24 stundir - 08.04.2008, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 24stundir
Lillie Elizabeth Drennan var
fyrsta konan í Bandaríkjunum til
að fá leyfi til að keyra vörubíl. Lillie
fæddist í Texas árið 1897 og fékk
leyfið árið 1929. Hún rak fyr-
irtækið Drennan Truck Line í
nærri 24 ár til ársins 1952 en þá
seldi hún fyrirtækið og keypti þá
og rak fyrirtækið Six Shooter Junc-
tion Novelty and Package Store.
Lillie lést í Hempstead í september
1974.
Félagasamtök kvenna
Bandarísku félagasamtökin Wo-
men In Trucking voru stofnuð til
að hvetja konur til að starfa sem
vörubílstjórar, tala máli þeirra og
draga úr þeim hindrunum sem
geta mætt konum í starfinu. Sam-
tökin eru virk í því að finna tilefni
til að sýna fram á færni og eigin-
leika kvenna til starfsins. Þau eru
þó opin báðum kynjum sem starfa
sem bílstjórar eða hyggja á starfs-
frama sem slíkir. Samtökin reiða
sig á fjárframlög frá einstaklingum
og fyrirtækjum og einblína á að
gera starfsvalið auðveldara fyrir þá
einstaklinga sem gætu mætt for-
dómum eða mótlæti á leið sinni.
Uppþot í Oklahóma
Uppþot urðu í Oklahóma árið
1977 þegar forsvarsmenn fyrirtæk-
isins Lee Way Motor Freight fyr-
irskipuðu svo að bílstjórar fyrir-
tækisins ættu hér með að starfa
samhliða kvenkynsbílstjórum eftir
að krafa var gerð um slíkt frá jafn-
réttisráði í atvinnumálum. Þessi
hörðu viðbrögð vöktu mikla at-
hygli og ólgu í samfélaginu en tals-
menn bílstjóra fyrirtækisins settu
meðal annars á fót hópinn Trucker
Families United og reyndu hvað
þeir gátu til að koma í veg fyrir að
konur kæmu til starfa hjá fyrirtæk-
inu. Þrátt fyrir þessi hörðu við-
brögð varð starfsmönnum ekki
snúið í skoðun sinni.
Hagsmunasamtök kvenna í trukkaheimi
Opin báðum kynjum
Fyrsta konan Lillie Elizabeth
Drennan var sú fyrsta til að fá leyfi til
að keyra vörubíl í Bandaríkjunum.
Vinnuvélar eru risastórar og engin
leið er að stýra þeim án þess að
hafa fengið til þess sérstaka
kennslu. Flest höfum við þó prófað
það sem hægt er að kalla fyrstu
vinnuvélina. Það er trukkurinn og
stóra skóflan sem setið er á og
stjórnað með höndunum. Hér er
verið að tala um sandkassatækin
sem notuð eru til að byggja
draumaborgina á leikvellinum.
Einhvers staðar verður að byrja.
Fyrstu
vinnuvélarnar
Stórir og litlir sendibílar eru hvar
sem litið er á Íslandi. Þeir flytja
vörur í verslanir og húsgögnin
okkar á milli húsa. Í Danmörku er
þessu öðruvísi farið en þar er engin
sendibílaþjónusta til að hringja í
þegar þú kaupir þér risastórt rúm
og vilt fá það heim til þín. Danir
eiga flestir stóra kerru eða fá hana
leigða og þeir redda þessu svo bara
sjálfir. Það er nú óneitanlega þægi-
legt að hringja bara á bíl.
Engir sendibílar
í Danmörku
Þeir sem vilja vinna á stærri vinnu-
vélum en hafa ekki efni á dýru
vinnuvélanámskeiði ættu ekki að
láta hugfallast alveg strax.
Mörg fyrirtæki sem nota stórar
vinnuvélar eru tilbúin að greiða
hluta námsins fyrir væntanlega
starfsmenn. Sumir geta jafnvel
fengið námið að mestu greitt í
gegnum stéttarfélag og vinnuveit-
anda. Það er um að gera að skoða
þennan möguleika.
Dýr vinnuvéla-
námskeið
„Hættið að koma fram við
neytendur eins og sauðfé,“ segir
Þórarinn Ævarsson, fram-
kvæmdastjóri Ikea á Íslandi, beð-
inn um að gefa forkólfum olíufé-
laganna góð ráð í rekstri.
Þórarinn tók þá ákvörðun að
hækka ekki verð á vörum Ikea
þrátt fyrir gengisbreytingar fyrr
en í ágúst ef þörf þykir.
Ekki hækka samdægurs
„Að stóru olíufélögin
hækki ávallt um sömu krónu-
tölu sama daginn og heimsmark-
aðsverð á framvirkum
samningum fer upp eða krón-
an veikist er móðgun við réttlæt-
isvitund og skynsemi fólks. Það
er ekki eins og öll olíufélögin
hafi átt jafn miklar birgðir eða
að það sé nokkur þörf að hækka
sama dag og verðið fer upp er-
lendis.“
Lækkið líka
„Sýnið í verki að það sé hægt
að lækka verðið jafn hratt og það
er hækkað, ef krónan styrkist eða
heimsmarkaðsverðið fer niður.“
Ekki okra
„Síðast en ekki síst. Gerið eft-
irfarandi æfingu á hverjum
morgni: Í stað þess að spyrja,
hvað kemst ég upp með að selja
eldsneytið dýrt í dag, spyrjið
ykkur heldur, hvað þarf ég að
selja eldsneytið dýrt í dag til að
skila viðunandi framlegð.“
dista@24stundir.is
Þórarinn í Ikea gefur þrjú ráð
Neytendur ekki sauðfé
24stundir/Árni Sæberg
Það getur verið ómetanlegt að
hafa athugula og duglega mis-
kunnsama samverja okkar á
meðal en það fékk bílstjóri sorp-
bíls að kynnast á dögunum. Bíl-
stjórinn ók á þjóðvegi 133 í
Worth County þegar vegfarandi
bjargaði lífi hans og það mátti
litlu muna að ökumaðurinn slas-
aðist lífshættulega.
Ökumaðurinn var að keyra
þjóðveginn að morgni þegar
kviknaði í bílnum. Íbúar í ná-
grenninu heyrðu nokkrar
sprengingar en síðar kom í ljós
að þær voru vegna gasleka. Sam-
kvæmt vitnum virtist bílstjórinn
ekki vera alvarlega slasaður.
„Ég var rétt fyrir aftan hann
þegar hann fór út af,“ sagði Dav-
id Daye, sem bjargaði ökumann-
inum. „Bíllinn varð alelda stuttu
eftir að hann klessti á nokkur
tré. Ökumaðurinn var með belti
á sér og var ringlaður. Ég tók
beltið af honum og náði honum
út áður en eldurinn barst í hús-
ið.“
Athugull vegfarandi bjargar bílstjóra
Bíllinn varð alelda
Sorpbíll Ökurmaður sorpbíls í Banda-
ríkjunum var heppinn á dögunum.
Sparaðu pláss og peninga með BT
Það er engu líkara en að vöruhúsatækin frá BT framleiði fermetra. Þar
sem áður var þröngt verður rúmt og afköstin aukast til muna. Endilega
hafðu samband við sérfæðinga okkar og fáðu upplýsingar.
GEGGJAÐAR GRÆJUR
www.tmh.is
Allt um Toyota og BT