24 stundir - 16.04.2008, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Ólafur Þ. Stephensen
Björg Eva Erlendsdóttir
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is,
Prentun: Landsprent ehf.
Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og
samgönguráðs Reykjavíkur, sagði frá því í 24 stundum í gær að til stæði að
breyta aðalhjólastíg borgarinnar, sem liggur vestan af Ægisíðu og upp í
Elliðaárdal. Skipta á stígnum í tvennt og breikka hjólreiðastíginn svo hjól-
reiðamenn geti mætzt með góðu móti. Þá ætla borgaryfirvöld að bæta lýs-
ingu, taka út blindbeygjur og jafnvel hita stíginn upp á köflum.
Þetta eru góðar fréttir fyrir sífellt fleiri hjólreiðamenn, sem nýta sér stíg-
ana í borginni og vonandi upphaf að frekari umbótum á stígakerfinu, sem
enn sem komið er tekur meira mið af þörfum gangandi vegfarenda en
hjólreiðafólksins.
Það eru líka góðar fréttir af strætó og kannski þær beztu í mörg ár. Til-
raunin um að gefa framhalds- og háskólanemum frítt í vagnana skilaði
þeim árangri að farþegum fjölgaði um eina milljón á ársgrundvelli, úr 7,7
milljónum í 8,7.
Í blaðinu í dag kemur fram að mikil eftirspurn er eftir strætóferðum á
lengri leiðum; Akranesstrætó er oftast fullsetinn og nú vilja fleiri ná-
grannasveitarfélög höfuðborgarsvæðisins tengjast strætisvagnanetinu.
Þannig gæti orðið til strætisvagnakerfi „stórhöfuðborgarsvæðisins“, sem
teygði sig alveg úr Borgarnesi – eða þess vegna Bifröst – suður í Reykja-
nesbæ og austur á Selfoss.
Ef fleiri jákvæðar fréttir af þessu tagi berast, bendir það kannski til að
loksins sé að takast að búa til einhverja aðra raunhæfa kosti í samgöngu-
málum höfuðborgarsvæðisins en einkabílinn. Það er reyndar a.m.k. enn
sem komið er hvorki afsökun fyrir að ráðast ekki í löngu tímabærar sam-
göngubætur á höfuðborgarsvæðinu né að lækka ekki opinberar álögur á
benzín og olíu. En kannski er byrjað að skína í að
einkabíllinn þurfi ekki að vera kostur allra, alltaf.
Það er athyglisvert hvaða árangri núverandi borg-
arstjórnarmeirihluti hefur náð í þessum málum.
Reykjavíkurlistinn taldi að ekki þyrfti að gera neitt
fyrir einkabílinn af því að strætó og hjólreiðar ættu að
koma í staðinn, en gerði ekki nóg til að greiða götu
þeirra samgöngukosta. Núverandi borgaryfirvöld
virðast hins vegar taka þá raunsæju afstöðu að það
þurfi bæði að bæta við samgöngumannvirkjum til að
greiða fyrir umferð einkabíla og byggja upp aðra
kosti. Og svo á að kanna kosti lesta eða sporvagna,
sem gæti orðið framtíðarlausnin, sem hefur raun-
verulegan forgang í umferðinni.
Stígar og strætó
SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST
Það var vond hugmynd að selja
Björgólfi Fríkirkjuveg 11 til að
nota sem monthús og enn verri
hugmynd er að
leyfa honum að
leggja bílaveg í
gegnum þennan
fallega garð og
loka honum af til
að fínt fólk þurfi
ekki að deila
kjörum með
þeim sem labba
upp í húsið neðan af Fríkirkju-
vegi. Þetta er um það bil 30 metra
spölur. Þetta var í anda auð-
mannadekursins og auðmanna-
dýrkunarinnar sem tröllreið öllu
hérna fyrir nokkrum árum.
Björgólfur réttlætti kaupin með
því að hann ætlaði að opna safn
um langafa sinn, Thor Jensen.
