24 stundir - 11.04.2008, Síða 18

24 stundir - 11.04.2008, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2008 24stundir Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is „Marek hafði gengið á eftir mér með bónorðið í einhvern tíma en það var ekki fyrr en við vorum á ferðalagi um Austur-Evrópu sum- arið 2006 að við ákváðum í sam- einingu að láta slag standa. Við vorum stödd í Kraká þegar ákvörð- unin var tekin. Þetta var óformlegt og ég ætlaði ekki einu sinni að setja upp trúlofunarhring. Það fannst mömmu Mareks hins vegar algjör hneisa og hún dró mig með sér í skartgripabúð þegar við komum til Póllands og valdi hring handa mér,“ segir Berglind. Bónorð og síðan börn Pólverjar eru kaþólsk þjóð og fólk gerir því hlutina í réttri röð ef svo má segja, það er að segja giftir sig fyrst og síðan koma börnin. Berglind segir að það að stofna fjölskyldu sé gríðarlega mikilvægt og fjölskyldan sé í raun mátt- arstólpi þjóðfélagsins. Ákveðið var að halda tvær brúðkaupsveislur og byrja á þeirri formlegu í Póllandi þar sem mikilvægt var að gifta sig í kaþólskri kirkju. Undirbúningur brúðkaupsins tók um ár þar sem það þurfti að skipuleggja frá Ís- landi og nóg var af auka papp- írsvinnu þar sem um giftingu fólks af ólíku þjóðerni og trú var að ræða. Það fyrsta sem Berglind pantaði fyrir brúðkaupið var brúð- kaupskjóllinn sem kom sérsau- maður frá Kína og smellpassaði Streð að finna prest „Fyrir giftinguna þurftum við að ganga til kaþólsks prests hér heima sem þurfti bæði að votta og sam- þykkja að við mættum ganga í hjónaband þar sem ég er mótmæl- endatrúar. Einnig þurftum við að fara nokkrum sinnum til Póllands til að ganga frá skriflegum forms- atriðum. Það var dálítið streð að finna hver ætti að gifta okkur þar sem fæstir prestarnir ytra tala ensku og ég þurfti að svara spurn- ingum þeirra og skrifa undir sátt- mála. Þetta leystist loks farsællega þannig að presturinn hér heima fór með mér í gegnum það sem ég myndi samþykkja. Við giftum okk- ur síðan í fallegri kirkju í Wejher- owo, rétt hjá Gdanzk þar sem fjöl- skylda Mareks býr, í ágúst 2007,“ segir Berglind. Þriggja daga veisla Í Póllandi stendur brúðkaups- veislan í þrjá daga og kom talsvert af vinum og ættingjum Berglindar frá Íslandi til að taka þátt í hátíða- höldunum. Daginn fyrir brúð- kaupið var slegið upp grillveislu hjá tengdaforeldrunum þar sem um 50 manns nutu góðs matar, drykkjar og söngs fram eftir nóttu. Brúðkaupið sjálft var síðan seinni- partinn daginn eftir og segir Berg- lind að fyrirkomulag dagsins hafi verið svipað og hér. Helst hafi það komið sér á óvart að ekki var spil- aður hinn hefðbundi brúðarmars í kirkjunni. „Við pabbi biðum heil- lengi eftir marsinum sem aldrei kom, en þegar brúðarmeyjarnar voru komnar upp að altarinu ákváðum við að ganga bara af stað,“ segir Berglind og hlær að minningunni. Eftir brúðkaupið fóru hin nýbökuðu brúðhjón í hálfgerða brúðkaupsferð og flat- möguðu á Jurata-ströndinni með íslensku brúðkaupsgestunum. Héldu þriggja daga veislu að pólskum sið Tengdamamma valdi trúlofunarhringinn Berglind Rós Karlsdóttir, MA-nemi í ferðamála- fræði, og Marek Lidzki matreiðslumaður kynnt- ust á Norrænu sumarið 2004. Þau giftu sig í Pól- landi síðastliðið sumar með pompi og prakt, en veislan stóð í þrjá daga. Á sólríkum brúð- kaupsdegi Mareks og Berglindar í Póllandi. Í búðkaupsveislu Mareks og Berglindar voru reiddir fram einir tólf réttir að hefðbundnum pólsk- um hætti, svína- og nautakjöt, súpur og önd svo eitthvað sé nefnt. „Í pólskum brúðkaupsveislum gengur allt út á að borða góðan mat, fara í leiki, dansa og drekka vodka. Fyrst er byrjað að gæða sér á forréttinum sem í raun var steik og meðlæti. Síðan er dansað, borð- að af hlaðborði, tekið staup og far- ið í leiki þar sem brúðhjónin eru í aðalhlutverki og svona gengur þetta langt fram eftir nóttu. Allir skemmtu sér eins og um eina stóra fjölskyldu væri að ræða og skipti engu þótt gestirnir töluðu ekki sama tungumálið,“ segir Berglind. Þriðja veislan Daginn eftir brúðkaupsveisluna hefst þriðja veislan en þá eru allir afgangar frá kvöldinu áður settir á borðið, hljómsveitin byrjar aftur að spila og fólk skemmtir sér langt fram á kvöld. Að lokinni veislu fá gestir síðan matarpakka og vodka- flösku til að taka með sér heim. Pólskar hefðir Í Póllandi tíðkast að henda smá- peningum þegar brúðhjónin ganga út og eiga þau síðan að tína þá upp sem tákn um auð og velgengni. Al- gengast er að brúðhjónin fái pen- ingagjöf og eiginmaðurinn taki þá á móti gjöfinni en eiginkonan fái blóm. Í stað þess óskaði Berglind eftir því að fá leikföng sem brúð- hjónin gáfu síðan til munaðarleys- ingjaheimilis bæjarins. Dansað, sungið og drukkið langt fram eftir nóttu Skemmtu sér sem ein stór fjölskylda Pólskar brúðkaups- veislur Eru fjörugar með mat, dansi og vodka. Boogie Nights er teymi plötusnúða sem sérhæfa sig í veislustuði Pantaðu þinn skífuþeytara strax og hafðu veisluna fullkomna DJ Hlö 896 2022 DJ Sport 892 1242 Bíll og bílstjóri við öll tækifæri Gerið brúðkaupið enn gæsilegra látið fagmann keyra ykkur Bíllinn er skreyttur að ósk brúðhjóna af fagmanni Upplýsingar í síma 698 6600 DUKA Kringlunni 4-12 Sími 533 1322 | duka@duka.is

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.