24 stundir - 08.04.2008, Síða 35

24 stundir - 08.04.2008, Síða 35
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 35 JAKKAR frá 3.990 kr. British Airways þurftu að aflýsa 126 flug- ferðum til og frá Heathrow-flugvelli aðfara- nótt sunnudags síðastliðins. 12 af þessum flugferðum þurfti að aflýsa vegna villu í tölvukerfi í nýju flugstöðvarbyggingunni en hinum 114 flugferðunum var aflýst vegna snjóþyngsla. Mikið hefur verið fjallað um vandamál British Airways í tengslum við nýju flug- stöðvarbygginguna á Heathrow-flugvelli, þar sem gríðarlegur fjöldi ferðataskna hefur ým- ist orðið eftir á brottfararstað eða verið send- ur á rangan áfangastað og ekki sér enn fyrir endann á þeim vandræðum. Snjókoman um helgina bætti svo gráu ofan á svart þó svo að hún sé vitaskuld ekki afleiðing mannlegra mistaka. Nýju flugstöðvarbyggingarinnar við Heat- hrow-flugvöll var beðið með mikilli eftir- væntingu þangað til hún var opnuð nú ný- verið. British Airways er eina flugfélagið sem hefur afnot af byggingunni og hefur félagið beðið mikla álitshnekki eftir endalausa röð vandræða í tengslum við innritunar- og far- angurskerfið. Hafa þessi vandræði orðið til þess að aflýsa hefur þurft fjölda flugferða ásamt því sem fjölmargar ferðatöskur hafa týnst. Vegna snjókomunnar um helgina þurfti að vísu ekki bara að aflýsa flugferðum til og frá Heathrow-flugvelli þar sem einnig þurfti að aflýsa 32 flugferðum til og frá Gatwick- flugvelli. Næstu daga er spáð rigningu í London en ekki er útilokað að meira eigi eft- ir að snjóa þar sem og víðar í Bretlandi fyrir vorið. Þannig er ekki útilokað að vandræði helgarinnar eigi eftir að endurtaka sig á flug- völlum landsins á næstunni. Snjór í Bretlandi um helgina Áfram vandræðagangur á Heathrow Mannmergð Örtröð á Heathrow-flugvelli vegna röð mistaka. TREX-ferðaskrifstofa býður upp á vorferð til Færeyja dagana 21. til 28. maí næstkomandi. Í ferð- inni verður gengið um gamlar þjóðleiðir milli byggðarlaga í fjórum af 18 eyjum Færeyja. Gist verður í uppbúnum rúmum á farfugla- og gistiheimilum með morgunverði ásamt því sem kvöldverður er innifalinn í fimm skipti og nestispakki í sex skipti. Sambærileg ferð hefur verið farin undanfarin tvö ár og þótt takast mjög vel, en aðeins eru örfá sæti laus í þessa ferð. Fararstjóri er Sigrún Valbergsdóttir. Gönguferð um Færeyjar Segja má að það sé óskrifuð regla að ferðamenn í Berlín verði að stoppa á mörkum austur- og vesturhluta borgarinnar og virða fyrir sér gömlu landamærastöð- ina Checkpoint Charlie. Lítið er eftir af henni núna annað en lítill skúr og skilti sem á stendur: „Nú ert þú að yfirgefa bandarískt yf- irráðasvæði“ á nokkrum tungu- málum. Skammt frá skiltinu er safnið Haus am Checkpoint Charlie, sem segir sögu þeirra sem dóu eða voru fangelsaðir þegar þeir reyndu að fara frá austri til vesturs. Sögufræg landamærastöð Íslenski fjallahjólaklúbburinn stendur fyrir þremur nám- skeiðum í reiðhjólaviðgerðum fyrir almenning í apríl. Þau verða haldin fimmtudagana 10., 17. og 24. apríl í félagsaðstöðu klúbbs- ins á Brekkustíg 2 og hefjast stundvíslega klukkan 20. Fyrri tvö námskeiðin verða fyrir byrj- endur og þriðja námskeiðið fyrir lengra komna. Aðgangur er öll- um opinn. Fyrirfram skráning fer fram hjá Fjölni í síma 8403299 eða á fjolnirb@actavis.is. Gert við reiðhjól

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.