24 stundir - 08.04.2008, Side 20

24 stundir - 08.04.2008, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 24stundir Eftir Svanhvít Ljósbjörgu svanhvit@24stundir.is Sigurður Hafsteinsson hefur ekið vörubíl í rúmlega fimmtán ár og þar af um níu ár erlendis, sem hann segir gjörólíkt því að keyra vörubíl á Íslandi. „Ég flutti til Danmerkur árið 1996 en þá var ekkert voðalega bjart ástand hér heima. Fyrst um sinn keyrði ég mestmegnis innan Danmerkur, með hefðbundinn varning til verslana og fleira í þeim dúr. Síð- an fór ég að keyra til Ítalíu, Sviss og Þýskalands með fisk, kjötmeti og annað. Framkoma fólks þar er ótrúleg og það er komið fram við atvinnubílstjóra eins og hunda. Þegar atvinnubílstjóri fer til Ítalíu og sérstaklega Austurríkis er ekki litið á hann og hann er algjörlega hunsaður. Það er til dæmis mjög erfitt að komast í gegnum Sviss en það eru ömurlegustu landa- mæri sem maður fer í gegnum á vörubíl. Það eru svo gríðarlega miklar kröfur að það er nauðsyn- legt að fylla heila bók af upplýs- ingum til þess eins að komast áfram.“ Beið heila helgi í Austurríki Sigurður segist hafa lent í ýmsu fáránlegu í ferð sinni um Evrópu á vörubíl. „Eitt sinn sat ég heila helgi á milli jóla og nýárs á bensínstöð í Austurríki. Það má ekki keyra í Austurríki eftir klukkan tíu á föstu- dagskveldi til tíu á sunnudagskveldi. Ef maður er ekki kominn út úr landinu þá verður maður bara að drepa á og bíða vegna mengunarlag- anna. Það hefði líka getað farið illa í fyrstu ferð minni til Austurríkis en ég fór bara af stað með kortabók og olíukort. Þegar ég kom til baka átt- aði ég mig á að ég hefði átt að borga tolla við ákveðin landamæri en ef lögreglan hefði tekið mig þá hefði ég fengið mjög háa sekt fyrir það, sennilega um 40 þúsund krónur fyr- ir hvern dag sem ég var ólöglega í landinu,“segir Sigurður og rifjar upp aðra forvitnilega ferð sem hann fór í. „Ég keyrði einu sinni nautakjöt frá Danmörku til Ítalíu þar sem það fór í kjötvinnslustöð. Í stöðinni var kjötið hakkað niður í hamborgara sem við keyrðum svo til baka til Danmerkur.“ Mikill munur á vegunum Aðspurður hvort það sé mikill munur á vegum á Íslandi og erlendis segir Sigurður svo vera. „Sem betur fer keyri ég framdrifsbíl hér heima þar sem vegirnir eru mjög slæmir. Hér eru vegirnir eins og sveitavegir úti í heimi. Þegar ég var á Ítalíu voru vegirnir ekkert sérstakir en samt mun betri en hér heima,“ segir Sig- urður sem hefur ákveðnar skoðanir á hvíldartíma bílstjóra. „Þetta er Evrópuregla sem Íslendingar tóku upp og hún á mjög vel við í Evrópu þar sem menn keyra mikið. Stund- um var ég að keyra í 12-14 daga úti en þá keyrði maður í 4 ½ tíma í senn. Þetta passaði ákkúrat með tvo menn í bílnum því eftir daginn stoppuðum við og sváfum í átta tíma. Aftur á móti er ekki keyrt svona langt hér. Vissulega er allt í lagi að hafa eitthvað aðhald að mönnum en samt finnst mér mjög heimskulegt að apa upp þessar Evr- ópureglur. Hérna stoppa menn þeg- ar þeir eru þreyttir.“ Þrátt fyrir að Sigurður sé sáttur við dvöl sína úti segist hann ekki hafa áhuga á að flytja aftur út og vinna. „Þetta er orðinn allt annar markaður og margt hefur breyst. Þrátt fyrir það þá var þetta alltaf mjög þægileg og góð keyrsla og það er mjög gott að keyra svona stóra bíla í Danmörku og Evrópu. Þar er gert ráð fyrir að maður geti stoppað og hvílt sig auk þess sem vegirnir eru beinir og slétt- ir.“ 24stundir/Kristinn Sigurður Hafsteinsson ók vörubíl í níu ár víðsvegar um Evrópu Vegir á Íslandi líkjast sveitavegum í Evrópu ➤ Á rúmlega fimmtán ára ferlihefur Sigurður keyrt steypu- bíl, vörubíl, kranabíl, venju- legan flutningabíl og fleiri tegundir vörubíla. ➤ Á níu árum í Danmörku vannSigurður við akstur hjá fjór- um fyrirtækjum. ➤ Sigurður segir að helsti kost-ur starfsins úti hafi verið það tækifæri sem hann fékk til að skoða heiminn á launum. MAÐURINNÞað hafði lengi blundað í Sigurði Hafsteinssyni að vinna við akstur erlendis og í níu ár ók hann víðs- vegar um Evrópu. Hann segir að gott hafi verið að aka um Evrópu en þó hafi viðmót fólks stundum verið neikvætt. Sigurður Hafsteinsson: „Það er mjög gott að keyra svona stóra bíla í Dan- mörku og Evrópu, vegirnir eru beinir og sléttir.“ VERKTAKAR - VINNUVÉLAEIGENDUR Vantar ykkur með stuttum fyrirvara varanlegar byggingar fyrir verkstæði eða vélageymslur, sem fljótlegt er að reisa. Viðhaldsfríar með 20-30 ára ábyrgð KYNNIÐ YKKUR SPRUNG: www.sprung.com BMB KAUP ehf. Smiðjuveg 4A, símar 564-3220 - 894-3836 UPPLÝSINGAR O is ing Mjódd                        Næsta námskeið hefst 11. apríl n.k. www.kistufell.com Vantar þig varahluti í ameríska bíla ? VÉLAVERKSTÆÐIÐ VARAHLUTAVERSLUN kistufell@centrum.is Tangarhöfða 13 Sími 577 1313 Við sérpöntum fyrir þig

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.