnvel verið haldið fram að fyrirtækin
neyðist til að velta sektunum út í verðlagið.
Það skiptir sömuleiðis þau fyrirtæki, sem eru til
rannsóknar, miklu máli að fá sem fyrst niðurstöðu í
rannsókn samkeppnisyfirvalda. Það á ekki sízt við ef
fyrirtæki eru ranglega grunuð um brot á samkeppn-
islögum. Þau eiga að sjálfsögðu heimtingu á því að
hið rétta í málinu sé upplýst sem fyrst.
Þess vegna er ástæða til að gefa gaum ummælum
Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlits-
ins, um að fjölga þurfi enn starfsmönnum hjá stofn-
uninni til að flýta rannsókn mála. Það kostar eitthvað
en dregur úr þeim kostnaði sem neytendur og at-
vinnulíf hafa af brotum á samkeppnislögum.
Aðhald sam-
keppniseftirlits
SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST
Er skynsamlegt að hafa 10-11
verslunina í Austurstræti opna
allan sólarhring-
inn? Þessi
spurning vaknar
í framhaldi af
árásinni á af-
greiðslumanninn
þar um helgina.
Það má vel vera
að ástæða sé til
að hafa ein-
hverjar verslanir opnar í 24
tíma. En er endilega víst að
slíkar verslanir séu best stað-
settar í miðborginni, þar sem
næturviðskiptavinir, a.m.k. um
helgar, eru margir hverjir kófd-
rukknir og útúrdópaðir?
Býður slíkt ekki hættunni
heim?
Guðmundur Magnússon
gudmundurmagnusson.blog.is
BLOGGARINN
Skynsamlegt?
Annars virðist Alþingi að hluta til
vera ferðaklúbbur. Á tíma int-
ernets og fjar-
fundarbúnaðar
hlýtur að vera
hægt að draga úr
öllum þessum
ferðalögum. Ráð-
herrar rík-
isstjórnarinnar
ganga nú undan
með vondu for-
dæmi og fljúga á einkaþotum út
og suður. Rekstur ríkisins hefur
bólgnað út á síðustu árum. Þessi
dæmi skipta kannski ekki sköp-
um fyrir hann. En við megum
ekki gleyma því að fólkið í land-
inu þarf að standa undir þessu
öllu. Það eru skattpeningar þeirra
sem eru notaðir í þetta.
Egill Helgason
eyjan.is/silfuregils
Ferðaklúbbur
Nú berast þær fréttir að Geir
Haarde og Björgvin G. Sigurðs-
son séu farnir til
Norður-
Svíþjóðar á Norð-
urlandafund með
einkaþotu, svo
þeir missi ekki úr
vinnunni! Ég hef
skilning á vinnu-
tapsrökunum en
skyldu þeir gera
eitthvert gagn hér heima á þeim
tíma sem er sagður sparast við að
nota einkaþotuna?
Hefðu þeir slegist við verðbólg-
una? Nota þeir tímann (vonandi)
í þægilegum sætum einkaþot-
unnar til að undirbúa aðgerðir til
að efla hag heimila landsins í dýr-
tíðinni?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
ingolfurasgeirjohannesson.blog.is
Þotuliðið á ferð
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@24stundir.is
Það er vel þekkt að omega-3 fitusýrur,
eins og finnast í mestum mæli í sjávar-
fangi, hafa áhrif á þroska tauga og heila, eða uppbygg-
ingu miðtaugakerfisins. Þess vegna er ánægjulegt að
dagblaðið 24 stundir hafi sl. laugardag birt nið-
urstöður rannsóknarhóps við Harvardháskóla sem
sýndi að börn kvenna sem borða fisk oftar en tvisvar í
viku á meðgöngu hafa mælst með meiri vits-
munaþroska en önnur börn. Hér á landi eru gefnar
opinberar ráðleggingar um mataræði á meðgöngu þar
sem meðal annars er mælt með fiskneyslu að minnsta
kosti tvisvar í viku, eins og reyndar er gert fyrir allan
almenning. Einnig er hérlendis ráðlagt að taka teskeið
af lýsi daglega og þá er átt við þorskalýsi. Í umræddri
vísindagrein, sem birtist í American Journal of Epi-
demiology, er þess getið að Bandaríkjamenn hafa ver-
ið hræddir við mengunarefni sem fylgja sjávarfangi
og safnast fyrir í feitum fiski ofarlega í fæðukeðjunni,
eins og túnfiski, hákarli, sverðfiski og stórlúðu. Þessi
hræðsla er ekki óeðlileg. Rannsóknarstofa í næring-
arfræði hefur birt hérlendar niðurstöður um fisk- og
lýsisneyslu á meðgöngu, meðal annars í sama vísinda-
tímariti og bandaríski hópurinn. Jákvæð heilsufarsleg
áhrif sáust af fisk- og lýsisneyslu hérlendis. Hár dag-
legur skammtur af lýsi, umfram það sem ráðlagt er,
tengdist hins vegar neikvæðum heilsufarsáhrifum
eins og háþrýstingi á meðgöngu, einnig þegar tekið
var tillit til annarra áhrifaþátta. Algengur fiskur eins
og þorskur, ýsa, smálúða, silungur og lax, er hollur
matur fyrir barnshafandi konur og aðra. Fisk- og lýs-
isneysla hefur minnkað hérlendis og sérstaklega hefur
notkun ungra landsmanna á þessum
hágæðavörum minnkað alvarlega
mikið. Því þarf að breyta og snúa
þróuninni við, en fiskur og mátuleg
lýsisneysla með omega-3 fitusýrum
og D-vítamíni hefur margþætt já-
kvæð áhrif á heilsuna. Það er merki-
legt að 24 stundir setji umrædda frétt
á forsíðu en það er óvenjulegt að nið-
urstöður vísindarannsókna séu birtar
á þeim vettvangi hér á landi.
Höfundur er prófessor í H.Í
og formaður Manneldisráðs
Merkileg frétt á forsíðu
ÁLIT
Inga
Þórsdóttir
ingathor-
@landspitali.is