24 stundir


24 stundir - 11.04.2008, Qupperneq 26

24 stundir - 11.04.2008, Qupperneq 26
Enginn hleypur 1. apríl af sama kappi og hinn bjartsýni vorveiði- maður. Einmitt þann dag hefst veiðitímabilið. Oft í vonlausu veiðiveðri, sjaldan með mikilli fiskigengd, en alltaf með þeirri barnslegu bjartsýni sem engir þekkja betur en stangveiðimenn: Að nú sé að hefjast besta vertíð allra vertíða. Í ár brjóta menn ís af vötnum og bræða af stöngum til að ná kasti. Aprílveiðar hafa lengstum verið kenndar við sjóbirtingsslóðir, eink- um í Skaftafellssýslum. Vatnamót- in, Tungufljót, Tungulækur og fleiri góð sjóbirtingsvötn verða nú opnuð fyrir veiðar. Litlá í Keldu- hverfi bætist við fyrir norðan, enda hlý frá náttúrunnar hendi. Nú er Varmá hins vegar úr leik eftir klór- árásina miklu sem engum er til sóma; gott þó að vernda ána eftir þennan skandal. Sem betur fer er sá siður að mestu aflagður að veiða horaða hrygningarfiska og sleppa í svörtum plastpokum í ruslafötu á bensínstöðinni á Klaustri. Þess í stað er þeim sleppt aftur í vatnið lifandi. Sjóbirtingur getur orðið fjörgamall og risastór, og ávaxtað sitt pund með endurteknum hrygningum á heimaslóð. Því er eðlilegt að banna dráp á óætum niðurgöngufiski sem er á leið til sjávar að fita sig. Hins vegar er ekk- ert því til fyrirstöðu að Íslendingar lifi með náttúrunni og veiði sér sprækan geldfisk til matar á vori jafnt sem hausti. Vorveiðin ætti því eingöngu að vera með flugu og alls staðar ætti að gilda reglan um að veiða og sleppa – nema einum og einum matfiski. Aprílveiðin er góð til að taka úr sér ,,veiðihrollinn“ þótt hún gefi manni reyndar oftast annan hroll ómældan eins og sjá má á myndum af veiðislóð þessa dagana. Hvernig á að sleppa fiski? Jóhannes Sturlaugsson fiski- fræðingur sagði í viðtali við Flugu- fréttir á flugur.is að ef veiðimenn vilji sleppa fiski sé nauðsynlegt að meðhöndla hann á sérstakan hátt, því hreistur birtingsins á vorin sé afar laust. ,,Best er að sleppa því að háfa fiskinn, ef kostur er, sé veiði- maðurinn ekki með hnútalausan háf. Forðast skal að lyfta fiskinum upp, en vilji menn gera það, t.d. vegna myndatöku, er nauðsynlegt að lyfta honum með báðum hönd- um. Menn eiga aldrei að sporðtaka fisk sem á að sleppa, því þá er eins víst að menn brjóti í sundur hrygg- súlu fisksins og þá lifir hann ekki lengi. Við þetta bæti ég að best er að veiðimaður krjúpi í vatninu og lyfti örlítið undir fiskinn meðan myndað er, önnur hönd styðji var- lega við um stirtlu og hin lyfti und- ir kvið. Þegar búið er að smella af er fiskurinn lagður aftur í vatn og gripið um legg flugunnar, oft nær fiskurinn að hrista sig lausan við það. Þurfi að hafa meira við er gott að hafa töng í veiðivestinu til að grípa um fluguna og losa. Gæta ber vandlega að því að fiskurinn lemj- ist ekki við grjót eða sandur fari í tálknin. Og svo nenni ég ekki að þrasa við þá sem segja ,,ómann- úðlegt“ að sleppa fiski. Hvort er betra fyrir fisk: Að synda frjáls eða vera laminn í hausinn og troðið í plaspoka? Enginn hefur heyrt um fisk sem hrygnir í potti. Svo er ann- að: Hvers vegna er dráp á stórlaxi (2ja ára fiski) ekki bannað í íslensk- um ám? Þessi stofn er að hruni kominn. Þökk sé Veiðimálastofnun að taka upp þessa umræðu á mál- þingi á dögunum. En nú þarf að láta verkin tala.“ Á flugur.is er fjöldi greina um sjóbirtingsveiðar að vori og flugur við hæfi. Vorveiðin hefst! Þar sem fegurðin ríkir ein Nú ríkir hins barnslega bjartsýni sem engir þekkja betur en stangveiðimenn: Að nú sé að hefjast besta vertíð allra vertíða VEIDDU BETUR – Í SAMSTARFI VIÐ FLUGUR.IS VEIDDU BETUR Stefán Jón Hafstein skrifar um veiði 26 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2008 24stundir Eftir Kjartan Þorbjörnsson veiði@24stundir.is Þó fyrsta vika veiðitímabilsins hafi einkennst af norðanátt og kulda er kominn hugur í margan veiði- manninn. Einn þeirra er Ingi- mundur Bergsson sem er fram- kvæmdastjóri og upphafsmaður Veiðikortsins. „Þetta er fjórða vorið sem Veiði- kortið kemur út. Það hefur verið stanslaus stígandi hjá okkur þessi ár, bein lína upp í sölu kortsins. Fleiri og