24 stundir - 08.04.2008, Side 13

24 stundir - 08.04.2008, Side 13
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 13 Mörgum hefur fundistfyndið hvernig sumirSamfylk- ingarmenn reyna af veikum mætti að verja einkaþotuflug Ingibjargar Sól- rúnar og Geirs Haarde. Það skýtur því svolítið skökku við að lesa leið- ara Marðar Árnasonar á heimsíðu Samfylkingarinnar. Mörður telur nefnilega að þetta sé mesta PR- klúður sögunnar og gagnrýnir að ekki hafi verið upplýst hversu mikið einkaþotuferðin hafi kostað ríkið. „Almenningur á heimtingu á því að vita um kostnað við þessa ferð, sem og hverjar þær aðrar sem farnar eru í hans nafni. Heiðursmannasamkomulagið svokallaða er líka alveg á skjön við nútímaaðferðir við almanna- tengsl,“ segir Mörður og bendir á að þetta mál hafi yfirgnæft tíð- indin af NATO-fundinum í Búk- arest. Siv Friðleifsdóttir greinir fráþví á heimasíðu sinni aðhún sé á leið til útlanda til að sitja norræna fundi um hnattvæðingu. Á meðan mun Samúel Örn Erlingsson, fyrrverandi íþrótta- fréttamaður, sitja á Alþingi. Sam- úel er að koma nýr inn og verður gaman að fylgjast með því hvort íþróttir eigi eftir að koma við sögu í jómfrúarræðu hans. Varamenn hafa fengið góðan séns í vetur að komast á þing því ferðagleði þing- manna og ráðherra hefur sjaldan verið jafnmikil og nú. Össur Skarphéðinsson varstaddur í Jemen í gær.Síðdegis sendi iðn- aðarráðuneyti hans frá sér tilkynn- ingu þess efnis að samningur um rannsóknir vegna 100 MW jarð- hitavirkjunar hafi verið undirritaður milli rafveitu Jem- ena og hins umdeilda fyrirtækis REI. 25 mínútum síðar barst hins vegar leiðrétt tilkynning þar sem samningurinn var orðinn að vilja- yfirlýsingu. Þar gæti hafa spilað inn í að Kjartan Magnússon, stjórnarformaður REI, hefur neit- að að skrifað yrði undir samninga í ferðinni enda flestir kollegar hans í borgarstjórnarflokki Sjálfstæð- isflokks á því REI eigi ekki að eyða skattpeningum erlendis. elin@24stundir.is/thordur@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Hlutfallslega færri háskólamennt- aðir einstaklingar stunda frum- kvöðlastarf hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þetta hefur mælst í fjölþjóðlegri rannsókn á frumkvöðlastarfsemi sem Háskólinn í Reykjavík hefur tekið þátt í síðan árið 2000. Að vísu voru einungis 15% starfsmanna í ís- lensku atvinnulífi með háskólapróf um aldamót sem var mun lægra hlutfall en í samanburðarlöndun- um. Á undanförnum áratug hafa orðið breytingar á þessu og háskóla- starfsemi stóreflst með aukinni áherslu á háskólamenntun og rann- sóknir, auknu fjármagni ríkis og einkaaðila og tilkomu háskólalaga frá 1997 og 2006. Nú er svo komið að um 22% einstaklinga í atvinnu- lífinu eru með háskólamenntun og því líklegt að fleiri háskólamennt- aðir verði í röðum íslenskra frum- kvöðla á komandi árum. Á undan- förnum árum hafa háskólar lagt æ ríkari áherslu á tengsl við atvinnu- lífið og þá frumkvöðlastarfsemi sem skilar sér í uppbyggingu þess. Áhersla á nýsköpun varðaði t.d. veg- inn í uppbyggingu HR og kastljós- inu var beint að frumkvæði og verk- legri nýsköpunarkennslu með því markmiði að allir útskrifaðir nemar úr HR kynnu að búa til fyrirtæki og skapa störf. Um þessar mundir á sér stað merkilegt grasrótarstarf í ís- lenskum háskólum á vegum fyrir- tækisins Innovit sem í byrjun árs hrinti af stað frumkvöðlasamkeppni háskólanema um Gulleggið 2008. Innovit var stofnað árið 2007 af nokkrum háskólanemum og hefur það að meginmarkmiði að auka þátt háskólamenntaðra einstaklinga í frumkvöðlastarfsemi á Íslandi og stuðla að fjölgun sprotafyrirtækja í þekkingariðnaði. Um 100 hópar nemenda úr öllum háskólum lands- ins tilkynntu þátttöku, keppendur fengu leiðsögn og þróuðu viðskipa- hugmyndir sínar. Þetta fyrirkomu- lag keppninnar er að fyrirmynd frá MIT-háskólanum í Bandaríkjunum. Alls komust 10 frumkvöðlateymi í úrslit og á laugardaginn 12. apríl verður sigurvegurunum