24 stundir - 11.04.2008, Síða 24

24 stundir - 11.04.2008, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2008 24stundir Það er að mörgu að huga þegar finna þarf sal fyrir veisluna. Eitt af því er að íhuga hvort þjónustan eigi að vera innifalin eða ekki. Það er vitanlega mun ódýrara að sleppa þjónustunni og fá vini, systkini eða aðra til að þjónusta gestina fyrir lítið fé. Hins vegar þarf minni áhyggjur að hafa ef þjónustan er innifalin auk þess sem þjónustan er án efa fagmannlegri. Veisla með eða án þjónustu Undanfarið hafa svokölluð gæsa- og steggjapartí tíðkast hérlendis þar sem tilgangurinn er að skemmta sér í góðra vina hópi, svona rétt áður en gengið er í hnapphelduna. Sumir kjósa að sleppa því og halda þess í stað eitt risastórt partí stuttu fyrir brúð- kaupið þar sem vinir brúðgumans og brúðarinnar skemmta sér sam- an. Góð leið til að hrista hópinn saman fyrir stóra daginn. Skemmtilegt partí fyrir alla Varla er hægt að segja ég elska þig á einfaldari og betri hátt en með rist- uðu brauði sem er heitt og sætt eins og ástin. Með þessum stimpli má auðveldlega koma slíkum skila- boðum á framfæri. Ristið brauð- sneið og þrýstið síðan stimplinum mátulega fast ofan á brauðið. Rómantískara getur það varla orð- ið með góðum osti og sultu og gæti kveikt ástarbál á notalegum morgni. Byrjið daginn á ástarbrauði Bergþór Pálsson söngvari er vanur því að syngja í brúðkaupum og er hann upptekinn við þá iðju flestar helgar á sumrin. Aðspurður hvaða lög séu vinsælust í brúð- kaupum segir hann að það sé mis- jafnt. „Það gengur í bylgjum hvaða lög eru vinsæl en samt sem áður er það nokkuð algengt að fólk sé með eitthvað ákveðið í huga og það þarf ekki endilega að vera samkvæmt tískunni. Ef eitthvað fer hins vegar í spilun, eins og lagið Með þér með Bubba eða Ást með Ragnheiði Gröndal þá koma þau sterk inn. Svo eru sum lög sem ganga ár eftir ár eins og lagið Kannski er ástin en það eru mjög margir sem vilja hafa það í brúðkaupinu. Sennilega vegna þess að það er fallegt lag sem hefur líka innihald. Það fjallar um hvað ástin getur haft margar hliðar en meðan okkur endist líf er ég ákveðin/n í því að við verðum saman.“ Bergþór segist hafa mikla ánægju af því að syngja í brúð- kaupum hjá fólki. „Þetta er með því skemmtilegra sem ég geri. Það eru allir í svo góðu skapi að það er mjög auðvelt að ná til fólks. Allir eru í sínu fínasta pússi og með góðar óskir í huga,“ segir Bergþór sem syngur bæði í kirkjum og í veislum. „Dagskráin í veislunni er þó af öðrum toga og það er meira um gamanmál þar enda athöfnin sjálf hátíðleg trúarathöfn. Þó hún þurfi líka að vera létt þá þarf að virða ákveðin mörk, athöfnina og kirkjuna.“ Bergþór syngur oftast einn sálm og að minnsta kosti tvö önnur lög í kirkjunni. „Oftast eru lögin á ís- lensku, það er af svo mörgu að taka að það er óþarfi að leita í aðra smiðju. Móðurmálið höfðar sterk- ast til manns og þegar svona mik- ilvæg athöfn er held ég að flestum finnist það persónulegast.“ svanhvit@24stundir.is Lögin Með þér, Ást og Kannski er ástin vinsæl í brúðkaupum Skemmtilegur hamingjusöngur Bergþór Pálsson „Þetta er með því skemmtilegra sem ég geri. Það eru allir í svo góðu skapi að það er mjög auðvelt að ná til fólks.“ noatun.is Veisluþjónustan í Nóatúni Smáralind býður upp á glæsilegt úrval af fjölbreyttum réttum til að fullkomna veisluborðið. Rækjuspjót Tapas snittur Kjúklingaspjót Teriyaki nautaspjót Ostapinnar í úrvali Veisluþjónusta Nóatúns Pantanir í Nóatúni, Smáralind s. 585 7170

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.