24 stundir - 11.04.2008, Page 21

24 stundir - 11.04.2008, Page 21
24stundir FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2008 21 Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Orðið gifting er komið af orðinu gjöf, að gefa. Feður gáfu dætur sín- ar öðrum mönnum,“ útskýrir Gyða og nefnir það sem eitt dæmi um það hve hjónavígslan er hlaðin karllægum hefðum. „Ég á mig sjálf þótt ég sé í hjónabandi,“ bætir hún við. „Mér finnst mikilvægt að bæði konur og karlar sem ætla að ganga í hjónaband geri sér grein fyrir því hve athöfnin er hlaðin gildum frá gömlum tíma og viti að það eru til ótal margir aðrir möguleikar sem þeim eru opnir. Ég sjálf kaus að ganga í mitt hjónaband á jafnrétt- isgrundvelli. Athöfnin var borg- araleg og enginn gaf mig í burtu.“ Brúðurin er gjöf „Karlar kvænast, sem þýðir að þeir þurfi að borga fyrir konur sín- ar og þaðan kemur líka orðið brúðkaup. Þeir kaupa brúði sína. Hvíti kjóllinn á líka að tákna meintan hreinleika brúðarinnar og slörið táknar svo það að hann er að hitta brúðina í fyrsta sinn. Hún er honum framandi og ókunnug gjöf. Hann er svona að opna gjöfina þegar hann sviptir hulunni frá andliti hennar.“ Brúðurin mikla Díana „Ég og Elín Sigurðardóttir gerðum könnun um viðhorf unglinga í framhaldsskóla. Það kom okkur á óvart hversu fast- heldin þau eru á hefðir meðan þau voru samt sem áður ekkert upptekin af trúarlegum gild- um. Ef til vill hafa kvikmyndir og menning mikil áhrif. Hið rómantíska hvíta brúðkaup virðist eina viðurkennda leiðin og það hefur oft verið rakið til þess þegar Díana prinsessa gifti sig Karli Bretaprinsi. Upp frá því varð þetta hvíta brúð- kaup mjög ríkjandi á Vest- urlöndum. Fyrir þann tíma voru hjónabönd ekkert sér- staklega „inn“.“ Gyða telur einnig að efna- hagsástand skipti máli og hvít brúðkaup séu fremur vinsæl í góðu árferði en annars. „Þessi vinsælasta leið er auðvitað mjög kostnaðarsöm, eins og kannski mátti helst sjá í Brúð- kaupsþættinum Já sem var á dagskrá hér á landi í nokkurn tíma. Þar fengu tilvonandi brúðhjón að kynnast öllu því sem þau þurftu að gera, kaupa og hvernig þau áttu að vera til að brúðkaupið heppnaðist vel og það var heilmikið.“ Skiptir máli „Ég fagna því að fólk velji sjálft og sé meðvitað um af hverju það geri það og viti einnig af því hversu margir möguleikar því standa opn- ir aðrir en hið dæmigerða hvíta brúðkaup. Ég vil að konur og karl- ar séu meðvituð um þennan merk- ingarbæra heim sem þau ganga í við þessa mikilvægu athöfn.“ Hjónavígslan er karllæg athöfn hlaðin hefðum Ég á mig sjálf „Öll umgjörð kringum kristilega hjónavígslu byggir á gömlum hug- myndum um að konur séu körlum gefnar. Ég á mig sjálf,“ segir Gyða Pétursdóttir sem hefur farið í saumana á karl- lægum hefðum hjóna- vígslu. „ Ég hef engum verið gefin,“ bætir hún við. Giftist í gallabuxum Afslöppuð athöfn fyrir austan í sól og blíðu. Brúðkaupið mikla Varð ekki farsælt þrátt fyrir fagra stund. Amé inniheldur engan viðbættan sykur eða sætuefni og er framleiddur úr náttúrulegum hráefnum. Það fæst í fjórum frábærum bragðtegundum • appelsínu og vínberja • vínberja og apríkósu • ylliberja og sítrónu • hindberja og brómberja Amé hefur notið sívaxandi vinsælda og er tilvalinn drykkur í hæsta gæðaflokki til að bjóða upp á í matarboðum og veislum allan ársins hring. Drykkurinn er frískandi með mildu bragði, létt freyðandi og virkilega fallegur fram að bera. Amé nafnið er komin úr Japönsku og þýðir „blítt regn“Heillaðu gestina og bjóddu upp á frískandi Amé í fallegu glasi Amé – fágaður veisludrykkur Amé er frískandi ölkelduvatn með ávaxtabragði og einstakri blöndu austrænna jurtaseyða Útsölustaðir: Heilsuhúsið, Heilsuhornið Akureyri, Fjarðarkaup, Blómaval, Samkaup Úrval Njarðvík, Maður Lifandi, Garðheimar, Nóatún, Melabúðin

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.