24 stundir - 11.04.2008, Qupperneq 11
24stundir FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2008 11
Framsóknarflokkurinn virðistenn ekki laus við af-brýðisemi eftir skilnaðinn
við Sjálfstæðisflokk-
inn. Elskulegt
hjónaband Sjálf-
stæðisflokks og
Samfylkingar vekur
því ætíð viðbrögð.
Valgerður Sverr-
isdóttir finnur nú að því að sam-
fylkingartónn sé kominn í Einar
K. Guðfinnsson landbún-
aðarráðherra. Þetta gildi þó ekki
inni á þingi, heldur þegar hann tal-
ar við frjálshyggjuarm Sjálfstæð-
isflokksins í Valhöll. Valgerður er
að ræða aukið frelsi í innflutningi
búvara. Hún segir Einar K. hafa
sagt frá breytingunni á látlausan
hátt á þingi, en í Valhöll hafi hann
sagt málið merkileg tímamót.
Valgerður veit að ekki stend-ur hugur allra sjálfstæð-ismanna af landsbyggð-
inni til afnáms búvörutolla. Hún
spurði því Arn-
björgu Sveins-
dóttur, formann
landbúnaðarnefnd-
ar, hvort Sjálfstæð-
isflokkurinn hefði
viljað þetta sjálfur.
Og segir svo:
„Svar Arnbjargar var að við
yrðum að taka yfir þessa mat-
vælalöggjöf. Það var eins og að það
væri ekki gert með glöðu geði.“
Valgerður segir broslegt að Sjálf-
stæðisflokkurinn sé orðinn bréf-
beri frá Brussel inn á Alþingi og að
landbúnaðarráðherra skuli hafi
tekist að gleðja Helga Hjörvar
með sterkum samfylkingartóni.
Öðruvísi mér áður brá, gæti Val-
gerður sagt.
Almannatengill telur apr-ílgabb Útvarpsins hafaverið seint á ferðinni í ár.
Gabbið hafi birst í gær í bulli um
bor. „Fréttamaður
og talsmaður áhuga-
félags um jarðgöng
fyrir austan töluðu
eins ekkert væri
sjálfsagðara“ en að
Austfirðingar keyptu
bor 2 úr Kárahnjúkum. Almanna-
tengillinn, Atli Rúnar Hall-
dórsson sem var fréttamaður á
RÚV til forna vandar RÚV og ís-
lenskum fjölmiðlum ekki kveðj-
urnar og telur fréttamenn sem
ekki kynna sér mál seint geta orðið
upplýsandi. Því skal þó haldið til
haga að almannatenglar eins og
Atli Rúnar eru til þess að hjálpa
fjölmiðlum við að kynna sér mál -
en alltaf frá einni hlið.
beva@24stundir.is
KLIPPT OG SKORIÐ
Ríkisútvarpið flutti okkur
fréttir af því í fyrrakvöld að fé-
lagar í Kennarasambandi Íslands
hafi umtalsvert lægri laun en fé-
lagsmenn í Bandalagi háskóla-
manna, VR og Samtökum starfs-
manna fjármálafyrirtækja. Þetta
vissum við.
Könnun sem gerð var meðal
kennara sýnir jafnframt að kenn-
urum finnst vanta talsvert upp á
til að laun þeirra geti talist sann-
gjörn. Karlkennarar vilja 34 pró-
senta hækkun, kvenkennarar vilja
43 prósenta hækkun.
Þetta vissum við líka.
Sanngjarnari laun
Grunnskólakennarar eru lægst
launaða kennarastéttin. Þegar
rýnt er í tölurnar kemur í ljós að
framhaldsskólakennarar geta
fengið mestu viðbótina, leik-
skólakennarar minnstu. Frétt
Ríkisútvarpsins ber yfirskriftina
Kennarar vilja sanngjarnari laun.
Sanngjarnari. Svona píslavættis-
sanngjarnari. Það er svo lengi bú-
ið að sparka í kennara, - og þeim
finnst svo lengi hafa verið spark-
að í sig að þeir krefjast sann-
gjarnari launa. Það er eitthvað al-
veg brjálæðislega máttlaust við
þetta að mínu mati. Þeir eru í
hlutverki hinna lúbörðu og krefj-
ast sanngjarnari meðferðar. Ég
man eftir því að þegar ég var
minni en ég er í dag voru kenn-
arar hundfúlir með hlutskipti
sitt. Það var endalaust verið að
segja okkur krökkunum frá bág-
um kjörum kennara. Verkföll
voru tíð þá eins og nú. En áfram
hélt lífið, börnin sjálfala, en at-
vinnulífið beið ekki hnekki, þá
eins og nú.
Samspil okkar allra
Við höfum semsagt lengi glímt
við þennan sama vanda. Kenn-
arar eru og hafa lengi verið
óánægðir með kjör sín. Og hvað
gerum við. Við berjum hausnum
við steininn og ekkert breytist svo
að í hvert sinn sem samningar
eru undirritaðir berst kór
óánægjuradda sem finnst ekki
nóg gert. Því spyr ég, hvar er
veilan? Er það í krónutölunni eða
má vera að það sé eitthvað bogið
við þessa samninga frá grunni?
Nú halda eflaust margir að ég sé
að varpa ábyrgðinni yfir á kenn-
arana en það er ég alls ekki að
gera. Þetta er samspil okkar allra.
