24 stundir - 08.04.2008, Síða 18
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@24stundir.is
„Við förum átta eða níu saman
vinnufélagar og gamlir vinir á
snjósleða og förum oft í dagsferðir
en í vetur höfum við líka farið fjór-
um sinnum og gist,“ segir Arn-
bergur. Hópurinn er nú nýlega
kominn úr dagsferð þar sem farið
var upp á Lyngdalsheiði, inn með
Tindaskaganum og inn undir
Hagavatn og áð í skálanum Kidda-
koti. Þaðan héldu menn síðan
áfram förinni inn í Jarlhettur en
ferðinni til baka var heitið inn
undir Geitlandsjökul, þaðan niður
í Tjaldafell og loks niður á heiðina
aftur.
GPS-tækið ómissandi
„Það hentar okkur bílstjórum
mjög vel að geta nýtt veturinn í
áhugamál eins og þetta því að í
vinnunni er okkar vertíð að byrja
núna í apríl og maí og eftir það
höfum við engan tíma til að leika
okkur, enda stendur vertíðin langt
fram á haust,“ segir Arnbergur.
Hann byrjaði fyrst að fara á snjó-
sleða sem peyi en tók upp þráðinn
aftur fyrir tæpum áratug og hefur
stundað sportið af krafti síðan. Í
dagsferðir segir Arnbergur að viss-
ara sé að taka með sér aukabensín
og mat, hrossakjöt sé vinsælt þegar
gist er og stundum séu líka grilluð
heilu lambalærin. Síðan sé GPS-
tækið algjörlega nauðsynlegt.
Flestir eru félagarnir á öflugum
fjallasleðum sem eru 8 til 900 kú-
bika sleðar.
Útivera og félagsskapur
„Þetta er sport sem er má segja
jafn hættulegt og það er skemmti-
legt og borgar sig að fara varlega.
Snjóblindan er mjög slæm og
hætturnar leynast víða eins og
sýndi sig nýlega þegar vanur vél-
sleðamaður lét lífið. En fyrir utan
hætturnar fylgir vélsleðunum gríð-
arlegt frelsi enda getur maður ver-
ið kominn upp á fjallatoppa á
nokkrum mínútum og notið það-
an ótrúlegs útsýnis. Útiveran,
tækjadellan og félagsskapurinn er
það sem þetta snýst um,“ segir
Arnbergur.
Á ótroðnar slóðir
Hópurinn hefur farið víða um
Suðurlandið á ferðum sínum, t.d.
yfir Mýrdalsjökul inn á Mælifells-
sand og gist í Strút auk þess sem
farið hefur verið inn í Kerling-
arfjöll, á Hveravelli og á Langjökul.
Menn hyggja nú á að feta ótroðnar
slóðir norður eða vestur, en á
stefnuskránni er að fara þangað í
vor. „Það er mikill snjór á hálend-
inu og við leggjum sleðanum ekki
fyrr en í lok maí enda er besti tím-
inn og veðrið framundan,“ segir
Arnbergur.
Færibandafélag Þróttar nýtir helgarnar á vélsleðum
Góður árstími til að
sinna áhugamálunum
➤ Færibandafélagið Þrótturhefur farið um mestallt Suð-
urland á snjósleðum.
➤ Vetrartíminn hentar vörubíl-stjórum vel til að sinna
áhugamálum sínum.
➤ GPS-tækið er ómissandi oghrossakjöt má ekki skilja eftir
heima þegar farið er í lengri
ferðir.
FERÐIRArnbergur Ásbjörnsson
starfar sem vörubílstjóri
en um helgar geysist
hann um á snjósleða
ásamt nokkrum sam-
starfsfélögum sínum.
Hópurinn sem kallar sig
Færibandafélag Þróttar
hefur farið víða.
Útiveran, tækjadellan og
félagsskapurinn Er það
sem málið snýst um.
18 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 24stundir
Sagan á bak við svissneska fyr-
irtækið Freitag hófst þegar tveir
bræður, grafískir hönnuðir og
mótorhjólamenn, bjuggu við hlið-
ina á aðalhraðbraut vörubíla í Zu-
rich. Þá datt þeim í hug hvort ekki
mætti endurnýta hluti úr ónýtum
farartækjum til að hanna skemmti-
lega hluti.
Töskur úr gömlum loftpúðum
Það varð úr að bræðurnir
ákváðu að hanna töskur úr not-
uðum yfirbreiðslum yfir trukka,
gömlum öryggisbeltum, slöngum
úr reiðhjólum og notuðum loft-
púðum. Þannig notuðu þeir það
sér til innblásturs að horfa á trukka
hrannast upp á hraðbrautinni á
hverjum degi, nokkuð sem mörg-
um gæti frekar þótt niðurdrep-
andi. Þeir byrjuðu á því að fram-
leiða nokkrar töskur fyrir sjálfa sig
til að prófa. Þetta var árið 1993 en í
dag er hægt að kaupa handtöskur,
veski, bakpoka og tölvutöskur frá
Freitag svo eitthvað sé nefnt. Tösk-
urnar hafa slegið í gegn enda eru
engar tvær eins og þykja þær því
skera sig úr. Þær eru má segja óslít-
andi og algjörlega vatnsheldar.
Handunnar vörur
Efnið í hverja og eina tösku frá
Freitag er handsniðið og hún síðan
útsaumuð með endurunnum
aukahlutum á borð við loftpúða
eða hjólaslöngur. Yfirbreiðslurnar
eru keyptar af trukkafyrirtækjum
víða um Evrópu og því fylgst
grannt með því þegar þau end-
urnýja bílaflotann. Því litríkari og
skrautlegri sem yfirbreiðslurnar
eru því betra.
Seldar víða um heim
Freitag verslanir eru nú reknar í
Sviss og Þýskalandi en vörurnar
eru einnig til sölu víða um heim,
til að mynda í Bandaríkjunum og
Japan. Heimasíða fyrirtækisins er
http://www.freitag.ch/shop/
FREITAG/page/frontpage/detail.jsf
en þar má meðal annars sníða
saman sína eigin tösku.
maria@24stundir.is
Nærri óslítandi töskur úr yfirbreiðslum
Freitag slær í gegn
„Það er þreytandi að þurfa að
píra augun en það hvílir augun og
hlífir sjón að hafa góð sólgleraugu
með gleri sem síar sólargeislana
vel,“ segir Kristín Sigurðardóttir
hjá Auganu í Kringlunni. „Ég fæ
mikið af bílstjórum til mín og þá
vantar gleraugu sem eru ending-
argóð og auka öryggi þeirra í
akstri. Ég mæli þá oft með Ray-
Ban en þau eru afar vönduð sól-
gleraugu og merkið auðvitað frem-
ur þekkt. Ray-ban hafa verið fram-
leidd síðan árið 1937 þannig að
framleiðsla þeirra er byggð á
reynslu. Að auki er auðvelt að fá í
þau varahluti ef þau gefa eitthvað
undan.“
Ray-Ban gleraugu framleidd síðan 1937
Sólgleraugu fyrir sumarið
VIÐ FJÁRMÖGNUM
ÞAÐ SEM UPP Á VANTAR!
Ertu að spá í atvinnutæki?
Nýttu þér upplýsingar og reiknivélar á
www.gf.is eða hafðu samband við ráðgjafa
okkar í síma 440 4400.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
7
2
3
5