24 stundir - 11.04.2008, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2008 24stundir
Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur
thorakristin@24stundir.is
„Það er munur á því hversu líkleg
ungmenni eru til sjálfvígshugsana
og sjálfsvígstilrauna eftir því í
hvaða skólahverfi þau búa,“ segir
Jón Gunnar Bernburg, dósent í fé-
lagsfræði við Háskóla Íslands, en
hann hefur gert viðamikla rann-
sókn á líðan íslenskra unglinga.
„Það myndast ákveðin sameiginleg
viðhorf innan hópsins, sem ráðast
af samspili á milli einstaklinganna
sjálfra og umhverfisins, í þessu til-
felli skólahverfisins,“ segir hann.
Uppbygging hverfisins
Rannsóknir Jóns Gunnars og
samstarfsmanna hans benda til
þess að ýmsir þættir í uppbygg-
ingu hverfisins hafi áhrif á líðan
unglinga í hverfinu, til dæmis fé-
lagsleg og efnahagsleg staða íbú-
anna. „Ef fátækt er útbreidd í
hverfinu virkar það eins og sjálf-
stæður áhættuþáttur fyrir sjálfs-
vígshugsanir og almenna vanlíðan
unglinga, og það á líka við um þá
unglinga sem ekki búa við fátækt
heima hjá sér,“ segir Jón Gunnar.
Tengslamyndun milli íbúanna
skiptir einnig máli. „Í hverfum þar
sem foreldrar og nágrannar þekkj-
ast er börnum veitt meira aðhald,
m.a. vegna þess að fólk treystir sér
frekar til að skipta sér af óæskilegri
hegðun barna ef það þekkir for-
eldrana. Í hverfum þar sem mikið
er um flutninga til og frá svæðinu
eru líkur á að slík tengsl rofni og
þar með minnkar traust og að-
hald. Þar viðgengst frekar óæskileg
hegðun og foreldrar eiga erfiðara
með að stilla saman strengi, t.d.
varðandi útivistarreglur,“ segir Jón
Gunnar. Því sé hægt að draga úr
vandamálum í hverfinu með því
að styrkja samskipti og samvinnu
á milli foreldra.
„Jafnframt sýna erlendar rann-
sóknir að samþjöppun innflytj-
enda í ákveðin hverfi getur dregið
úr samskiptum nágranna og þann-
ig aukið líkur á áhættuhegðun
ungs fólks,“ segir Jón Gunnar.
Börnin þurfa stuðning
Jón Gunnar segir einstaklings-
þætti einnig skipta máli fyrir líðan
unglinga, t.d. eru unglingar frá
brotnum fjölskyldum líklegri til að
finna fyrir vanlíðan. „Þetta snýst
samt aðallega um hversu góð og
þétt samskiptin eru í fjölskyldunni
og þá ekki síst hvort börnin fá
stuðning frá foreldrunum.“
Þá bendir hann á að samspil sé á
milli einstaklingsþáttanna og
hverfisins, t.d. sé líklegra að fátækt
á heimili sé vandamál hjá ung-
menni sem býr í efnameira hverfi
heldur en efnaminna vegna þess
að það ber aðstæður sínar saman
við aðstæður félaganna í hverfinu.
Vandamálin smitast
„Unglingarnir skilgreina veru-
leikann í sameiningu og hafa gríð-
arlega mikil áhrif hver á annan.
Fáeinir aðilar sem líður illa eða
sýna óæskilega hegðun, t.d. nota
fíkniefni, geta haft áhrif á jafnaldr-
ana í kringum sig. Þar með geta
vandamál fáeinna einstaklinga
breiðst út og orðið vandamál sam-
félagsins,“ segir Jón Gunnar.
Vanlíðan ungmenna
tengd skólahverfinu
Mislíklegt er að unglingar íhugi sjálfsmorð eftir skólahverfum, skv. nýrri rannsókn
Mestar eru líkurnar í fátækustu hverfunum Tengsl íbúa skipta miklu máli
Stuðningur Jón Gunnar segir
stuðning foreldra skipta miklu.
➤ Auk Jóns Gunnars unnu Þór-ólfur Þórlindsson og Inga
Dóra Sigfúsdóttir fé-
lagsfræðingar að rannsókn-
inni.
➤ Gögnin eru svör 5491 ung-lings í 9. og 10. bekk í könnun
sem lögð var fyrir árin 2000
og 2001.
RANNSÓKNIN
Félagsvísindadeild Háskólans á
Bifröst stendur í dag fyrir ráðstefnu
í Iðnó klukkan 14.00 undir yfir-
skriftinni Er hægt að læra að vera
forsætisráðherra? Einn þeirra sem
flytja erindi á ráðstefnunni er Jón
Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi
utanríkisráðherra. Jón Baldvin seg-
ir að forsætisráðherra verði að hafa
þekkingu á öllu. „Forsætisráðherra
á ekki að vera sérfræðingur, hann á
að hafa almenna þekkingu. Þó er
það svo að íslensk pólitík hefur ver-
ið hundrað ára rifrildi um efna-
hagsmál og því á forsætisráðherra
ósköp bágt ef hann skilur hvorki
upp né niður í þeim. Þess vegna er
athyglisvert að af þeim 26 forsæt-
isráðherrum sem setið hafa á
heimastjórnartímanum hefur að-
eins núverandi ráðherra verið hag-
fræðingur.“
Jón Baldvin segir að 75 ár af 81
ári frá því að forsætisráðherraemb-
ættið var stofnað hafi sá sem sat í
því embætti verið úr Sjálfstæðis-
Framsóknarflokknum „Leiðin er
því væntanlega að ganga snemma í
flokkinn og vinna sig upp.“ fr
Forsætisráðherra þarf að skilja efnahagsmál
Einn hagfræðingur
Vinnulaunamál sex fyrrverandi
starfsmanna Króníkunnar var tekið
fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær. Útgáfu Króníkunnar var hætt
síðastliðinn vetur eftir að sjö tölu-
blöð höfðu verið gefin út. Útgáfu-
félag Króníkunnar, Fréttir ehf., gerði
samning við útgefendur DV um að
starfsmönnum yrðu boðin störf á
DV sem þeir þáðu ekki. Þóra Kristín
Ásgeirsdóttir, varaformaður Blaða-
mannafélagsins, segir félagið vilja
láta reyna á það hvort útgefandi geti
framselt starfssamninga blaða-
manna til þriðja aðila „eða, eins og
blaðamenn töldu í þessu tilfelli,
hvort innganga starfsstöðvarinnar í
annað fyrirtæki jafngildi því að hún
sé lögð niður“.
Enn fremur er tekist á um upp-
sagnarákvæði í samningum. „Við
viljum líka láta reyna á það hvort
reyndir blaðamenn sem fengnir eru
til starfa af öðrum fjölmiðlum geti
talist lausráðnir ef til riftunar á
starfssamningi kemur innan þriggja
mánaða tímabils,“ segir Þóra.
Mál starfsmanna Króníkunnar fyrir dóm
Tekist á um fram-
sal starfssamninga
„Miðað við vinsældir spurn-
ingakeppna hér á Ströndum
gæti orðið góð mæting,“ segir
Gunnar B. Melsted, annar
tveggja áhugamanna um gott
félagslíf sem standa fyrir
spurningakeppninni Drekktu
betur á Café Riis í Hólmavík
nk. föstudag. Keppt er í
tveggja manna liðum og verða
spurningarnar almennar. Í
verðlaun er kassi af öli. þkþ
Kráarkeppni í Hólmavík
Hólmvíkingar
drekka betur
„Það er vitað að þarinn bætir
líðan, er bólgueyðandi og
hreinsandi,“ segir Sigurbjörg
Daníelsdóttir en hún ásamt
þremur öðrum konum hyggst
bjóða upp á slakandi böð með
sérstakri þarablöndu í kjallara
sundlaugarhússins á Reykhól-
um í sumar. „Staðurinn hefur
auðvitað upp á allt að bjóða
fyrir heilsueflingu, t.d. leir,
þara, heitt vatn og hreint
loft,“ segir Sigurbjörg.
þkþ
Nýjung á Reykhólum
Heilsusamleg
þaraböð
HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ www.hi.is
Næringarfræði
Grunn- og framhaldsnám í næringarfræði
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
S
K
4
19
23
0
4/
08
Haustið 2008 mun í fyrsta sinn á Íslandi verða boðið upp á nám til BS-gráðu
í næringarfræði. Námslínan er svar við sívaxandi þörf fyrir fagfólk á sviði næringar-
fræði til að takast á við mikilvæg verkefni í samfélaginu. Námið er fjölbreytt og
þverfaglegt og byggir bæði á bóklegu og verklegu námi og raunhæfum verkefnum.
Ný tækifæri við Háskóla Íslands
» Umsóknarfrestur í grunnnám er til 5. júní.
» Umsóknarfrestur í framhaldsnám er til 15. apríl.
» Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu: www.naering.hi.is
Einnig er boðið er upp á meistara-
og doktorsnám í næringarfræði.
Erlent samtarf er einkennandi fyrir
næringarfræðinga við Háskóla Íslands
og eru þeir þátttakendur í mörgum
alþjóðlegum rannsóknarverkefnum.
Nemendur eiga því kost á mikilli reynslu
gegnum alþjóðleg tengsl. Löggilt
starfsheiti næringarfræðings krefst
MS-gráðu í greininni.
Rannsóknaráherslur eru meðal annars:
» Næring viðkvæmra hópa
» Lýðheilsunæringarfræði
» Klínísk næringarfræði
» Næringarefnafræði
» Íþróttanæringarfræði
» Næring þróunarlanda
» Vöruþróun og neytendafræði