24 stundir - 11.04.2008, Page 28

24 stundir - 11.04.2008, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2008 24stundir Civic og loks á Pajeronum í fyrra. „Svo ákváðum við að prófa þenn- an. Þetta er algjör snilldarbíll. Fjöðr- unin er það sem kemur honum áfram, enda átta demparar undir bílnum. Þeir eru stillanlegir svo að það er hægt að bjóða þessum bíl al- veg rosalega mikið. Það er hægt að stökkva á honum og um leið og þú ert kominn út úr stökkinu geturðu bara keyrt áfram eins og ekkert sé. Hann þarfnast líka sáralítils við- halds vegna þess hve vel hann er Eftir Einar Elí Magnússon einareli@24stundir.is Í bílskúr í Kópavoginum finnum við þá Ingimar og Guðmund Snorra við hnossið sitt, sem í fyrstu lítur út eins og venjulegur Mitsubishi Pajero. Eftir stutt spjall kemur í ljós að það er töluvert fjarri sanni. „Þetta er Pajero-ralljeppi, sér- smíðaður hjá framleiðandanum í Japan árið 1997 og er einn af fimm bílum sinnar tegundar,“ segir Ing- mar um bílinn. „Bíllinn er smíðaður fyrir Dakar- rall og hefur tekið þátt í því. Við keyptum hann um mitt sumar síð- asta ár, keyrðum hann í þremur keppnum á Íslandsmeistaramótinu í fyrra og lentum í öðru sæti í okkar flokki.“ Þeir félagar hafa keppt saman í tvö ár, fyrst á Suzuki, næst á Hondu smíðaður. Í öllu Alþjóðarallinu í fyrra fór ein þétting á dempara. Annars þurftum við bara að passa að það væri nóg bensín á bílnum og að bílstjórarnir fengju að borða,“ heldur Ingimar áfram. Þeir félagar náðu ekki að fjár- magna tímabilið í ár og vilja því bjóða öðrum bílinn fyrir „ekkert svo mikinn pening“. „Hann ætti að henta jafnt byrj- endum sem lengra komnum, svo lengi sem menn byrja rólega og vinna sig upp. Maður vinnur ekkert á fyrstu sérleið, það sem skiptir máli er að klára allar keppnir,“ segir Ingi- mar að lokum. Áhugasamir geta haft samband við Guðmund Snorra í síma 699 3369. Kíkt í bílskúrinn hjá Ingimari Loftssyni og Guðmundi Snorra Sigurðssyni Hægt að bjóða bílnum rosalega mikið Snilldarbíll Ingimar og Guðmundur Snorri við bílinn sem þeir eru ánægðir með, en neyð- ast til að selja. BÍLLINN RRS fjöðrun. 2 stillanlegir demparar á hverju hjóli. Rally dekk og rally felgur. Innbyggt samskiptakerfi. Bensíntankurinn er 250 lítra „sella“. Dobblað stýri. Sérstyrkt afturhásing. Slökkvikerfi inni í bíl og frammi í húddi. Tíma/trip-tölva. Tvær bensíndælur, ef önnur skildi bila. Sparco stólar. Sabelt 5 punkta belti. Allar slöngur og lagnir vírofnar og sérstyrktar. Carbon hlífar. Búrið, tankurinn og flest allt í bílnum FIA vottað og pappírar uppá það fylgja auk viðgerðabókar. Stærri vatnskassi. Kopar keppnis-kúppling. 270 hestöfl, læst afturdrif ofl.ofl. 24stundir/Árni Sæberg Tveir bílablaðamenn Sunday Times ákváðu að athuga í eitt skipti fyrir öll hvor sé betri kostur tvinn- bíll eða dísilbíll þegar kemur að eyðslu. Öttu þeir því kappi í spar- akstri frá London í átt að Genf og notuðu til þess Toyota Prius með tvinnmótor og BMW 5 línu með dísilmótor. Skemmst er frá því að segja að BMW komst 4 km lengra á sama lítrafjölda. Sláðu inn „Prius BMW“ á youtube.com og skoðaðu keppnina. Sunday Times prófar eyðslu ólíkra bíla BMW betri en Prius Toyota þarf að innkalla 539.500 Corolla- og Matrix-bifreiðar, ár- gerðir 2003 og 2004, á næstu mánuðum til að gera við gallaðar gluggafestingar. Gluggarnir eiga það til að sundrast við hristing, en talsmaður Toyota segir að inn- köllunin nái til bíla í Kanada, Pú- ertó Ríkó, Bandaríkjunum og yf- irráðasvæðum þeirra. Íslenskir Toyota-eigendur ættu því ekki að þurfa að óttast neitt. Toyota innkallar Volvo hlaut á dögunum við- urkenningu fyrir sjálfvirka bremsu, City Safety, á umferð- arþingi í New York. Hlutverk bremsunnar er að meta fjarlægð milli bíla og koma í veg fyrir aft- anákeyrslur. Hún er einkum ætl- uð til notkunar í borgarumferð og á að draga úr hálsmeiðslum. Volvo fær við- urkenningu Í Porsche-sal Bílabúðar Benna við Vagnhöfða eru nú til sýnis tveir nýir og glæsilegir bílar sem bílaáhugamenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Um er að ræða annars vegar Cayman S, Porsche Design Edition 1 og hins vegar Cayenne GTS. Nánari upplýs- ingar um bílana má finna á vef- síðunni porsche.is Porsche til sýnis ÚR BÍLSKÚRNUM Félagarnir Daníel Sigurðarson og Ísak Guðjónsson, sem keppa í breska meistaramótinu í ralli í ár, kláruðu síðustu keppni í fjórtánda sæti þrátt fyrir lítilsháttar bilanir. Þeir félagar komu úr síðustu sér- leið kúplingar- og bremsulausir en engu að síður náðu þeir fínum ár- angri eins og áður segir, auk þess að hafa orðið í fimmta sæti í Evolution Challenge, eins konar undir- eða hliðarkeppni við breska meistaramótið. Ánægðir með að klára LÍFSSTÍLLBÍLAR bilar@24stundir.is a Bíllinn er smíðaður fyrir Dakar-rall og hefur tekið þátt í því. Við keyptum hann um mitt sumar síðasta ár, keyrðum hann í þremur keppnum á Íslandsmeistaramótinu í fyrra og lentum í öðru sæti í okkar flokki. G C I G R O U P A L M A N N A T E N G S L *Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara og að auki er kaupverð háð gengi. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.citroen.is cìääâçãå~êá=Ñìääâçãåìå pà•ðì=̀ áíêçØå=_ÉêäáåÖç=∞=Ç~Ö Dæmi um staðalbúnað í Citroën: · Meiri burðargeta: 800 kg · Hliðarhurðir beggja vegna með lokunarvörn · 180 gráðu opnun á afturhurðum · Topplúga fyrir lengri hluti · Hiti í sætum · Rafdrifnar rúður · Geislaspilari með útvarpi og fjarstýringu við stýri · Fjarstýrð samlæsing · Fellanlegt framsæti farþega með borði og geymsluhólfi

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.