24 stundir - 16.04.2008, Blaðsíða 4
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@24stundir.is
Það var ekki fyrr en Kristín Snorra-
dóttir fann skítugar sprautunálar
sonar síns sem hún steig út úr bull-
andi afneituninni, eins og hún
orðar það, og hringdi í Foreldra-
húsið fyrir 14 mánuðum og bað
um aðstoð. „Þar fékk ég aðstoð
sem ég hafði aldrei fengið áður, það
er að segja stuðning fyrir alla fjöl-
skylduna,“ segir Kristín.
Eldri sonur hennar, sem nú er
tvítugur, hafði þá fallið eftir að hafa
verið vímuefnalaus í 8 mánuði.
Staðreyndirnar sárar
„Sonur minn, sem hafði verið í
neyslu frá því að hann var 13 ára,
féll eftir enn eina meðferðina.
Höggið við að missa hann var svo
mikið að ég vildi ekki sjá þau teikn
sem voru á lofti. Hann var orðinn
hirðulaus, hættur að virða reglur
heimilisins og svaf illa. Í stað þess
að hlusta á þessar viðvörunarbjöll-
ur taldi ég sjálfri mér trú um að
það væri bara erfitt tímabil hjá
honum. Þegar hann var orðinn
grár og gugginn og ég gat ekki vak-
ið hann einn daginn taldi ég mér
trú um að hann væri með svona
svakalega flensu. Þennan sama dag,
þremur mánuðum eftir að hann
féll, fann ég sprautunálarnar og
brotnaði niður. Það er vont að
horfast í augu við staðreyndirnar.
Þær eru sárar.“
Steig út úr skömminni
Aðstoðin sem Kristín fékk hjá
Foreldrahúsinu fólst í upphafi í
viðtölum við ráðgjafa. „Ég fékk
einkaviðtöl hjá frábærum ráðgjafa
og fékk þann stuðning sem ég
þurfti til að byggja mig upp and-
lega. Maðurinn minn fékk líka að-
stoð og börnin mín, 10 ára sonur
og 14 ára dóttir, fóru á sjálfstyrk-
ingarnámskeið. Ég horfði á dóttur
mína stíga út úr sársaukanum og
skömminni. Hún hefur nú öðlast
skilning á því að hún þarf ekki að
skammast sín fyrir það sem bróðir
hennar gerir. Hún er nú orðin
sterkur einstaklingur.“
Kristín hafði fengið upplýsingar
um starfsemi Foreldrahússins þeg-
ar eldri sonur hennar, sem nú er í
meðferð, hafði verið þar í eftir-
meðferð með vinum sínum.
„Mér finnst svo frábært að það
skuli vera unnið markvisst með alla
fjölskylduna í Foreldrahúsinu. Áð-
ur hafði ég víða spurt hvort ein-
hvern stuðning væri að fá fyrir
systkini fíkla því að ég gerði mér
grein fyrir því að þetta hafði áhrif á
okkur öll. Sjálf hafði ég farið til sál-
fræðinga en börnin mín höfðu
enga hjálp fengið. Ég vildi svo
sannarlega að starfsemi Foreldra-
hússins yrði sýnilegri svo að þeir
foreldrar sem standa í sömu spor-
um og ég stóð í fyrir 7 árum þurfi
ekki að berjast einir eins og ég gerði
í mörg ár.“
Móðir í bull-
andi afneitun
Horfðist í augu við staðreyndirnar þegar hún fann sprautunál-
arnar Öll fjölskyldan fékk stuðning í Foreldrahúsinu
➤ Foreldrasamtökin Vímulausæska reka Foreldrahúsið sem
var opnað 1999. Foreldrahús
var opnað í Hafnarfirði 2006.
➤ Í Foreldrahúsinu er fjöl-skylduráðgjöf, starfsemi for-
eldrahópa og stuðnings-
meðferð auk þess sem
forvarnarnámskeið eru
haldin.
FORELDRAHÚSIÐ
24 stundir/Friðrik
Mikið högg Kristín Snorra-
dóttir vildi ekki sjá þau teikn
sem voru á lofti um að sonur
hennar væri fallinn aftur.
Afmælið tvöfalt dýrara
hjá Stjörnustelpum
Það getur munað allt að 100% þegar keypt er þjónusta
við að halda upp á barnaafmæli. Ekki er tekið tillit til
gæða eða þjónustu og sjálfsagt er mikill munur milli
kynja og aldurshópa á því hvernig afmæli börnin vilja
halda. Af 5 fyrirtækjum er Fjölskyldu- og hús-
dýragarðurinn með lægsta verð og Stjörnustelpur með
það hæsta.
Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum.
Þuríður
Hjartardóttir
4 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir
„Tilgangurinn með útgáfunni er
þríþættur; að kynna rannsóknir og
kenningar um tungumálakennslu
fyrir íslenskum lesendum, að
tengja alþjóðlegar rannsóknir því
sem er að gerast hér og númer þrjú,
að umræða á þessu fræðasviði geti
sem best farið fram á íslensku. Að
það skapist eðlilegt orðræða á ís-
lensku um þetta efni,“ segir Auður
Hauksdóttir, annar tveggja ritstjóra
bókarinnar Mál málanna sem út
kom á vegum stofnunar Vigdísar
Finnbogadóttur í gær, en bókin er
tileinkuð Vigdísi.