fleiri virðast nota sér kort- ið á hverju sumri,“ segir Ingi- mundur stoltur. Við kaup á Veiði- kortinu fá menn sumarlangan aðgang á yfir 30 veiðivötnum út um allt land. Vötnin orðin 32 „Við höfum bætt við vötnum á hverju ári. Fyrsta árið voru tuttugu vötn, sumarið eftir jukust gæðin mikið með tilkoma Þingvallavatns og fleiri vatna. Nú í sumar eru vötnin orðin þrátíu og tvö með nýjustu viðbótinni, Meðalfells- vatni, sem var að bætast í hópinn. Við áskiljum okkur allan rétt til að bæta vötnum við,“ segir Ingi- mundur og brosir. En fyrir hverja er Veiðikortið? „Allir aldurshópar og allar starfs- stéttir sem hafa gaman af útivist og veiði eru markhópur okkar. Þessi hópur fer sístækkandi. Vatnaveiðin er að komast í tísku. Harðir lax- veiðimenn eru farnir að gefa þessu meiri gaum, létta græjurnar sínar og leika við silunginn. Það er ekki fyrir venjulegan mann að fara marga daga í laxveiði, dýrtíðin er orðin það mikil. Ég hef á tilfinn- ingunni að menn séu farnir að fækka laxveiðileyfunum, en til að njóta þó áfram útiverunnar og veiðinnar eru menn duglegir að kíkja á vötnin í staðinn,“ segir Ingi- mundur. Fjölskylduvænna en laxveiði „Fólk á ferð um landið er líka stór markhópur. Frábært að geta leyft sér það að stoppa við vötn í stuttan tíma og taka stöðuna á þeim án þess að kaupa sérstök veiðileyfi á hverjum stað. Auk þess vildi ég gjarnan sjá fyrirtæki gera meira fyrir starfsfólk sitt og við- skiptavini í sambandi við vatna- veiði og veiði sem fjölskyldusport. Fyrirtæki hafa keypt mikið af lax- veiðileyfum í síðastliðnum árum en hafa ekki í miklum mæli keypt Veiðikort til að gefa sínu fólki sem þó er mun fjölskylduvænna en lax- veiði.“ Aðspurður um hvort fleiri vötn séu í pípunum svarar Ingimundur. „Helst vildi maður þétta hring- inn á Suðurlandi. Það vantar bara veiðivötn á svæðið en vonandi finnum við eitthvað á þeim slóðum sem hentar inn í konseptið. Við er- um búnir að dekka nokkuð vel svæðin í kringum höfuðborgar- svæðið. Þar eru vötnin sem mest eru sótt. Þingvallavatn er langvin- sælasta vatnið og ég held að Úlf- ljótsvatn verði mjög vinsælt í sum- ar. Þar erum við búnir að bæta við okkur vesturbakka vatnsins líka svo að nú getur fólk veitt beggja vegna vatnsins.“ Gríðarleg aukning Nú hefur Veiðikorts-byltingin opnað fjölda möguleika fyrir veiði- menn en hvað með landeigendur sem eiga vötnin, hverju hefur kort- ið skilað þeim? „Með Veiðikortinu gefum við út glæsilegan 72 síðna bækling þar sem miklar upplýsingar fást um hvert vatn fyrir sig. Vatnið verður þannig aðgengilegra fyrir miklu stærri hóp en áður. Þannig hefur orðið mikil aukning í minni vötn- um úti á landi sem eru partur af kortinu. Sem dæmi um það er Kringluvatn í Suður-Þingeyjar- sýslu. Þar er engin ferðaþjónustu en á nágrannabænum Heiðarbæ, þar sem skráning á veiðinni fer fram, hefur orðið gríðarleg aukn- ing bæði í gistingu og annarri þjónustu. Veiðikortið virðist draga fleira fólk inn á svæðið.“ En kemst Ingimundur eitthvað að veiða sjálfur? „Það er alltof lítið. Ég fer nokkr- ar fastar ferðir í Þingvallavatn á kvöldin eða morgnana. Í byrjun hvers sumar hefur maður uppi plön um að fara á fleiri staði en í fyrra. Ég á enn eftir að prófa nokk- ur vötn fyrir austan og á Vestfjörð- um og stefni á að prófa eitthvað af þeim í sumar.“ Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á www.veidikortid.is Stangaveiðitímabilið er hafið Vatnaveiði komin í tísku Nú er stangaveiðitímabil- ið gengið í garð. 1. apríl var opnað fyrir veiði í mörgum stöðuvötnum og einnig er leyfð veiði í nokkrum sjóbirtingsám á landinu. Ingimundur Bergsson Ég fer nokkrar fastar ferðir í Þingvallavatn á kvöldin eða morgnana. 24stundir/Golli VORIÐVEIÐI lifsstill@24stundir.is a Það hefur verið stanslaus stíg- andi hjá okkur þessi ár, bein lína upp í sölu kortsins. Fleiri og fleiri nota sér kortið á hverju sumri. WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 179.900- 249.900-VERÐ ÁÐUR: SAMSUNG 40” LCD - R86 / R87 HDTV Ready / 1366x768 upplausn / stafrænn móttakari / 8.000:1 skerpa / 6 ms. svartími

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.