24 stundir - 08.04.2008, Page 24

24 stundir - 08.04.2008, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 24stundir Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Sturla Jónsson, sem hefur farið fyrir mótmælum flutningabílstjóra á veg- um úti undanfarna daga, segir barátt- una fyrir lægra eldsneytisverði ekki vera óvinnandi. „Við munum halda áfram að mótmæla þangað til komið verður til móts við okkar kröfur. Við höfum talað fyrir daufum eyrum og ráðamenn virðast ætla að humma þetta af sér og vilja ekki gera neitt. En við höfum fundið fyrir miklum stuðningi almennings sem er líka orð- inn langþreyttur á þessu háa verði,“ segir hann og nefnir sem dæmi öku- menn sem urðu fyrir töfum á Reykja- nesbrautinni á leið til Keflavíkur fyrir helgina. „Ég gekk á milli bíla og spurði fólk hvort það styddi okkur ekki örugglega í þessum aðgerðum. Alltaf var svarið það sama; Þetta veldur okk- ur vissulega óþægindum akkúrat núna en við styðjum ykkur samt.“ Gríðarlegur kostnaður Hátt eldsneytisverð bitnar mjög á eigendum venjulegra fólksbíla en fyrir menn sem reka flutningabíla og stór- virkar vinnuvélar er það margfalt dýr- keyptara. Sem dæmi má nefna að eldsneytiskostnaður fyrir beltagröfuna sem Sturla keyrir nemur að jafnaði um 25 til 30 þúsund krónum á dag, en getur farið upp í 40 til 45 þúsund krónur á dag ef hún er í mjög þung- um flutningum. Þá eyðir stóri flutn- ingabíllinn hans eldsneyti fyrir um 850.000 krónur á mánuði. „Við hverja krónu sem eldsneytisverðið hækkar stóreykst kostnaðurinn við rekstur flutningabíla og vinnuvéla og um leið fær ríkið meira í sinn hlut. Virð- isaukaskatturinn er auðvitað bara prósenta af heildarverðinu og í dag fara tæpar 39 krónur fyrir hvern keyptan bensínlítra beint í ríkiskass- ann. Fyrir ekki svo löngu síðan var ríkið að fá um 20 krónur fyrir lítrann þannig að það er alveg ljóst að ríkið hefur fullt svigrúm til þess að minnka álögur á eldsneytið. Og ofan á virð- isaukaskattinn bætist olíugjaldið ásamt því sem til stendur að setja um- hverfisgjald, um 20 krónur á hvern kílómetra, á þessa stóru flutningabíla,“ segir hann. Ekki hægt að breyta verði Eins og gefur að skilja skapar sí- hækkandi eldsneytisverð mikla rekstr- aróvissu hjá verktökum sem gera til- boð upp á ákveðna krónutölu í upphafi verks og geta ekki hækkað verð í kjölfarið á því, þó svo að elds- neytisverðið rjúki upp úr öllu valdi á meðan framkvæmdunum stendur. Vegna þessa fóru til dæmis verktak- arnir, sem voru að vinna á Reykjanes- brautinni, á hausinn og það sama gildir um fjölmarga fleiri,“ segir Sturla. Hann bætir því við að lágt gengi krónunnar sé sannarlega ekki til að bæta ástandið. „Flestir sem reka svona stórar vélar hafa flutt þær inn erlendis frá og eru með þær á kaupleigu. Þar með eykst greiðslubyrðin af þeim til muna og ég get nefnt sem dæmi beltagröfuna mína. Þegar ég keypti hana var gengi dollarans gagnvart krónunni þannig að ég borgaði um 200.000 krónur af henni mánaðarlega. Núna á skömmum tíma er þessi upp- hæð komin upp í 250.000 krónur.