24 stundir


24 stundir - 08.04.2008, Qupperneq 26

24 stundir - 08.04.2008, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Það hafa komið tilvik þar sem bormenn og vinnutæki hafa verið í hættu vegna tillitsleysis og glæfra- aksturs vegfarenda,“ segir Frið- finnur um framkvæmd á kjarna- borun í Hvalfjarðargöngum. Friðfinnur K. Daníelsson er eig- andi fyrirtækisins Alvar ehf. og hefur unnið við boranir frá árinu 1976, víðs vegar um Ísland og líka erlendis. „Ég er vanur þungaflutningabíl- stjóri og mér svíður auðvitað mest að sjá flutningabílana keyra á mikl- um hraða í gegnum göngin. Þeir sem mesta vélaraflið hafa virðast þurfa að gefa fullt rör til að hafa sig upp brekkuna. Þeir flauta á þá sem fara hægar á undan þeim og nánast reka þá út. Ég er áhorfandi að þessu og sé að vissir flutningaaðilar eru áberandi hvað þetta varðar.“ Friðfinnur lýsir betur aðstæðum í göngunum: „Við erum tveir til þrír sem vinnum í göngunum að borun hverju sinni. Hættuástand skapast einkum þegar flutn- ingabílar fara upp vinstri akreinina en þeir sem á eftir koma gefa þá í, ætla fram úr á hægri. Við höfum annars lokið því að bora á akrein- inni sjálfri þar sem við fundum fyrir því að tæki og mannskapur var í hættu. Við erum aftur komnir að stóra útskotinu í botni gang- anna og erum þar að bora okkar næstsíðustu holu.“ Friðfinnur bætir við að eftir fjöl- miðlaumfjöllun um glannaakstur og áhyggjur verkamanna af vinnu- öryggi sínu hafi hann fundið fyrir stórbættu aksturslagi vegfarenda. „Mikill sómi er að því að stór hluti vegfarenda sýnir tillitssemi og gætni við akstur eftir umfjöllun um glannaakstur. Hins vegar á það ekki við um alla,“ bætir hann við og vísar í orð sín um flutningaaðila sem keyri ógætilega í göngunum. „Þeir þurfa ekki að gefa í þótt þeir séu á svona þungum bílum. “ Verkið skotgengur annars og við erum langt á undan áætlun. „Við erum búnir að bora hátt í 1000 metra í sjö mismunandi löngum holum. Ég er með sænska undirverktaka með mér í verkinu, þeir þekkja svipuð verk annars staðar frá og vinna hratt og kunna vel til verka.“ 24stundir/Júlíus Glannaakstur í göngunum og keyrt á viðvörunarskilti Með lífið í lúkunum í vinnunni Við reynum að merkja svæðið eins og við best getum. „Sumir vegfar- andur aka samt hratt og ógætilega fram hjá vinnusvæði okkar og virða merkingar að vett- ugi,“ segir Friðfinnur Daníelsson, bormaður í Hvalfjarðargöngum, sem segir annars frá því að vinna við borun sé langt á undan áætlun. Glannaakstur skapar hættu Vegfarendur þurfa að stilla sig enn frekar til að skapa ekki hættu í göngunum. Bormaður síðan 1976 Friðfinnur Daníelsson hefur unnið að borun víða um heim og er öllu vanur. Nýafstaðin er ráðstefnan Vetur 2008, vetrarráðstefna Vegagerð- arinnar. Á ráðstefnunni voru haldin fjölmörg erindi og setti Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra ráðstefnuna. „Við vorum að stilla saman strengi og horfa til framtíðar,“ segir Björn Ólafsson, for- stöðumaður þjónustudeildar Vegagerðarinnar. „Eftir veturinn er gott að koma saman og skoða hvað má betur fara hvað varðar þjónustu á vegum á veturna,“ bætir hann við og segir frá því að ráðstefnan sé nú haldin í þriðja sinn og sé liður í að stórbæta þjónustu Vegagerðarinnar við- landsmenn. „Kröfur vegfarenda eru ekki eingöngu um að vegir séu ruddir. Nú þurfum við að taka næstu skref og bregðast við óskum um að vegir séu hálkuv- arðir.“ Engin heiði lokuð „Áður var það svo að vegir gátu verið lokaðir dögum saman yfir vetrartímann, sérstaklega á heiðum. Nú er það fátítt. Í vetur var engin heiði lokuð í heilan dag sem er til marks um hversu mik- ið við höfum bætt þjónustuna,“ segir Björn. dista@24stundir.is Þjónusta við vegfarendur á hringveginum aukist Auknar kröfur um bætt ástand Bætt þjónusta Stefnt að því að auka við vetrarþjónustu á vegum. Vinnulyftur ehf. Smiðsbúð 12 • 210 Garðabæ Sími: 544 8444 • Fax: 544 8440 www.vinnulyftur.is Vinnulyftur og jarðvegstæki til leigu og sölu Erum með fjölbreytt úrval af vönduðum vinnulyftum og jarðvegstækjum til leigu og sölu. Ef þig vantar innilyftur eða stórar útilyftur þá höfum við lausnina. Hafið samband og fáið verðtilboð! Br os 6 73 2/ 20 07 Verið velkomin til okkar í bás númer G6 ÞARFTU AÐ SELJA VINNUVÉL EÐA VÖRUBÍL. Við gætum haft kaupanda, sem jafnvel gæti leyst til sín kaupleigusamninga. Hafðu samband og við skráum hlutinn. Sími: 894-3933 Vörur - þjónusta - upplýsingar Tangarhöfða 4, sími 515 7200 Mikið úrval af peru og díóðuljósum M b l9 14 09 7

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.