afhent Gulleggið. Marktækur munur mælist milli velgengni sprotafyrir- tækja sem fara í gegnum frum- kvöðlakeppni MIT-háskólans sam- anborið við önnur fyrirtæki. Því sjá fjárfestar sér hag í að leggja sprota- fjármagn í fyrirtækin sem spretta úr keppninni. Vonandi gerist það einn- ig í tengslum við Innovit-frum- kvöðlakeppnina þótt reynslan hér á landi gefi ekki tilefni til mikillar bjartsýni því sárlega hefur skort sprotafjármagn. Þessu þarf að breyta því áframhaldandi uppbygg- ing íslensks atvinnulífs veltur á því að hér takist að skapa umhverfi þannig að efnileg nýsköpunar- og sprotafyrirtæki sem byggja á hugviti og þekkingu laði að sér sprotafjár- festa sem eru reiðubúnir að taka áhættu og miðla jafnframt af reynslu sinni. Lausnin er fólgin í einkaframtaki. Í Bandaríkjunum er fjárfesting athafnamanna, svokall- aðra viðskiptaengla sem búa yfir þekkingu, reynslu og tengslum, stærsta einstaka auðlindin þegar kemur að fjármögnun sprotafyrir- tækja. Á sama tíma þarf hið opin- bera að tryggja hagstæðan laga- ramma og hvetjandi umgjörð og hafa Bretar t.d. farið þá leið að virkja efnaða athafnamenn í gegnum skatta- og sjóðakerfið. Hvarvetna má sjá jákvæð nýsköpunarteikn á lofti sem vert er að fagna, auk frum- kvöðlakeppni Innovit hélt Seed For- um ráðstefnu í sl. viku þar sem ís- lensk sprotafyrirtæki voru kynnt fyrir fjárfestum og í mars var haldin námstefna um konur, fjármagn og rekstur fyrirtækja. Þar voru konur beinlínis hvattar til að fara fyrir fé og stofna fyrirtæki. Nýlega kynnti rík- isstjórnin lækkun tekjuskatts fyrir- tækja auk þess sem áhersla á há- skólamenntun, rannsóknir og þróun mun enn aukast á komandi árum. Ég óska aðstandendum og þátttakendum í Innovit-frum- kvöðlakeppninni til hamingju með framtakið og hvet þá til dáða sem geta breytt þekkingu, sýn og hugviti í áþreifanleg verðmæti og framtíð- arstörf sem leggja grunn að hagsæld okkar og velferð í framtíðinni. Höfundur er alþingismaður. Frumkvöðlakeppni háskólanema VIÐHORF aGuðfinna S. Bjarnadóttir Á und- anförnum ár- um hafa há- skólar lagt æ ríkari áherslu á tengsl við atvinnulífið og þá frumkvöðla- starfsemi sem skilar sér í uppbyggingu þess. Komdu til okkar, taktu með eða borðaðu á staðnum Alltaf góð ur! Kjúklingastaðurinn Suðurveri Nú er orðin n stór Brúðarblað Auglýsingasímar: Katrín Laufey 510 3727 kata@24stundir.is Kolbrún Dröfn 510 3722 kolla@24stundir.is Sérstakt brúðar- blað fylgir með 24 stundum föstudaginn 11. apríl. Rætt verður við verðandi brúð- hjón og hjón sem hafa verið gift lengi og rifja upp brúðkaups- daginn. Spurt er hvort stóru brúðkaupsveislurnar séu að víkja fyrir litlum, fámennum veis- lum? Við fjöllum um sveitabrúðkaup og giftingu hjá sýslumanni. Nýjustu brúðarkjólarnir, terturnar og hver eru vinsælustu lögin í brúðkaupum? 11. apríl Hafðu samband og fáðu gott pláss fyrir auglýsinguna þína Það verður fjölbreytt og skemmtilegt efni í brúðarblaði 24 stunda. Um er að ræða litla íbúð á neðstu hæð. Er í dag stúdíó með eldhúsaðstöðu og sér baðher- bergi með sturtu. Svo er sérher- bergi með eldhúsaðstöðu og aðgangi að snyrtingu á gangi og sturtuaðstöðu í þvottahúsi. Ís- skápar eru í báðum einingunum og eldavélarhelllur. Fataskápur er í herbergi en fatahengi í stúdíó. Frábær útleigukostur. Flott staðsetning. Göngufæri í miðbæinn og alla þjónustu og skóla. Verð 15,5 millj. Laust strax. Hafið samband við Jóhannes í síma 615 1226 eða á skrifstofu Eignavers s-5532222 Eggert Sk. Jóhannesson, Jóhannes Eggertsson, Ólafur Thoroddsen hdl. Fasteignasalan Eignaver Sími 553-2222 • eignaver.is Síðumúli 13 • 108 Reykjavík Fasteignasala Eignaver kynnirUNIVERSALC O N T O U R W R A P TM Með Universal líkamsvafningi missir þú í minnsta lagi 16 cm í hvert skipti. Fljótlegur árangur sem skilar sér strax. Hverju hefur þú að tapa? Stórhöfða 17, 110 Reykjavík Sími: 577 7007 líkamsvafningur Grennandi

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.