24 stundir


24 stundir - 11.04.2008, Qupperneq 25

24 stundir - 11.04.2008, Qupperneq 25
24stundir FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2008 25 Allir gömlu góðu réttirnir og frábærar nýjungar Komdu til okkar, taktu með eða borðaðu á staðnum Alltaf góð ur! Kjúklingastaðurinn Suðurveri Nú er orðin n stór LÍFSSTÍLLHELGIN helgin@24stundir.is a Þetta er eiginlega hluti af uppeldis- hugsuninni hjá Stórsveit Reykjavíkur. Við erum að hugsa um nýliðun hjá okkur í framtíðinni. Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Trommur verða barðar til óbóta og blásið í lúðra af öllum stærðum og gerðum í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardag. Þar stendur Stórsveit Reykjavíkur fyrir árlegu Stór- sveitamaraþoni sínu. Þetta er 12. árið sem maraþonið er haldið og að venju býður Stórsveitin yngri stórsveitum landsins með sér og leikur hver sveit í um hálftíma. Aldrei fleiri sveitir „Þetta er með hefðbundnu sniði nema það eru fleiri bönd sem taka þátt og það er náttúrlega bara mjög gleðilegt,“ segir Sigurður Flosason, tónlistarmaður og félagi í Stórsveit Reykjavíkur. Auk gest- gjafanna taka átta stórsveitir þátt í maraþoninu og eru þær á ýmsum aldri og ólíkum getustigum. Sig- urður segir að tilgangurinn með maraþoninu sé margþættur. „Þetta er eiginlega hluti af uppeldishugs- uninni hjá Stórsveit Reykjavíkur. Við erum að hugsa um nýliðun hjá okkur í framtíðinni þannig að þeg- ar við stöndum loks upp úr stól- unum, hver og einn, þá verði ein- hverjir til að taka við,“ segir Sigurður og bætir við að einnig sé maraþoninu ætlað að efla liðsand- ann, gera félögum í sveitunum kleift að hittast og kynnast og vekja athygli á starfsemi stórsveitanna út á við. Fjölbreytt efnisskrá Hver sveit spilar sína dagskrá á maraþoninu og segir Sigurður að búast megi við mikilli fjölbreytni miðað við reynslu fyrri ára. „Þetta er náttúrlega mikið af djasstónlist en sum böndin spila alls konar popptónlist og allt sem nöfnum tjáir að nefna,“ segir hann. Maraþonið hefst kl. 13 með leik gestgjafanna í Stórsveit Reykjavík- ur en svo tekur hver sveitin við af annarri. Dagskránni lýkur kl. 17:30 og er fólki frjálst að koma og fara að vild. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Stórsveitamaraþon Stórsveit Reykjavíkur býður yngri stór- sveitum landsins með sér í maraþon á laugardag. Lúðrablástur fyllir sali Ráðhússins á laugardag Tónlistarmaraþon Um 150 tónlistarmenn á ýmsum aldri taka þátt í árlegu Stórsveita- maraþoni Stórsveitar Reykjavíkur í Ráðhúsi borgarinnar á laugardag. Aldrei hafa fleiri sveitir tekið þátt. Á efnisskránni er djass, popp og allt þar á milli. 24stundir/Sverrir Listadagar barna og ungmenna í Garðabæ halda áfram í dag og á morgun og verður ýmislegt á dag- skránni báða dagana. Ragnheiður Gestsdóttir, rithöfundur og mynd- listarmaður, verður með ritsmiðju fyrir 9-12 ára börn á Bókasafni bæjarins í dag kl. 10-12 og kl. 13- 15. Í Garðbergi og Hönnunarsafni Íslands verður sýning á verkum nemenda við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og sýning á tillögum úr samkeppni um hönnun Hönn- unarsafns Íslands. Á morgun verður opið hús í helstu leik- og grunnskólum bæj- arins þar sem verk nemenda verða til