24 stundir - 08.04.2008, Síða 33

24 stundir - 08.04.2008, Síða 33
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Tónleikaröðin Tónsnillingar morg- undagsins hefst í Salnum í Kópa- vogi í kvöld klukkan 20. Þar stíga á stokk ungir og upprennandi tón- listarmenn og í kvöld verða það Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari og Bragi Bergþórsson tenórsöngv- ari sem leika fyrir gesti. Listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar er Kristinn Örn Kristinsson píanó- leikari, sem einnig leikur með á tónleikunum. „Tilgangurinn með því að efna til þessarar tónleikarað- ar er fyrst og fremst sá að koma ungu og efnilegu tónlistarfólki á framfæri en það er enginn hörgull á slíku hér á landi. Þetta er bæði hugsað sem vettvangur fyrir þau sjálf að stíga á stokk og spreyta sig sem einleikarar en líka sem tæki- færi fyrir almenning að kynnast tónlistarfólki framtíðarinnar,“ seg- ir hann. Flókið mál Að sögn Kristins er það sjaldnast einfalt mál fyrir ungt tónlistarfólk, sem ef til vill er nýkomið úr námi, að halda tónleika upp á eigin spýt- ur. „Kostnaðurinn við tónleikahald getur orðið fullmikill, til dæmis við kynningu, salarleigu, laun fyrir meðleik og svo framvegis. Þá er fólk misfeimið við að vekja athygli á sjálfu sér þannig að það er fullt af mjög efnilegu tónlistarfólki hér á landi sem fáir þekkja,“ útskýrir hann. Eins og fyrr segir verða fyrstu tónleikarnir í Salnum í kvöld. Þeir næstu verða haldnir eftir tvær vik- ur, en þá spilar Helga Þóra Björg- vinsdóttir fiðuleikari. Á vef tón- leikaraðarinnar, tonsnillingar.is, geta fleiri ungir tónlistarmenn sótt um að fá að spila. „Við höfum þeg- ar fengið töluvert af umsóknum og fyrirspurnum, enda margir áhuga- samir. Ég bind vonir við að þessi tónleikaröð eigi eftir að endast lengi og margir eigi eftir að koma fram á henni, enda enginn hörgull á góðu tónlistarfólki,“ segir hann að lokum. Frítt er inn fyrir tónlist- arnemendur yngri en 18 ára. 24stundir/Árni Sæberg Ný tónleikaröð hefst í Salnum í kvöld Listamenn framtíðar ➤ Í kvöld ætla Elfa Rún, Bragi ogKristinn að leika og syngja Schwanengesang og Sónötu fyrir fiðlu og píanó í A-dúr eftir Schubert. ➤ Þann 23. apríl ætlar HelgaÞóra Björgvinsdóttir, ásamt Kristni, að flytja verk eftir Bach, Debussy, Prokofiev, Sa- int Saëns og Szymanowski. Á EFNISSKRÁUngt tónlistarfólk stígur á stokk í Salnum í kvöld klukkan 20 þegar tón- leikaröðin Tónsnillingar morgundagsins hefst. Listrænn stjórnandi er Kristinn Örn Kristinsson sem segir engan hörgul á efnilegu tónlistarfólki hér á landi. Á æfingu Elfa Rún, Bragi og Kristinn æfa lög eftir Schubert. 24stundir ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 33 Sýningin Brot á verkum tékk- neska ljósmyndarans Jirka Ernest opnar í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á morgun, miðviku- daginn 9. apríl. Jirka sleit barnsskónum í Mo- raviu en býr í dag í Prag og hefur að baki nám í FAMU-kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni í Prag þar sem hann lagði stund á ljós- myndun. Myndirnar á sýningunni eru teknar á heimaslóðum hans í Tékklandi og eru hugleiðingar um líf hans og æsku í Moraviu og þær breytingar sem hafa átt sér stað frá þeim tíma, litaðar af hruni komm- únismans. Hann skiptir efninu í fimm flokka sem hann kallar Heima?, Merki, Ljósaskipti, Landamæri - Suður-Moravía og Aðskildar borgir - Èeské Velenice. Þetta er fyrsta sýning Jirka á Ís- landi og mun hún standa yfir í átta vikur. Ný sýning í Ljósmyndasafni Reykjavíkur Jirka Ernest sýnir í Skotinu Lárus uppgötvar það í byrjun leiksins að hann er „ólýsanlega ljót- ur.