“ Hvíldarreglur úti í hött Það er fleira en hátt eldsneyt- isverð og lágt gengi krónunnar sem flutningabílstjórar eru ósáttir við. „Til dæmis þessar reglur um hvíld- artíma ökumanna. Þetta eru reglur sem hafa verið settar í Evrópu fyrir ökumenn sem keyra á milli landa og ættu því augljóslega ekki að gilda hér. Þær kveða á um það að eftir fjögurra og hálfrar klukkustundar akstur verða menn að stoppa bílinn og hvíla í 45 mínútur. Í bílunum eru mælar sem skrá aksturstímann og ef menn eru staðnir að því að keyra þremur mínútum lengur en reglurnar segja til um eru þeir sekt- aðir um 80.000 krónur og fá fjóra punkta í ökuferilsskrána. Ég þekki marga sem hafa þurft að borga hundruðir þúsunda í sektir vegna þessara reglna sem eru algjörlega absúrd. Gefum okkur sem dæmi bílstjóra sem hefur vinnudaginn í Reykjavík og þarf að koma víða við. Eftir fjóra og hálfa klukkustund er hann kannski kominn upp á Holta- vörðuheiði og þá er ekkert annað í boði fyrir hann en að stöðva bílinn og má ekki hreyfa hann aftur fyrr en eftir 45 mínútur. Hvað á hann að gera ef honum verður brátt í brók? Menn eru jú sektaðir fyrir að gera þarfir sínar á almannafæri og eiga þeir þá bara að gera það inni í bílnum í staðinn?“ Almannahagsmunir Aðspurður segir Sturla verktaka jafnt sem launþega hafa staðið í mótmælunum undanfarið. „Verk- takar búa náttúrlega ekki við neitt nema óvissu í sínum rekstri og berjast margir hverjir í bökkum, og það bitnar líka á launamönn- unum. Svo koma reglurnar um hvíldartíma jafnt niður á öllum sem starfa í þessum geira.“ Hann ítrekar að hátt eldsneytis- verð bitni á öllum, ekki bara at- vinnubílstjórum. „Eins og staðan er núna er stjórnvöldum alveg sama og ætla að reyna að bíða þessi mótmæli af sér á meðan þau leggja allt kapp á að bjarga bönk- unum og láta almenning borga brúsann. En við ætlum ekki að gefast upp fyrr en stjórnvöld gera eitthvað í málinu, það er alveg á hreinu,“ segir hann að lokum. Sturla Jónsson, bílstjóri og mótmælandi Ekkert nema óvissa í rekstrinum ➤ Bílstjórarnir berjast fyrirminni álagningu á eldsneyti af hálfu hins opinbera, auk þess sem þeir vilja fella úr gildi evrópsk lög um hvíld- artíma ökumanna. Þau kveða á um að eftir akstur í fjóra og hálfa klukkustund verða þeir að stoppa í 45 mínútur. BARÁTTUMÁLINSturla Jónsson hefur farið fyrir mótmælum flutn- ingabílstjóra undanfarna daga og vikur. Hann segir bílstjóra hafa talað fyrir daufum eyrum ráða- manna en að þeir muni ekki gefast upp fyrr en komið hefur verið til móts við þeirra kröfur. Gefumst ekki upp Sturla Jónsson. P R E N T S N IÐ HEILDARLAUSNIR Í DRIFSKÖFTUM Landsins mesta úrval af hjöruliðum og drifskaftsvörum Jafnvægisstillingar Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000                                          !                    63.316 ALLT FYRIR FÆRIBÖND Útvegum með stuttum fyrirvara reimar fyrir allar gerðir færibanda. Reimarnar eru úr gæðaefni og koma tilbúnar til ásetningar, engin líming eða skurður. Höfum einnig rúllur og rúllustóla ásamt efni til viðgerða og samsetningar BMB KAUP ehf Smiðjuveg 4 A 200 Kópavogur Sími: 564-3220 Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 Næsta námskeið byrjar 9. apríl Meirapróf 24stundir/Kristinn

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.