24 stundir - 16.04.2008, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir
Kína hefur tekið við af Banda-
ríkjunum sem mesta meng-
unarríki heims, samkvæmt
nýrri rannsókn vísindamanna
við Háskólann í Kaliforníu.
Niðurstöðurnar benda til þess
að útblástur Kínverja hafi ver-
ið stórlega vanmetinn og að
ríkið hafi í raun farið fram úr
Bandaríkjunum árið 2006 eða
2007. Talsmaður hópsins segir
útblástursaukningu Kínverja
gera þann árangur sem náðist
með Kyotobókuninni að engu,
verði ekkert að gert. aí
Bandarísk rannsókn
Kína mesta
mengunarríkið
STUTT
● Flugslys Um áttatíu manns
létust þegar DC-9 farþega-
flugvél hrapaði á íbúðahverfi í
borginni Goma í Kongó í gær.
Sex manns lifðu slysið af, þar á
meðal flugstjóri og flugmaður
vélarinnar.
● Mótmæli Franskir mennta-
skólanemar mótmæltu því í
gær að fækka eigi kennurum á
næsta skólaári. Nemendur
lentu í átökum við lögreglu í
París, köstuðu flöskum og
grjóti í lögregluþjóna, en lög-
regla beitti táragasi til að hafa
stjórn á mannskapnum.
Eftir Atla Ísleifsson
atlii@24stundir.is
Kínversk yfirvöld tóku að minnsta
kosti 470 manns af lífi á síðasta ári,
en stóðu að öllum líkindum á bak
við dauða fjölda fólks til viðbótar.
Þetta segir í nýrri skýrslu mann-
réttindasamtakanna Amnesty Int-
ernational. Kínastjórn gefur ekki
upp fjölda þeirra sem eru teknir af
lífi í landinu og telur Amnesty að
leyndin gæti í raun og veru þýtt að
gestgjafar Ólympíuleikanna stæðu
fyrir meginhluta aftakna á heims-
vísu. „Aflétta verður þeirri leynd
sem hvílir yfir dauðarefsingunni,“
segir í skýrslunni.
Að minnsta kosti 1.252 voru
teknir af lífi í 24 ríkjum á síðasta ári
og er talan nokkru lægri en fyrir ár-
ið þar á undan. Kína, Íran, Sádi-
Arabía, Pakistan og Bandaríkin
báru ábyrgð á 88 prósentum af-
taknanna.
Kínverjar fá gull
Í árlegri skýrslu Amnesty um
dauðarefsingar segir að ekkert ríki
hafi tekið fleiri af lífi en Kína. Stað-
festing hefur fengist á 470 aftökum,
en raunverulegur fjöldi er hins veg-
ar líklega talinn í þúsundum. „Sem
það ríki sem tekur flesta af lífi fær
Kína gullverðlaun í aftökum,“ segir
Kate Allen, talsmaður Bretlands-
deildar Amnesty.
Rúmlega sextíu tegundir glæpa
geta leitt til dauðarefsingar í Kína,
þar á meðal skattsvik, skemmdir á
rafstöðvum, sala á fölsuðum lyfj-
um, fjárdráttur, fíkniefnabrot,
mútuþægni og þjófnaður á virð-
isaukaskattskvittunum.
Aftökustaður á hjólum
Fréttaritari BBC í Kína segir að
dauðadómum sé jafnan fljótt full-
nægt, oftast innan nokkurra vikna
frá dómsuppkvaðningu. Hann seg-
ir dauðarefsinguna njóta stuðnings
meðal almennings og að stjórnvöld
vinni nú að umbótum í kerfinu. Á
síðasta ári var þannig úrskurðað að
öll dómsmál þar sem menn eru
dæmdir til dauða verði tekin fyrir
hjá hæstarétti. Að sögn kínverskra
ríkisfjölmiðla leiddi það til þess að
dauðadómum fækkaði um 10 pró-
sent á fyrstu mánuðum síðasta árs.
Þeir sem hafa verið dæmdir til
dauða hafa yfirleitt verið skotnir,
en í sumum héruðum hefur ban-
væn sprauta nú verið kynnt til leiks
sem aftökuaðferð. Í mörgum til-
vikum er notast við sérútbúna
sendiferðabíla, sem aka um héruð-
in og eru notaðir sem aftökustaður.
Uggvænleg fjölgun
Í skýrslunni segir að aftökum
hafi fjölgað uggvænlega mikið í Ír-
an, Sádi-Arabíu og Pakistan, þó að
heildarfjöldinn í heiminum hafi
lækkað úr 1.591 í 1.252. Meðal
þeirra sem voru líflátnir í Íran var
maður sem var grýttur til dauða
fyrir framhjáhald og þrír sem voru
milli 13 og 16 ára við handtöku.