Kennaranna sem kvarta og okkar
sem berjum á þeim. Það lítur
fljótt á litið út fyrir að ákveðin
sátt ríki um að þessi stétt þurfi að
fá meira fyrir sinn snúð. Samt
létum við átta vikna verkfall
kennara hafa lítil áhrif á okkur
hér fyrir nokkrum árum. Eins og
menntun barnanna okkar skipti
engu máli. En er veilan þar? Met-
um við ekki störf kennara nóg?
Ég held að hluti vandans sé þar.
En drjúgur hluti felst í samning-
unum sjálfum. Samningum sem
innihalda mínútutal. Hversu
margar mínútur af klukkustund-
inni fari í undirbúning og hversu
margar í frímínútur? Hvenær og
hversu lengi á að vera í endur-
menntun og hvenær í sumarfríi?
Gefum upp á nýtt
Nú tek ég það fram að ég er
ekki í samninganefnd og ein-
göngu áhorfandi en ég held að
við ættum að stokka algerlega
upp þessa kennarasamninga.
Gera samning við kennara um
fjörutíu stunda vinnuviku allt ár-
ið um kring með tilheyrandi or-
lofi eins og aðrar stéttir fá. Það
að vera endalaust að togast á um
einhverjar mínútur hér og sum-
arfrí og páskafrí þar er að þvælast
fyrir okkur. Við erum alltaf með
einhver formerki á samningunum
sem valda misskilningi. Hendum
núverandi samningum og gefum
upp á nýtt. Tökum til. Gerum
okkur grein fyrir hvað háskóla-
menntaðir einstaklingar sem sjá
æsku landsins fyrir menntun eiga
að hafa í laun fyrir fullan vinnu-
dag og ekki hugsa um hvort verið
sé í fríi eða undirbúningi á milli
vinnustunda. Þegar hætt er að
slást um í hvað mínúturnar fara
getum við nýtt þær betur til upp-
byggingar skólanna og almennrar
kennslu. Þetta skiptir máli. Ger-
um þetta af alvöru.
Höfundur er vinur kennara og
áhugamanneskja um betri skóla
Hættum að telja mínútur
VIÐHORF aHelga Vala Helgadóttir
Þetta er sam-
spil okkar
allra. Kenn-
aranna sem
kvarta og
okkar sem
berjum á
þeim. Það lítur fljótt á lit-
ið út fyrir að ákveðin sátt
ríki um að þessi stétt
þurfi að fá meira fyrir
sinn snúð.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Rhodos
7. júní og 14. júní
frá kr. 59.990
Aðeins örfáar íbúðir í boði!
Bjóðum nú frábært sértilboð á einum af okkar vinsælasta gististað á Rhodos,
Hotel Forum, með hálfu fæði. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað
Heimsferða. Íbúðahótelið Forum stendur aðeins um 100 m. frá ströndinni.
Á hótelinu er góð sundlaug, barir og veitingastaður. Góð aðstaða er fyrir börn
s.s. barnalaug, leikaðstaða, billiard, pílukast, borðtennis o.fl. Á daginn og
kvöldin er skemmtidagskrá fyrir bæði börn og fullorðna.
Örfáar íbúðir í boði á þessu frábæra verði.
Verð kr. 59.990 - hálft fæði
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð m/1 svefnherbergi í viku.
M
bl
99
12
73
Sértilboð á Forum ***
- með hálfu fæði
Verð kr. 71.990 - hálft fæði
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi í viku.
www.billiard.is
Suðurlandsbraut 10 2.h. • Reykjavík
Sími 568 3920 og 897 1715
Púl er kúl
Um er að ræða litla íbúð á
neðstu hæð. Er í dag stúdíó með
eldhúsaðstöðu og sér baðher-
bergi með sturtu. Svo er sérher-
bergi með eldhúsaðstöðu og
aðgangi að snyrtingu á gangi og
sturtuaðstöðu í þvottahúsi. Ís-
skápar eru í báðum einingunum
og eldavélarhelllur. Fataskápur er
í herbergi en fatahengi í stúdíó. Frábær útleigukostur. Flott staðsetning.
Göngufæri í miðbæinn og alla þjónustu og skóla. Verð 15,5 millj.
Laust strax.
Hafið samband við Jóhannes í síma 615 1226
eða á skrifstofu Eignavers s-5532222
Eggert Sk. Jóhannesson, Jóhannes Eggertsson, Ólafur Thoroddsen hdl.
Fasteignasalan Eignaver
Sími 553-2222 • eignaver.is
Síðumúli 13 • 108 Reykjavík
Fasteignasala Eignaver kynnir
Nýjar vörur frá
No Secret
Stærðir 42-56
Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15
Dr.Hauschka
Náttúrulegar snyrtivörur
Rósakrem
fyrir þurra og viðkvæma húð
Lífrænt ræktuð Rósablóm og rósaber
hjálpa til við að varðveita rakann í
húðinni. Það gerir húðina silkimjúka og
veitir henni sérstaka vernd.
Rósakremið inniheldur einungis hrein
náttúruleg efni og lífrænt ræktaðar
lækningajurtir. Það er án allra kemiskra
rotvarnarefna og ilmefna. Imurinn
er úr hreinum ilmkjarnaolíum. Þetta á
einnig við um allar aðrar vörur frá
Dr.Hauschka.
Útsölustaðir: Yggdrasill Skólavörðustíg 16,
Fræið Fjarðarkaup, Lyf & heilsa Kringlunni,
Lífsins Lind Kringlunni, Lyfja, Maður Lifandi
og Heilsuhornið Akureyri.
dreifing: