24 stundir - 08.04.2008, Blaðsíða 37

24 stundir - 08.04.2008, Blaðsíða 37
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 37 Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Gróðurhús getur komið þeim vel sem hafa pláss fyrir það í garðinum og óbilandi áhuga á ræktun. Með því má lengja vaxtartíma plantna, sá fyrr á vorin, til dæmis matjurt- um og vissum sumarblómum. Sé húsið upphitað aukast möguleik- arnir enn frekar og þar má rækta ýmsar plöntur sem myndu annars ekki þrífast hér á landi. Einnig hefur færst í aukana að fólk komi sér upp gróðurhúsum við sumarbústaði, meðal annars í því skyni að koma trjáplöntum á legg. Gróðurhús eru jafnmisjöfn og þau eru mörg og því brýnt að fólk velji hús miðað við þarfir og fyr- irhugaða notkun. Í miklu sólskini verður til dæmis yfirleitt of heitt fyrir flestar plöntur í gróðurhúsi og því mikilvægt að hægt sé að stjórna hitanum til dæmis með sjálfvirk- um gluggaopnurum. Það er ekki síst mikilvægt að huga vel að hitastigi í gróðurhús- um á þessum árstíma enda geta sveiflur verið miklar. Á næturna getur hitinn farið undir frostmark en upp í 35-40 gráður á sólríkum dögum. Salan tvöfaldast milli ára Fyrirtækið Jötunn vélar á Sel- fossi býður upp á allar stærðir og gerðir af gróðurhúsum og hefur eftirspurnin aukist mjög á undan- förnum árum. „Það hefur nánast verið tvöföldun í sölu á hverju ein- asta ári,“ segir Össur Björnsson, þjónustustjóri hjá Jötni. Vinsæl- ustu húsin heita Serralux og eru fá- anleg í nokkrum stærðum. „Fólk tekur helst hús sem eru 3 metra breið og 4,5 á lengd,“ segir Össur en hús af þeirri stærð kostar um 325.000 kr. Ódýrustu húsin sem Jötunn býður upp á eru af gerðinni Easy2Build og kostar ódýrasta gerðin (1,8 x 1,8 m) um 60.000 kr en sú dýrasta (1,8 x 3) tæpar 80.000 kr. „Þetta er nánast eins og mann- gengur vermireitur og hentar kannski í skjólgóða garða þar sem plássið er lítið,“ segir Össur. Sérsniðin að húsinu Jón Bergsson ehf. hefur boðið upp á glerskála frá fyrirtækinu IPC sem fólk getur fest upp við vegg íbúðarhússins. „Fólk getur nýtt þetta sem gróðurhús en einnig yfir pottinn, veröndina eða hvað sem er,“ segir Jón Arnarson hjá Jóni Bergssyni ehf. Skálarnir eru sér- sniðnir að hverju húsi fyrir sig og eru því misstórir. Breiddin getur verið allt að 4,5 metrar og algengt er að þeir séu 6-10 metrar á lengd. „Verðið byrjar í um 1.400 þúsund- um og þá erum við að tala um um það bil 12 fermetra skála. Skáli sem væri þrisvar sinnum stærri, 36-38 fermetrar kostaði rétt um tvær milljónir,“ segir Jón og bætir við að jafnframt sé frekar einfalt og fljót- legt að setja skálana upp. Auknir möguleikar Með gróð- urhúsi aukast möguleikar fólks til ræktunar. Hér vökvar nunna í Kar- melklaustrinu í Hafnarfirði plöntur í gróðurhúsi klaustursins. Ræktun undir glerþaki Gróðurhús af öllum stærðum og gerðum Með því að koma sér upp gróðurhúsi í garðinum má lengja vaxtartíma plantna og jafnvel rækta plöntur sem að öðrum kosti myndu ekki þrífast svo glatt í íslenskri mold. 24 stundir kynntu sér ýmsa kosti á markaðnum. ➤ Lega gróðurhússins í garð-inum skiptir máli og þurfa birtuskilyrði að vera góð. ➤ Vor- og haustbirta nýtur sínbest ef gaflar hússins snúa í austur og vestur. ➤ Ýmsar hagnýtar upplýsingarum gróðurhús má nálgast á vefsíðu Garðyrkjufélags Ís- lands www.gardurinn.is. GRÓÐURHÚS Þeir sem ekki hafa pláss fyrir gróðurhús í garðinum geta ef til vill látið gróðurhús-gögn nægja en svo kall- ast þessir skemmtilegu gripir sem kynntir voru á sýn- ingunni Íslensk samtímahönnun í fyrrasumar. Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt á heiðurinn af hönnun gripanna en þeir sameina í raun kosti húsgagns og gróðurhúss. Hægt er að opna og loka stólunum og borðin sömuleiðis. Í þeim má rækta plöntur svo sem kryddjurtir eða sumarblóm á milli þess sem maður notar þau sem borð eða stóla. Gróðurhúsgögn Til sölu er: Glæsileg 109 fm. íbúð með sérinngangi á besta stað í 101 Kópa- vogi – allt í göngufæri: Heilsugæsla, bankar, læknastofur, verslanir, Gerðasafn, Salurinn, Kópavogskirkja, strætis- vagnastöð, og vegir til allra átta. Komið er inn í góða flísalagða forstofu með stórum fataskápum úr eik – falleg útidyrahurð m/gleri. Úr forstofu er gengið inn í opið hol í miðjunni. Baðherbergi er beint á móti, allt flísalagt í hólf og gólf, innrétting úr eik, sturta m/glerveggjum, w.c. vaskur, góð loftræsting. Á vinstri hönd er mjög stórt, bjart og opið stofu/borðstofurými með eldhúsi, gluggar eftir endilöngu, hvítar gluggakistur. Falleg og rúmgóð Eldhúsinnrétting úr eik með eldunareyju, flottur viftu- háfur yfir, ARISTON eldunarplata og bakaraofn. Dökkgráar borðplötur, gert ráð fyrir uppþvottavél og háum ísskáp. Mosaikflísar á milli skápa. 2 stór og góð herbergi með glæsilegum skápum, eikarparket á gólfum, gluggar. Þvottaherbergi flísalagt, vinnuborð, vaskur, flottar snúrur, góð vifta. Mjög fín geymsla flísalögð, með viftu. Sjónvarpstengi og internet tengingar um alla íbúðina. Eikar innihurðir. Í sameign er sérgeymsla (4,8 fm) ásamt ruslageymslum. Allt nýtt í íbúð, einnig rafmagn og pípulagnir, nýmálað. Húsið var áður Bókasafn Kópa- vogs en var tekið í gegn og útbúnar 6 íbúðir á síðasta ári. Sérstaklega góð eign á frábærum stað með nægum bílastæðum og bílastæðahúsi, aðgengi beint af götu. Verð 24,8 millj. Eggert Sk. Jóhannesson, Jóhannes Eggertsson, Ólafur Thoroddsen hdl. Nánari upplýsingar veitir Fasteignasalan Eignaver Sími 553-2222 • eignaver.is Síðumúli 13 • 108 Reykjavík Falleg íbúð í Fannborg, Kópavogi til sölu Sumarbústaðurinn er 48,6 fm + stórt svefnloft og er rúmlega tilbúið til innréttinga. Er á fallegum stað undan Búrfelli, nálægt Kerinu í Grímsnes- og Grafningshrepp. Tvö svefnherbergi, baðherbergi, stofa og eldhús. Rafmagn er komið í húsið ásamt köldu vatni en heitavatnið er áætlað að komi á árinu. Húsið stendur á 8.200 fm eignarlóð. Langtímalán til yfirtöku. Eggert Sk. Jóhannesson, Jóhannes Eggertsson, Ólafur Thoroddsen hdl. Nánari upplýsingar veitir Fasteignasalan Eignaver Sími 553-2222 • eignaver.is Síðumúli 13 • 108 Reykjavík Nýtt sumarhús við Kerið í Grímsnesi sölu Heilsuvika Hrafnistu vikuna 7. til 11. apríl vi lb or ga @ ce nt ru m .is Fylltar paprikur með geitarosti, steiktum hrísgrjónum og speltbrauði

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.