Amnesty segist þó fagna nýlegri
ályktun Sameinuðu þjóðanna þar
sem ríki eru hvatt til að afnema
dauðarefsingu.
Kínversk yfirvöld
tóku flesta af lífi
Amnesty International telur Kínverja leyna upplýsingum um réttan fjölda aftakna
Aftökur Amnesty telur að
raunverulegur fjöldi þeirra
sem voru teknir af lífi í Kína
hlaupi á þúsundum.
➤ 3.347 voru dæmdir til dauða í51 ríki á síðasta ári.
➤ Áætlað er að um 27.500manns séu nú á dauðadeild
og bíði þess að dómi þeirra
verði fullnægt.
➤ 42 voru teknir af lífi í Banda-ríkjunum á síðasta ári.
➤ Síðustu ríkin til að afnemadauðarefsingu voru Gabon,
Suður-Kórea og Úsbekistan.
AFTÖKUR
Silvio Berlusconi, verðandi for-
sætisráðherra Ítalíu, hefur heitið
því að það verði meðal mikilvæg-
ustu verkefna hans sem nýr for-
sætisráðherra að binda enda á
sorpvandræðin í Napoli og að laga
bága fjárhagsstöðu flugfélagsins
Alitalia.
Bandalag mið- og hægriflokka,
undir forystu Berlusconis náði
öruggum meirihluta í báðum
deildum Ítalíuþings í nýafstöðnum
þingkosningum. „Ég verð í Napoli
þrjá daga í viku og mun ekki fara
fyrr en lausn hefur náðst,“ sagði
Berlusconi, en miklir sorphaugar
hafa safnast saman á götum borg-
arinnar undanfarna mánuði með
tilheyrandi fýlu.
Auðjöfurinn Berlusconi hefur
varað landsmenn sína við að erfiðir
tímar séu framundan og heitið því
að vinna náið með nýrri stjórnar-
andstöðu til að ná fram nauðsyn-
legum efnahagsumbótum. aí
Erfið verkefni bíða nýrrar Ítalíustjórnar
Berlusconi hyggst
hreinsa til í Napolí
Hæstiréttur Danmerkur staðfesti
í gær tveggja ára fangelsisdóm yf-
ir Peter Brixtofte, fyrrverandi
bæjarstjóra í Farum, sem hann
hlaut fyrir alvarleg umboðssvik
og fleiri brot. Brix-
tofte hafði áður
hlotið annan
tveggja ára dóm
fyrir að láta Farum
greiða of hátt verð
fyrir bygging-
arframkvæmdir.
Fyrirtækin, sem
Brixtofte samdi við, létu yfirverð-
ið renna til íþróttafélags í Farum.
Þá hafði Brixtofte meðal annars
tekið lán að andvirði 450 millj-
ónir danskra króna án umboðs til
að leyna slæmum fjárhag bæj-
arfélagsins, auk þess að drekka
rándýrt rauðvín á kostnað skatt-
greiðenda. aí
Hæstiréttur Danmerkur
Staðfesti dóm
yfir Brixtofte
Fleiri tugir manna fórust í
sprengjutilræðum í þremur borg-
um í Írak í gær. Dagurinn er einn
sá blóðugasti í landinu það sem
af er ári. Um 50 manns fórust og
um 70 særðust er sprengja sprakk
í rútu í borginni Baquba. Þá fór-
ust þrettán hið minnsta er sjálfs-
vígssprengjumaður sprengdi
sjálfan sig í loft upp á kebabveit-
ingastað í Ramadi og nokkrir er
sprengja sprakk í höfuðborginni
Bagdad. aí
Blóðugur dagur í Írak
Tugir manna
fórust í tilræðum
Umsóknarfrestur er til 30. apríl
Kynntu þér námið á www.hr.is
Námið er einkum ætlað þeim sem hafa lokið BSc-prófi í verkfræði eða tæknifræði með góðum
árangri. Nemendur sem hafa annan bakgrunn úr BSc-námi sínu geta útskrifast með meistara-
próf á tilteknum sérsviðum verkfræðinnar, s.s. meistarapróf í framkvæmdastjórnun, umferðar-
og skipulagsfræðum, heilbrigðisvísindum o.fl.
TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILD HR
MEISTARANÁM VIÐ
Tækni- og verkfræðideild HR býður meistaranám í
• Byggingarverkfræði
- Framkvæmdastjórnun
- Umferðar- og skipulagsfræðum
- Steinsteyputækni
- Mannvirkjahönnun
• Fjármálaverkfræði
• Véla- og rafmagnsverkfræði
• Heilbrigðisverkfræði
• Líf- og heilbrigðisvísindum
• Ákvarðanaverkfræði