24 stundir - 11.04.2008, Blaðsíða 4
Eftir Frey Rögnvaldsson
freyr@24stundir.is
Miklar byggingaframkvæmdir sem
staðið hafa yfir á bökkum Þing-
vallavatns síðustu daga gætu orðið
þær síðustu um nokkurt skeið.
Þingvallanefnd hefur ákveðið að
veita ekki leyfi fyrir frekari end-
urbyggingum innan þjóðgarðsins
fyrr en nefndin hafi rætt bygging-
arskilmála. „Innan nefndarinnar
eru þau sjónarmið uppi að aðeins
eigi að heimila endurgerð í sama
stíl og eldri bústaður var“ segir
Björn Bjarnason formaður Þing-
vallanefndar.
Mikið umleikis
Eldri bústaður stóð á þeim stað
þar sem nú eru framkvæmdir í
gangi. Sá bústaður var rifinn og
stendur jarðvegsvinna nú yfir á
svæðinu. Mikið var umleikis í gær
við framkvæmdirnar eins og með-
fylgjandi myndir bera með sér.
Meðal annars var notuð þyrla til
að flytja á brott jarðveg sem graf-
inn var upp og var hún í stans-
lausum ferðum fram eftir degi.
Þingvallanefnd gaf leyfi
Þingvallanefnd gaf jákvæða um-
sögn um framkvæmdina og bygg-
ingaleyfi var samþykkt 25. septem-
ber síðastliðinn. Bústaðurinn sem
um ræðir verður samkvæmt upp-
lýsingum frá byggingafulltrúa 90
fermetrar en það er hámarksstærð
samkvæmt deiliskipulagsreglum
þjóðgarðsins. Gagnrýnt hefur ver-
ið hversu nálægt vatnsbakkanum
bústaðurinn muni standa en skýr-
ingin á því er sú að leyfilegt er að
byggja upp á sama stað og eldri
bústaður stóð á. Nýbyggingar eiga
samkvæmt almennri reglu að vera
að lágmarki í fimmtíu metra fjar-
lægð frá vatnsbakka. Eigandi bú-
staðarins er Ágúst Guðmundsson,
annar Bakkavararbræðra.
Óánægja með framkvæmdina
Allnokkur kurr er meðal íbúa í
Þingvallasveit og reyndar mun
víðar með framkvæmdina. Íbúi í
grenndinni sem 24 stundir ræddu
við sagðist mjög undrandi á því að
Þingvallanefnd hafi gefið leyfi fyrir
framkvæmdunum. „Þetta er þvert
á þá stefnu sem mótuð hefur verið
varðandi þjóðgarðinn. Þetta er gíf-
urlegt rask sem þarna á sér stað og
miklu víðtækara en bara á lóðinni
sjálfri. Þarna er farið um á fjór-
hjólum um göngustíga og þeir
hafa skemmst við umferðina. Þetta
er hið versta mál.“
Fjárheimildir vantar
Um níutíu sumarbústaðir eru
innan þjóðgarðsins og er stefna
Þingvallanefndar að þeim verði
fækkað. Þingvallanefnd hefur for-
kaupsrétt við sölu á sumarhúsum
og getur gengið inn í hæsta boð.
Ekki hafa fengist fjárheimildir til
slíkra kaupa undanfarin ár enda
markaðsverð verið mjög hátt.
Björn segir mikinn vilja til þess að
kaupa upp fleiri bústaði. „Sam-
þykki Alþingi sérstakar fjárheim-
ildir fyrir nefndina til uppkaups á
sumarbústöðum yrðu þær að sjálf-
sögðu nýttar í samræmi við þá
ákvörðun.“
ÞEKKIR ÞÚ TIL?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á 24@24stundir.is
Ekki frekari
framkvæmdir?
Þingvallanefnd leyfir ekki frekari endurbyggingar að sinni
24stundir/Ingimar
Umfang Framkvæmd-
irnar sem nú standa yfir
í þjóðgarðinum eru
mjög umfangsmiklar.
4 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2008 24stundir
TB
W
A\
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
\
S
ÍA
Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum
• Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars)
Allt fyrir skólann
undir 1 þaki
Engan sakaði og litlar skemmdir
urðu er eldur kom upp í Turninum
í Kópavogi á miðvikudagskvöld.