“ Honum kemur þetta í opna skjöldu en í kjölfar þess að allir í kringum hann staðfesta lýsinguna ákveður hann að fá sér nýtt andlit með (ó)fyrirsjáanlegum afleiðing- um. Þessi grunnhugmynd er ágæt – en hún fer ekkert mikið lengra fyrr en í blálokin á verkinu, sem eru að vísu ansi smellin. Þannig verður sýningin dálítið einhæf um miðbik- ið. Kannski má kenna því um að þessi uppfærsla virðist heldur lengri en aðrar á sama verki erlendis. Það bætir ekki verkið að teygja á því. Leikstjórn Kristínar Eysteinsdótt- ur var að öðru leyti fumlaus. Bygg- ing verksins treystir á að leikararnir og leikstjórinn séu pottþéttir - allar persónur leiknar af sama leikara heita sama nafni og aldrei fara fram nein búningaskipti. Oft var skipt á milli persóna án þess að leikararnir færðu sig einu sinni úr stað á svið- inu. Allt þetta skilaði sér með mikl- um ágætum og voru áhorfendur aldrei óvissir um það hvaða persón- ur áttu í hlut. Í aðalhlutverkinu er Jörundur Ragnarsson og stóð hann sig vel. Þó engin breyting væri gerð á útliti hans, fyrir og eftir aðgerð, sáu áhorfendur hana samt. Jörundur og Dóra Jóhannsdóttir eiga þó bæði í nokkrum vandræðum með radd- beitingu. Stefán Hallur Stefánsson hefur næma tilfinningu fyrir gam- anleik og blómstar í hlutverkum bæði lýtalæknisins og yfirmanns Lárusar, þó að þeir séu óneitanlega dálítið svipaðar týpur. Hlutverk Vignis Rafns Valþórssonar voru lág- stemmdari en hann gerði þau vel og átti mjög eftirminnilegan lokakafla. Þýðingin er hnökralaus eins og leikhúsgestir eiga að venjast frá Bjarna Jónssyni. Leikmyndin er ákaflega einföld og öll hljóðmyndin er sköpuð á sviðinu, sem kemur mjög vel út, og ýtir undir þá upp- lifun að þarna sé maður að sjá ein- hverja frumleiklist. Það þarf ekkert annað en fjóra leikara og handrit til að magna upp leikhústöfra. Það virkar. Ferlega ljótur Lárus Leikstjóri: Kristín Eysteinsdóttir Höfundur: Marius von Mayenburg Leikmynd: Ragnar Kjartansson Þýðing: Bjarni Jónsson Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson Tónlist: Hallur Ingólfsson Leikarar: Dóra Jóhannsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Stefán Hallur Stefánsson og Vignir Rafn Valþórsson Sá ljóti í Þjóðleikhúsinu Eft ir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@24stundir.is LEIKLIST Í HNOTSKURN: Það er heilmikið hægt að hlæja að þessu verki og margt er vel gert en hugmyndin er í grunninn full einföld. ● Viltu taka þátt í að móta starfsemi nýrrar hjúkrunardeildar á Landakoti sem dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund mun reka? ● Trúnaður, traust og umhyggja eru höfð að leiðarljósi í samskiptum og að hætti Grundar er lögð áhersla á góðan vinnuanda, sjálfstæð vinnubrögð og heimilislegt umhverfi. GRUND – LANDAKOT Okkur vantar nú þegar áhugasama hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, félagsliða og starfsfólk í umönnun og býtibúr en deildin mun taka til starfa um miðjan maí. Nánari upplýsingar um störf og launakjör veita Helga J. Karlsdóttir starfsmannastjóri í síma 5306165 og Sigrún Faulk hjúkrunarforstjóri í síma 5306188. Einnig er hægt að senda inn umsóknir á www.grund.is MENNING menning@24stundir.is a Það er fullt af mjög efnilegu tónlistarfólki hér á landi sem fáir þekkja.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.