24 stundir - 11.04.2008, Síða 8

24 stundir - 11.04.2008, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2008 24stundir Danska þingið samþykkti í gær að veita Marie Cavallier, heitkonu Jóakims prins, danskan ríkisborgararétt. Hún var áður franskur rík- isborgari, en kaus að fara sömu leið og prinsessurnar Alexandra Manley og Mary Donaldson, sem fengu rík- isborgararétt áður en þær gengu að eiga Danaprinsa. Marie og Jóakim munu ganga í hjónaband 24. maí næstkom- andi og er undirbúningur í fullum gangi í Amalíuborg. aij Verðandi prinsessa Marie Jóakims verður Dani STUTT ● Innflytjendur deyja Lögreglan í Taílandi fann 54 ólöglega inn- flytjendur frá grannríkinu Mjanmar látna í vörubíl. Höfðu þeir kafnað á leiðinni til lands- ins, en í bílnum hafði ríflega hundrað manns verið komið fyrir. ● Nepalar kjósa Þingkosn- ingar í Nepal fóru betur fram en búist var við. Í aðdraganda kosninga var mikið um róstur, sem meðal annars kostuðu 8 manns lífið á þriðjudag. Taln- ing atkvæða gæti tekið tíu daga. Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Lögmenn bandarísks sértrúarhóps sem klauf sig frá Mormónakirkj- unni segja aðgerðir lögreglu stang- ast á við trúfrelsi. Lögregla hafnar því og segir málið einfaldlega snú- ast um umfangsmikið kynferðisof- beldi og misnotkun á börnum. Yfirheyrslur yfir hundruðum barna sem fjarlægð voru af búgarði sértrúarhópsins í Texas hafa leitt í ljós að stúlkur voru neyddar í hjónaband með eldri karlmönnum strax og þær þóttu nógu gamlar – allt niður í tólf ára. Mennirnir tóku sér margar konur og heimilisof- beldi var útbreitt. Sextán ára móðir Lögregla komst á snoðir um ástand mála þegar 16 ára stúlka hringdi í hjálparlínu fyrir þolendur heimilisofbeldis. Sagðist hún vera sjöunda eiginkona fimmtugs manns, sem beitti hana ofbeldi. Með honum ætti hún 8 mánaða barn og væri ólétt af öðru. Stúlkan er ekki á meðal þeirra ríf- lega 400 ungmenna sem fjarlægð voru af búgarðinum, og leit stendur yfir að eiginmanni hennar. Talið er að hann sé í Arizona, þar sem hann hlaut á síðasta ári dóm fyrir aðild að kynferðislegri misnotkun á börnum. Óttast heilaþvott Mikill viðbúnaður var þegar ráðist var til atlögu á búgarðinum. Yfirvöld óttuðust að söfnuðurinn myndi bregðast við með sama hætti og gerðist þegar ráðist var gegn öðrum hópi í Waco í Texas ár- ið 1993. Svo fór ekki – lögregla mætti lítilli mótspyrnu. Þeir sem til þekkja telja ekki víst að stúlkurnar sem lögreglan hefur í sinni gæslu muni snúa baki við söfnuðinum. „Frá því þú fæðist er þér kennt að hugsa ekki sjálfstætt,“ segir Laurie Allen, sem slapp úr klóm safnaðarins. „Þér er kennt að gera það sem þér er sagt. Það er komið fram við konur eins og eign.“ „Þær fæddust inn í þetta,“ segir Carolyn Jessop, sem hefur skrifað bók um reynslu sína í söfnuðinum. „Þær hafa enga hugmynd um hvernig eðlilegt samfélag er. Mæð- ur þeirra hafa enga hugmynd um hvernig eðlilegt samfélag er. Þegar þú ert einu sinni kominn inn á svæðið, þá kemstu ekki burt.“ Söfnuðurinn berst á móti Lögfræðingar hópsins reyna nú að fá dómstóla til að skipa lögreglu að yfirgefa svæðið og leyfa þeim sem eru í haldi að snúa aftur. Meðlimir hópsins segja að fólki megi finnast undarlegt að fjöl- kvæni sé stundað af hópnum og einangrað líferni hans kunni að koma spánskt fyrir sjónir. Þeir benda hins vegar á að hópurinn hafi rétt á að stunda trú sína og rétt til einkalífs. Leggja þeir rannsókn lögreglu til jafns við að ruðst hefði verið inn í Vatíkanið eða aðra helga staði. Saksóknari segir rannsóknina