Eldurinn kom upp í vinnuaðstöðu
fyrir byggingarframkvæmdir í til-
vonandi verslunarrými í viðbygg-
ingu, á hæðinni fyrir ofan leik-
fangaverslunina Toys’R’Us. Birgir
Finnsson, sviðsstjóri útkallssviðs
hjá slökkviliðinu, segir ekkert liggja
fyrir um eldsupptök. „Reykur og
sót olli einhverjum skemmdum og
svo lak vatn niður í Toys’R’Us, en á
mjög afmörkuðu svæði.“
Húsið var rýmt er eldsins varð
vart, en fólk var meðal annars að
finna í líkamsræktarstöð á 15. hæð
og veitingastað á þeirri 19. Birgir
segir eldvarnarvegg standa milli
viðbyggingarinnar og sjálfs turns-
ins. „Við höfðum aldrei áhyggjur af
því að sá veggur héldi ekki.“
Slökkvilið fór yfir brunavarnir
með rekstraraðilum hússins í gær
til að sjá hvaða lærdóm mætti
draga af málinu. atlii@24stundir.is
Eldur í Turninum í Kópavogi
Litlar skemmdir
„Alþingi ályktar að fela rík-
isstjórninni að móta stefnu
í málefnum kvenfanga og
undirbúa byggingu deilda-
skipts fangelsis fyrir kon-
ur,“ segir í þingsályktun-
artillögu sem þingmenn
VG lögðu fram á þingi í
gær.
„Það eru bara svo fáar kon-
ur sem afplána á hverjum
tíma, á bilinu fjórar til átta.
Það hlýtur að vera snúið að
koma upp sér fangelsi fyrir
þær, hvað þá deildaskiptu,“ segir Erlendur S. Baldursson afbrotafræð-
ingur hjá Fangelsismálastofnun og bætir við að ekki þurfi að vera
hentugt að hafa alla kvenfanga saman. „Við uppbyggingu á Litla-
Hrauni og síðan hér í Reykjavík verður tekið tillit til hagsmuna kven-
fanga,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og því virðist ólík-
legt að af sérstöku kvennafangelsi verði. Nú afplána konur í fangelsinu
í Kópavogi auk þess sem Kvíabryggja hefur verið opnuð konum. þkþ
Kvennafangelsi ólíklegt
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, og Dorrit Moussaieff
forsetafrú halda í opinbera heim-
sókn til Skagafjarðar að morgni
mánudags 14. apríl næstkomandi
og stendur heimsóknin í tvo
daga. Á fjölþættri dagskrá eru
heimsóknir í grunnskóla, heil-
brigðisstofnanir, fjölbrautaskóla,
vinnustaði og sveitabýli auk þess
sem haldin verður viðamikil fjöl-
skylduhátíð í íþróttahúsinu á
Sauðárkróki að kvöldi mánu-
dagsins.
Forsetinn til
Skagafjarðar
Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau
verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda.
Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is
Neytendasamtökin könnuðu að þessu sinni verð á
umfelgun og jafnvægisstillingu fyrir fólksbíl (fjögur
dekk). Miðað er við 13-15" dekk á stálfelgum. Hæsta
verð reyndist vera 39,6% hærra en það lægsta eða
1.900 krónur munur. Sum hjólbarðaverkstæðanna
veita 5-10% staðgreiðsluafslátt og eru neytendur sem
staðgreiða með peningum eða debetkorti hvattir til að
spyrja eftir slíkum afslætti.
Óheimilt er að vitna í verðkönnunina í auglýsingum.
40% munur á umfelgun
Jóhannes
Gunnarsson
NEYTENDAVAKTIN
Umfelgun og jafnvægisstilling fyrir fólksbíl - 4 dekk
Hjólbarðaverkstæði Verð Verðmunur
Vaka Reykjavík 4.800
Bílkó Reykjavík 5.612 16,9 %
Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar 5.890 22,7 %
Dekkjahöllin Akureyri 6.356 32,4 %
Sólning Kópavogi 6.365 32,6 %
Barðinn Reykjavík 6.700 39,6 %