24 stundir - 08.04.2008, Page 27

24 stundir - 08.04.2008, Page 27
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 27 KYNNING Aflvélar er fjölskyldurekið fyrirtæki sem starfrækt er í Garðabænum. Fyrirtækið var stofnað fyrir fjórum árum og er rekið samhliða hinu gamalgróna fyrirtæki Bursta- gerðinni sem stofnuð var árið 1930. Burstamottur og burstar Burstaverksmiðjan er sú eina sinnar tegundar á landinu og þar eru framleiddir ýmis konar burstar fyrir vélar og tæki í fiskiðnaði svo og á fleiri sviðum. Auk þess eru þar framleiddar svörtu og brúnu burstamotturnar sem finna má í flestum íslenskum anddyrum. Verksmiðjan seldi á árum áður vélabursta m.a. í flugbrautarsópa til flugvalla. Árið 1983 þegar burst- afyrirtækið sem skipt var við er- lendis hóf framleiðslu á flugbraut- arsópum hófst sala á vélum og var fyrsta tækið selt til Reykjavík- urflugvallar árið 1983. Þar með hófst vélasalan sem orðin er að Afl- vélum í dag. Umboðsaðili Schmidt Aflvélar eru umboðsaðili fyrir Schmidt sem er stærsta fyrirtæki Evrópu í framleiðslu snjóplóga, salt- og sanddreifara, blásara og sópa. Einnig selur fyrirtækið ýmsar aðrar vélar svo sem malbikstæki og vökvakerfi. Aflvélar eru einn af stærstu birgjum flugvallanna og selja einnig mikið til Vegagerð- arinnar, verktaka og bæjarfélaga. Góður vetur og vor „Þessi vetur var gríðarlega góður og slógum við öll okkar sölumet. Fyrir sumarið erum við þegar bún- ir að afgreiða tvo gangbrautarsópa ásamt einum götusóp af stærstu gerð og þrír slíkir til viðbótar verða afhentir nú eftir rúman mánuð,“ segir Friðrik Ingi Friðriksson hjá Aflvélum. Aflvélar fjölskyldurekið og gamalgróið fyrirtæki Malbikstæki og götusópar Aflvélar Hafa selt götusópa frá árinu 1983 og eru umboðsaðili fyrir stærsta fyr- irtæki Evrópu í framleiðslu snjóplóga, salt- og sanddreifara, blásara og sópa. Þetta er ekkert venjuleg hulstur ut- an um iPod þó að það gæti litið þannig út. Það er nefnilega búið til úr endurunnum vörubíladekkjum og er handunnið. Þessi skemmti- lega og umhverfisvæna hönnun er bandarísk og hana má kaupa á Passchal.com. Sniðugt í göngu- túrinn eða í ræktina og gott í af- mælispakkann handa tækjaóðu fólki. Verndar iPodinn og heldur honum hreinum. Endurunnið hulstur Með þessu boxi, sem í eru nokkrar skrúfur, má geyma verkfæri og önnur tól á öruggan hátt í trukkn- um. Boxið virkar eins og pen- ingaskápur, því er hægt að læsa og má auðveldlega koma fyrir á bak við sæti eða þar sem það kemst best fyrir. Boxið er gert úr ryðfríu stáli og dragast skúffurnar út þegar það er opnað. Sniðug og auðveld lausn fyrir þá sem þurfa oft að skilja verðmæti eftir í bílnum. Læst verkfæra- box í bílinn Þessi lausn hentar kannski íslensk- um aðstæðum ekki sérlega vel en stundum er hér jú mjög gott veður. Þessi svokölluðu trukkarúm smell- passa aftan á pallbíla og spara ves- en við að tjalda eða finna gisti- heimili. Trukkarúmin eru í raun dýnur búnar til úr svipuðu efni og bakpokar en þau má finna á vefsíð- unni chttp://truckbedz.com/. Gæti reynst vel í góðu veðri í veiðitúr eða á skytteríi. Dýna sem smellpassar Starfsmannasamtök kanadískra trukkabílstjóra hafa farið af stað með herferð til að kynna ungu fólki þau ýmsu störf sem akstr- inum tengjast. Það þurfa nefni- lega ekki allir að verða bílstjórar þótt þeir starfi á þessu sviði og úr ýmsum öðrum störfum að velja sem tengjast ýmist beint eða óbeint trukkaakstri. Ýmiss konar keyrsla Í fyrsta lagi eru ekki öll bíl- stjórastörf eins þar sem sumir keyra aðeins lengri leiðir en aðrir styttri og einnig getur verið mis- munandi hvað er sótt og afhent. Meðal annarra starfa þessu tengdra má nefna sérfræðinga í öryggismálum, afgreiðslustjóra, sölu- og markaðsstörf og kerf- isfræðinga. Fjöldi starfa tengist einnig vörubílarekstri óbeint svo sem fjármálastörf tengd iðn- aðinum og fólk sem starfar á sviði tækni og þróunarmála í sambandi við vinnuvélar. Náð til ungs fólks Kanadísku samtökin vonast til að fá til liðs við sig ungt fólk sem er í leit að langtímastarfi. Her- ferðinni er því ætlað að kynna þessu fólki starfssviðið og störf því tengd. Samtökin hafa látið útbúa upplýsingabækling um þetta sem dreift verður í vöru- bílafyrirtæki víða um Kanada, en markhópurinn er sagður vera, auk menntaskólanemenda, kon- ur, foreldrar og fólk sem þegar starfar í svipuðum störfum. Kanadískum ungmenni og starfskynning Ekki bara bílstjórastörf

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.