ekki snúast um trúarskoðanir, heldur stórfelld ofbeldisbrot. Fjölkvæni og barna- misnotkun á búgarði  Ungar stúlkur neyddar til að giftast eldri mönnum í sértrúarsöfnuði í Texas Musterið Þar er talið að ungar stúlkur hafi verið gefnar eldri mönnum og neyddar til að hafa mök við þá. ➤ Söfnuðurinn klauf sig fráMormónakirkjunni árið 1930 og hélt áfram að iðka fjöl- kvæni, sem mormónar hættu að gera undir lok 19. aldar. ➤ Talið er að um 6.000 mannstilheyri söfnuðinum. Höf- uðvígi hans er á mörkum Ari- zona og Utah. ➤ Býlið í Texas komst í eigusafnaðarins árið 2004. SÉRTRÚARHÓPUR Kínversk lögregluyfirvöld greindu í gær frá handtöku 45 einstaklinga sem þau segja vera hryðjuverka- menn sem hafi ætlað að láta til skara skríða á Ólympíuleikunum í Peking í sumar. Meðal annars segir lögregla að til hafi staðið að ræna íþrótta- mönnum og gera sjálfsmorðsárásir. Handtökurnar voru gerðar í Xinjiang-héraði, sem á landamæri að Pakistan og Afganistan. Meiri- hluti íbúa héraðsins aðhyllist íslam og hafa hópar þeirra beitt sér fyrir sjálfstæði undan Peking. „Við stöndum frammi fyrir raun- verulegri hryðjuverkaógn,“ segir talsmaður lögreglunnar. Dilxat Raxit, talsmaður aðskiln- aðarsinna sem búa í útlegð, fer fram á að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki ásakanir Kínverja um hryðjuverkastarfsemi. aij Meintir hryðjuverkamenn gómaðir Lagt á ráðin gegn Ólympíuleikunum Verðgildi húseigna lækkar um allt að 10 prósent ef stúdentar búa í nágrenni þeirra. Stúdentarnir eru skör neðar en næstverstu ná- grannarnir – hústökufólk. Þetta eru niðurstöður könnunar sem framkvæmd var á Nýja-Sjálandi fyrstu vikuna í apríl. Andrew King, varaformaður fé- lags fasteigna- fjárfesta, telur að könnunin byggi á úreltum hugmyndum um námsmenn. Segir hann stúdenta hafa breyst á undanförnum ár- um. Þeir haldi færri partí og láti námið hafa forgang fyrir fé- lagslífi. „Annars finnst einum slæmur nágranni sem öðrum finnst góður,“ segir King. aij Nýsjálenskir húseigendur Verstu nágrann- arnir stúdentar Krám á Bretlandi fækkaði um 1.409 á síðasta ári, eða nærri fjór- ar á dag. Minni sala á bjór og aukinn kostnaður eru helstu ástæður þessarar þróunar, að sögn bresku bjór- og kráasamtak- anna BBPA. „Ef fram heldur sem horfir verða ótal þorp kráarlaus á næstu árum,“ segir Rob Heyw- ard, framkvæmdastjóri BBPA. Hvetur hann stjórnvöld til að endurskoða áfengisgjöld og styðja þannig við krárnar. aij Breskum krám fækkar Pöbbinn í út- rýmingarhættu Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is MEISTARANÁM Í VIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK Nýtt og spennandi meistaranám fyrir stjórnendur og leiðtoga sem vilja starfa við nýsköpun, rekstur, þjónustu og stjórnun á sviði heilbrigðismála. Unnið er í náinni samvinnu við þrjá erlenda háskóla: Columbia University í New York, McGill University í Montreal og Mayo Clinic í Rochester. FORYSTUFRÆÐUM OG NÝSKÖPUN MPH Ex-nám (Master of Public Health Executive) er fyrir • framsækna stjórnendur í heilbrigðismálum • frumkvöðla sem vilja öðlast þekkingu til að koma hugmyndum sínum í verk • metnaðarfulla einstaklinga sem ætla sér hlutverk í þeim breytingum sem framundan eru í heilbrigðismálum Íslendinga. Námið miðar að því að þátttakendur öðlist afburðaþekkingu og færni í stjórnun stofnana og fyrirtækja þar sem þekking starfsmanna er helsti styrkurinn. MPH Executive er kennt í lotum tvær helgar í mánuði og sniðið að þörfum þeirra sem stunda atvinnu með námi.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.