sýnis. Sama dag verður efnt til menningargöngu undir leiðsögn Aðalsteins Ingólfssonar, listfræð- ings og forstöðumanns Hönn- unarsafns Íslands. Gangan hefst við Vídalínskirkju kl. 13 og verður gengið á milli útilistaverka í bæn- um. Nánari dagskrá Listadaga má nálgast á vef Garðabæjar www.gar- dabaer.is. Listadagar í Garðabæ Listsköpun unga fólksins Þursar norðan heiða Tónlist Norðlendingar og ná- grannar fá tækifæri til að berja Þursaflokkinn augum um helgina því að þessi goðsagnakennda hljómsveit heldur þrenna tónleika á Græna hattinum á Akureyri. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld og tvennir annað kvöld. Miðaverð er 3.500 kr. Wainwright á Íslandi Tónlist Íslenskir aðdáendur kan- adíska tónlistarmannsins Rufus Wainwright hafa ástæðu til að kæt- ast því að kappinn heldur tónleika í Háskólabíói á sunnudag. Tónleik- arnir hefjast kl. 20 og er miðaverð 6.300 kr. Alheimshreingjörningur Listir Gjörningalistakonan Anna Richardsdóttir heldur fjórða al- heimshreingjörning sinn laug- ardagskvöldið kl. 20:30 en alls verða gjörningarnir tíu talsins. Verkið nefnist „Hreingjörningur í lit“ og verður fluttur í bílageymslu við Norðurorku að Rangárvöllum. Kvikmyndaveisla Kvikmyndir Bíódagar Græna ljóssins hefjast í dag og standa í tvær vikur. 13 áhugaverðar kvik- myndir eru á dagskránni sem má nálgast á www.graenaljosid.is. Þjóðlegir Þursarnir leika á Akureyri um helgina. Það besta í bænum ● Hringnum lokað Hljómsveit- irnar Dr. Spock, Benny Cres- po’s Gang og Sign ljúka tón- leikaferð sinni um landið með tónleikum á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll í kvöld. Húsið verður opnað kl. 21. ● Nýtt Tungl Skemmtistað- urinn Tunglið verður opnaður á föstudagskvöld að Tryggva- götu 22 þar sem Gaukur á Stöng var til húsa um árabil. Staðurinn verður opnaður al- menningi á miðnætti. ● Sálin á Nasa Sálin skemmtir gestum Nasa við Austurvöll laugardaginn 12. apríl. Húsið verður opnað kl. 23 og er miðaverð 2.200 kr. ● Þrenna á Organ Hljóm- sveitirnar Yunioshi, Blood- group og Sometime koma fram á tónleikastaðnum Org- an á laugardag kl. 22. ● Til heiðurs Stones Magni úr Á móti sól og Matti úr Pöpunum heiðra hljómsveitina Rolling Sto- nes á sinn hátt á skemmtistaðn- um Players í Kópavogi í kvöld. Annað kvöld verður Austfirð- ingaball á sama stað. ● Blús á Classic Rock Hljómsveitin BluesAkademí- an heldur tónleika á veit- ingastaðnum Classic Rock í Ármúla á laugardag. Tónleik- arnir hefjast kl. 22 og er að- gangseyrir 500 kr. ● Kyrrðarstund Kaþólskur trappistamunkur, William Meninger, flytur hugvekjur og stýrir kyrrðardegi í Neskirkju laugardaginn 19. apríl kl. 10- 16. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. ● Markaðsdagur „Komdu og skoðaðu í kistuna mína“ er yfirskrift markaðsdags í Mar- ínu, Strandgötu 53 á Ak- ureyri, sem fram fer sunnu- daginn 13. apríl kl. 12-17. Á þriðja tug aðila selja nýjar og notaðar vörur. ● Hagfræði og súpa Guð- mundur Ólafsson hagfræð- ingur verður ræðumaður á súpufundi Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum á laugardag 12. apríl kl. 12 -13 í félagsheimili Frjálslynda flokksins að Skúlatúni 4 (2. hæð). UM HELGINA

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.