24 stundir - 08.04.2008, Side 30

24 stundir - 08.04.2008, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 24stundir Hörkulegt Hann segir mótmæli trukkabíl- stjóra að undanförnu hafa verið hörkulegri en Íslendingar eigi að venjast. Samt hafi þeir notið stuðnings almennings en auðvitað hljóti fjölmargir að vera hundfúlir út í þær tafir sem þeir hafa lent í. Yfirvöld skynji þennan stuðning við málstað bílstjóranna og þess vegna fari þau varlega í að bregðast við af einhverri hörku. Yfir strikið „Ég held samt að trukkabíl- stjórarnir séu komnir á fremsta hlunn með að ganga yfir strikið og ég held að þeir átti sig á því sjálfir. Enn sem komið er hafa þeir vinn- inginn ímyndarlega og spurning hvort þeir vilji taka áhættuna á að ganga lengra. En gleymum því ekki að þegar spurningin snýst um að komast af eða hafa jákvæða ímynd, þá sýnir sagan að lífs- afkoman hefur yfirleitt vinning- inn,“ segir Ólafur. Samkvæmt fréttum hittust bílstjórar um helgina til að skipuleggja frekari mótmælaaðgerðir, sem að sögn verða ekki framkvæmdar úti í um- ferðinni. Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is Þorri þjóðarinnar stendur með málstað bílstjóranna þó heyrst hafi að skiptar skoðanir séu um fram- kvæmd mótmælanna þar sem þau hafi raskað daglegu lífi almennra borgara. Hvað sem því líður er at- hyglisvert að velta fyrir sér hvort mótmæli hafi almennt góð eða slæm áhrif á ímynd fyrirtækja eða starfsstétta. Í eðli sínu neikvæð „Mótmæli eru í eðli sínu nei- kvæð skilaboð, þannig að alltaf er hætta á að þau geti skaðað ímynd þeirra sem að þeim standa. En ef töluverður hluti þjóðarinnar er á sama máli og mótmælendur, þá geta þeir gengið býsna langt án þess að skaða ímynd sína,“ segir Ólafur Hauksson, ráðgjafi í al- mannatengslum. Töluverðar tafir hafa orðið í umferðinni. Mótmæli eru í eðli sínu neikvæð skilaboð Afkoman hefur betur Undanfarið hafa vörubíl- stjórar mótmælt háu bensínverði með því að tefja fyrir umferð á götum úti. Róttæk mótmæli eru síður en svo ný af nálinni. ➤ Mótmælendur geta gengiðbýsna langt án þess að skaða ímynd sína njóti þeir stuðn- ings. ➤ Yfirvöld skynja stuðning viðmálstað bílstjóranna og fara því hægt í sakirnar. ÍMYND Ólafur Hauksson Ráð- gjafi í almannatengslum Nú stendur til að selja heima- síðuna Trukk- ar.is en síðan er vel sótt af vöru- bílstjórum og öðrum. Á síð- unni kemur fram að núver- andi umsjón- armaður síðunnar hefur haldið henni úti í eitt ár og leitar nú að eftirmanni sínum vegna búferla- flutninga til útlanda. Trukkar.is til sölu Skemmtigarðurinn Diggerland er starfræktur á fjórum stöðum í Englandi. Þar geta börn lært um og prófað að keyra ýmiss konar vinnuvélar, litlar og stórar gröfur og trukka svo eitthvað sé nefnt undir styrkri leiðsögn leiðbein- anda. Eftir skemmtilegan erf- iðisdag má síðan fylla magann með snarli á Dig Inn að verkamannasið. Ýmiss konar sýningar eru einnig settar upp í skemmtigarðinum. Vinnuvéla- skemmtigarður Tvöföldun Reykjanesbrautar frá Strandarheiði að Njarðvík gengur hægt. Áætlanir Jarðvéla ehf. gerðu ráð fyrir að lokið yrði við að tvö- falda brautina við veginn að Vog- um í lok ágúst í fyrra. Nú er hins vegar alvitað að rekstur Jarðvéla fór í þrot svo miklar tafir hafa orð- ið á framkvæmdum í vetur og framkvæmdir jafnvel legið alfarið niðri svo mánuðum skiptir. Tafsamar framkvæmdir 24stundir/Júlíus Hönnum og smíðum skóflur í öllum stærðum, á allar gerðir vinnuvéla. Frábært verð. Gerum verðtilboð. 100% HARDOX Tökum einnig að okkur viðgerðir á skóflum. Stál og Suða EHF • Stapahrauni 8. • 220. Hafnafjörður Simi: 5545454-6935454 • heimir@stalogsuda.is Gazelle 4x4 með krana og sturtupalli Gazelle 4x4 Sendibifreið 7 manna Sunward beltagröfur Ikura Rafmagns handlokkar og segulborvélar Soosan Fleygar í öllum stærðum sennilega þeir bestu í dag Gazelle 4x2 með sturtupalli Skútahrauni 11 220 Hafnarfjörður S. 565 2727 www.hraunbt.is Gazelle 4x4 með krana og sturtupalli. Verð 3.780 þ. + vsk. Gazelle 4x4 sendibifreið 7 manna. Verð 2.917.500 + vsk. Gazelle 4x2 með sturtupalli Verð 2.880 þ. + vsk.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.