Bókin fjallar um nám og kennslu
erlendra tungumála og inniheldur
frumsamdar greinar innlendra
höfunda og þýðingar erlendra lyk-
ilgreina. Lítið hefur verið ritað á ís-
lensku um rannsóknir á þessu
sviði. aak
Vigdís Finnbogadóttir fékk bók í afmælisgjöf
Á að skapa eðlilega
orðræðu á íslensku
STUTT
● Umferð Flutningabifreið festist
undir Stekkjarbakkabrú á
Reykjanesbraut um þrjúleytið í
gær. Lögreglunni á höfuðborg-
arsvæðinu barst tilkynning um
flutningabifreið í sjálfheldu við
brúna, vegna of hás farms.
● Síld Hafrannsóknastofnun
hefur rannsókn á fæðu ís-
lensku síldarinnar síðar í vik-
unni. Þriggja daga leiðangur
vegna þess verkefnis verður á
Dröfn RE þar sem síldarslóðir
út af Vestur- og Suðvest-
urlandi verða rannsakaðar.
● Brekkuskóli Þrjár umsóknir
bárust um stöðu skólastjóra
Brekkuskóla á Akureyri. Um-
sækjendur voru Bergþóra Þór-
hallsdóttir aðstoðarskólastjóri,
Hildur Bettý Kristjánsdóttir
grunnskólakennari og Jóhanna
María Agnarsdóttir skólastjóri.
Héraðsdómur Suðurlands
kvað í gær upp dóm í
þremur málum þar sem
ógætilegt aksturlag var
talið orsök alvarlegs lík-
amstjóns.
Kona var dæmd til að
sæta fangelsi í mánuð fyr-
ir að hafa ekið á vegfar-
anda, sem var að fara yfir
Tryggvagötu á Selfossi á
grænu gangbrautarljósi í
haust. Refsingin er skilorðsbundin til tveggja ára.
Karlmaður var fundinn sekur um að hafa ekið ógætilega eftir
Þrengslavegi í vetur. Bíll hans rann á veginum og skall framan á ann-
arri bifreið. Tveggja mánaða fangelsi hans er skilorðsbundið í tvö ár.
Karlmaður var dæmdur fyrir að hafa án nægjanlegrar aðgátar tekið u-
beygju inn á Suðurlandsveg í Flóa, og í veg fyrir annan bíl. Tveggja
mánaða fangelsi hans er skilorðsbundið í tvö ár. aij
Þrír umferðarbrotadómar
Átak, félag fólks með þroska-
hömlun, mun standa fyrir uppá-
komu við Alþingishúsið við Aust-
urvöll á laugardaginn þar sem
hugmyndin er að fá fólk til að
taka höndum saman og mynda
mannlegan hring umhverfis hús-
ið.
Uppákoman hefst klukkan 13, en
Alþingishúsið er valið sem tákn
lýðræðis og sameiningar. Með
þessum atburði vill félagið að
fólk sýni samstöðu og undirstriki
mikilvægi jafnræðis allra í sam-
félaginu.
Í fréttatilkynningu segir að allir
Íslendingar sem vilji leggja þess-
um málstað lið séu hvattir til að
mæta við Alþingishúsið og taka
höndum saman. „Gjörningurinn
felur ekki í sér mótmæli af neinu
tagi. Tilgangurinn er að minna á
tilveru okkar og samstöðu sem
erum þroskahömluð.“ aí
Mynda hring um
Alþingishúsið
Lokað verður fyrir umferð um
Fífuhvammsveg í Kópavegi milli
Reykjanesbrautar og Dalvegar frá
klukkan 19 í kvöld til klukkan 9
morguninn eftir vegna steypu-
framkvæmda á brú við Smára-
torg. Á vef Kópavogsbæjar segir
að verktakinn muni flýta verkinu
eftir fremsta megni og að opnað
verði fyrir umferð á ný um leið og
framkvæmdir leyfa. aí
Fífuhvamms-
vegur lokaður
Bifhjólasamtök lýðveldisins
Sniglar og Skeljungur hafa gert
með sér samstarfssamning sem
kveður á um margvíslegan stuðn-
ing Skeljungs við Sniglana. Í
fréttatilkynningu segir að sam-
starfið snúi að samvinnu á sviði
öryggismála mótorhjólafólks,
auk þess sem félagsmenn Snigla
njóta afsláttarkjara hjá Skeljungi
og samstarfsfyrirtækjum þess. aí
Skeljungur
styður Snigla
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra opnaði formlega
nýtt Foreldrahús foreldra-
samtakanna Vímulausrar æsku
í gær í Borgartúni 6 í Reykjavík.
Öll starfsemi samtakanna hefur
nú verið flutt úr Vonarstræti 4b.
Aðstaðan í Borgartúni 6 er á
400 fermetra jarðhæð sem hefur
verið innréttuð með tilliti til
starfseminnar sem skiptist í tvo
meginflokka, forvarnir og stuðningsmeðferð.
Foreldrasamtökin Vímulaus æska starfa fyrir alla landsbyggðina og
halda námskeið og flytja fyrirlestra víða.
ibs
Ráðherra opnar nýtt Foreldrahús
Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau
verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda.
Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is
NEYTENDAVAKTIN
Barnaafmæli (afþreying og veitingar)
Fyrirtæki Verð Verðmunur Lágmarksfjöldi
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn 950 10
Veröldin okkar Smáralind 1.150 21,1 % 0
Ævintýraland Kringlunni 1.150 21,1 % 8
Keiluhöllin 1.400 47,4 % 8
Stjörnustelpur 1.890 98,9 % 10-15