Egill Helgason
eyjan.is/silfuregils
BLOGGARINN
Vond hugmynd
Engum dylst að í fjölskyldu Ingi-
bjargar Sólrúnar er mikil og ein-
læg vinátta í garð Kínverja og
mikill áhugi á
kínverskri menn-
ingu. Ég ber fulla
virðingu fyrir því
og deili raunar
þessum áhuga á
Kína. Það er hins
vegar annað mál
að Ingibjörg Sól-
rún hlýtur fyrr
eða síðar að svara þeim stjórn-
skipunarlegu og hápólitísku
spurningum sem brenna ekki síst
á íslenskum jafnaðarmönnum …
Er hún í Evrópuliðinu eða Kína-
liðinu? Ef hún er í Evrópuliðinu
hlýtur hún fyrr eða síðar að
þagga niður í fyrrverandi for-
manni Alþýðubandalagsins …
Árni Snævarr
arni.eyjan.is
Kínaliðið
Spá fjármálaráðuneytisins um
lækkun fasteignaverðs er að
mínu mati nær lagi en spá Seðla-
bankans sem tel-
ur að raunlækk-
un
húsnæðisverðs
verði 30% á
þessu tímabili,
en ekki 15% eins
og fjármálaráðu-
neytið. Seðla-
bankinn virðist
gera ráð fyrir óðaverðbólgu og
að hvorki bankinn né stjórnvöld
geti haft neina stjórn á efnahags-
lífinu. Vonandi er það ekki svo.
Einn þáttur sem ekki er tekið til-
lit til í spám um þróun húsnæð-
isverðs er sú staðreynd að lána-
þurrð verður ekki alger á
fasteignamarkaði …
Hallur Magnússon
hallurmagg.blog.is
15% lækkun
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@24stundir.is
Sú úrelta hugsun kynjamisréttis að
karlar eigi að vera æðri konum er
greypt inn í samfélagsgerðina að mörgu leyti. Hún
birtist okkur víða. Sem dæmi má nefna ójöfn
kynjahlutföll í valdastöðum, orðanotkun þar sem
strákar eru skammaðir fyrir að gera hlutina eins
og stelpur ef þeir gera eitthvað illa og síðast en
ekki síst, þá kvenfyrirlitningu sem karlar sýna kon-
um í gegnum verslun með kvenlíkamann.
Fyrir fjórum árum var ég stödd fyrir utan
skemmtistað sem hét Jón forseti.
Tilefnið var blautbolskeppni, haldin af útvarpsstöð.
Þar ætluðu um 300 karlmenn að skemmta sér við
að horfa á nokkrar dauðadrukknar ungar konur
standa í bala og hella yfir sig vatni. Við kölluðum
þetta hóprunk og mættum fyrir utan til að gefa
grey strákunum tissjú.
Ég rifja þetta upp nú þegar hópur karlmanna í
Hestamannafélaginu Herði sá ástæðu til að hittast
á hóprunki. Hóprunkið mun vera árlegur við-
burður hjáþeim. Ekki hafa þeir áhyggjur af því að
athæfið flokkast sem argasta kvenfyrirlitning og
vekur í fæstum tilfellum lukku hjá eiginkonum
þeirra og dætrum.
Það er einmitt til marks um kvenfyrirlitninguna
sem í gjörningnum felst.
Álit, skoðanir og vilji kvenna er virtur að vettugi,
jafnvel þótt athöfnin snúist um eitthvað sem karlar
gera konum.
Sem betur fer hefur ÍSÍ tekið skýra afstöðu gegn
hóprunki karla. Það er mikilvægt
fordæmi. Hestamannafélagið sjálft
vill ekki heldur láta bendla
nafn sitt við kvenfyrirlitninguna.
Því miður eru þó sumir karlar sem
eru á þeirri skoðun að þetta sé
þeirra réttur.
Verst að ég vissi ekki af því
fyrir karlakvöldið. Þá hefði ég sent
þeim tissjú.
Höfundur er femínisti
Hóprunk hestamanna
ÁLIT
Katrín Anna
Guðmunds-
dóttir
katrínc@hi.is
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
• Bylting fyrir bakið
• Styrkir magavöðvana
• Frelsi í hreyfingum
• Með eða án hjóla
Swopper vinnustóllinn
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25