24 stundir - 08.04.2008, Page 21
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 21
„Mér þykja siðferðilegar hliðar á
mótmælum síðustu daga nokkuð
augljósar og dettur þá kannski
helst í hug orðið tvískinnungur eða
athyglisverður mismunur á hvern-
ig mótmælum er tekið eftir því
hverju er verið að mótmæla,“ segir
Sigurður Kristinsson, deild-
arforseti félagsvísinda- og laga-
deildar Háskólans á Akureyri. T.d.
hafi mótmæli gegn virkjanafram-
kvæmdum verið töluverð og þau
farið fram með friðsamlegum
hætti sem ekki hafi skapað neina
hættu en þeim hafi hins vegar ver-
ið mætt með talsverðri hörku og
viðbúnaði frá lögreglu, auk þess
sem umræðan í samfélaginu hafi
verið sú að hart þyrfti að taka á
málunum.
Hættulegar og róttækar
„Nú, þegar háu bensínverði er
mótmælt, er það hins vegar gert
með mun hættulegri og róttækari
aðferðum. Umferðaræðar eru
stíflaðar þannig að fólk kemst ekki
á spítala og umhverfis- og hljóð-
mengun sem af þessu stafar er
mikil. Á sama tíma eru viðbrögðin
mun mildari en afar sennileg
skýring á því er sú að þetta sé eitt-
hvað sem allur þorri fólks taki
nærri sér þar sem einkabíllinn
skipi jú stóran sess hér á landi,“
segir Sigurður.
Að frönskum sið
Frakkland kemur upp í hugann
þegar talað er um mótmæli enda
mikil hefð fyrir slíku þar í landi.
Sigurður segir að sér þyki ekki
ósennilegt að slíkar aðgerðir muni
færast í vöxt hér á landi. „Fólki of-
býður af siðferðilegum ástæðum
gagnvart náttúrunni og komandi
kynslóðum, eða þegar það kemur
beinlínis við pyngjuna,“ segir Sig-
urður aðspurður hvort ákveðnir
þættir í samfélaginu geti rutt af
stað hrinu mótmæla.
Tvískinnungur í garð mótmælenda
Fer eftir hverju er mótmælt
24stundir/JúlíusMótmæli vörubílstjóra Hafa skapað nokkurn usla á götum
borgarinnar upp á síðkastið.
Margir kjósa að skreyta trukkinn
með límmiðum. Ýmis konar skila-
boð í gamansömum tón má finna
á slíkum límmiðum, meðal annars:
Ég gerði húsið barnhelt en samt
komast þau inn! Eða: Byssur drepa
ekki fólk heldur bílstjórar sem tala
í símann undir stýri. Eða þá: Fjórir
af hverjum þremur eiga erfitt með
tugabrot. Öllu gamni fylgir þó
nokkur alvara og sumt fyndnara en
annað á þessum miðum.
Fyndnir lím-
miðar á bílinn
Sjálfsagt reka margir ökumenn
upp stór augu þegar þeir sjá jafn
litríkan trukk á götum úti. Ekki er
mikið um slíka trukka hér á landi
en kannski einhver sem vildi taka
sér slíkt til eftirbreytni? Þessi
trukkur er eins og stór bókahilla á
hjólum. Til eru ýmiss konar aðrar
útfærslur af slíkum trukkum út-
færðar á sama hátt. Gæti verið til-
valin hugmynd til að lífga upp á
gömlu, góðu bókabílana.
Litrík bókahilla
á hjólum
Það getur verið erfitt að halda
drykkjum, nesti og öðru sem þarf
að hafa meðferðis köldu, sér-
staklega þegar sól tekur að hækka á
lofti. Þetta box rúmast auðveldlega
í bílnum og opnast á tveimur stöð-
um þannig að auðvelt er að nálgast
drykki og það sem þarf að hafa við
höndina þannig að það megi nálg-
ast meðan keyrt er. Rúmgott box
þar sem allt það nauðsynlegasta
kemst haganlega fyrir.
Handhægt
kælibox í bílinn
Þarftu að
ná í gegn?
Panasonic borvélarnar hafa allt sem til þarf. Kraftinn, öryggið,
þægindin. Þær eru léttar, nettar, með einstakt jafnvægi og
fara vel í hendi. Ný hönnun tryggir stöðugleika og aukinn
slagkraft. Byltingarkenndar rafhlöðurnar endast enn lengur en
áður og hleðslan tekur skamman tíma.
Skútuvogi 1c
104 Reykjavík
Sími 550 8500
Fax 550 8510
www.vv.is
ÞYNGD: 1,6 kg HLEÐSLUTÍMI: 50 mín NOTAGILDI: HVAÐ SEM ER
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
5
2
7
2