24 stundir - 16.04.2008, Side 13
24stundir MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 13
Þeim fer fjölgandi, sem hvetjastjórnmálamenn til aðsækja ekki
hátíðahöld vegna
Ólympíuleikanna í
Kína. Í þessum hópi
er Þórlindur Kjart-
ansson, formaður
SUS, sem skrifar um
málið á deiglan.is.
Sú táknræna aðgerð að mætaekki í pólitískum erindum áleikana felur því í sér bæði
virðingu við leikana og þegnana í
Kína. Þar er litlu fórnað nema
nokkrum kokteilglösum og góðu
sæti úr heiðursstúkunni – en í of-
análag þá er ómögulegt að túlka
fjarveruna sem móðgun við kín-
verskan almenning þótt hún
kunni að vera vonbrigði fyrir kín-
verska ráðamenn,“ skrifar Þór-
lindur. „Það er hins vegar ekkert
við það að athuga ef íslenskir
stjórnmálamenn vilja mæta á leik-
ana og styðja til-
tekna íþróttamenn.
Best færi þá á því að
aftengja pólitíkina
alfarið frá leikunum
og mæta í gallabux-
unum, með fánann
málaðan í andlitið og setjast við
hliðina á öðrum óbreyttum
stuðningsmönnum en standa ekki
í jakkafötum eða dragt við hliðina
á mönnum sem vilja gefa þjóð
sinni þau skilaboð að heimurinn
felli sig við þá harðstjórn, rit-
skoðun og ofbeldi sem þeir
ástunda.“
Þetta virðist nánast skrifað eins
og persónuleg hvatning til Þor-
gerðar Katrínar Gunnarsdóttur
menntamálaráðherra, sem kann
þá list öðrum stjórnmálamönnum
fremur að mæta í gallabuxunum
og skapa óformlega stemningu.
Björn Bjarna-son dóms-málaráð-
herra segir um þetta
á vef sínum: „Sá
munur er á Ólymp-
íuleikum undir for-
ræði einræðisríkja og lýðræð-
isríkja, að hin fyrrnefndu líta á
leikana öðrum þræði sem við-
urkenningu á stjórnarháttum sín-
um, en hin síðarnefndu láta sér
slíkt í léttu rúmi liggja. Einmitt
þess vegna er litið öðrum augum á
ferð stjórnmálamanna á leikana í
einræðisríki - hún er túlkuð sem
pólitísk viðurkenning ekki síður
en stuðningur við íþróttamenn.
Þetta verða stjórnmálamenn að
hafa hugfast.“ olafur@24stundir.is
KLIPPT OG SKORIÐ
Um liðna helgi hélt kvenna-
hreyfing Samfylkingarinnar Árs-
þing sitt að Hótel Örk í Hvera-
gerði. Auk almennra
stjórnmálaumræðna var aðalum-
ræðuefni fundarins aðferðafræði
við val frambjóðenda á lista og
bar þar hæst umræðuna um opin
eða lokuð prófkjör. Katrín Júl-
íusdóttir alþingismaður hafði
framsögu um stjórnmálaástandið
og í umræðum á fundinum kom
fram ánægja með ríkisstjórnar-
samstarfið þó margar konur lýstu
áhyggjum vegna stöðu efnahags-
mála. Í stjórnmálaályktun þings-
ins var ýmsum árangri Samfylk-
ingarinnar fagnað en bent á að
kjör láglaunakvenna þarf að bæta.
Einnig þarf rauði þráðurinn í við-
brögðum við efnahagsástandinu
að taka mið af hag heimilanna og
lífskjörum almennings. Ársþingið
hvatti einnig til markvissrar um-
ræðu um aðild Íslands að Evr-
ópusambandinu á forsendum lífs-
kjara fyrst og fremst. Í aðild
Íslands gæti falist sú langtíma-
lausn sem íslenskt efnahagsum-
hverfi og heimilin í landinu þurfa
á að halda.
Kostir og gallar
Í framsögum þeirra Þórunnar
Sveinbjarnardóttur og Bryndísar
Ísfoldar Hlöðversdóttur um að-
ferðafræði við val á framboðslista
var bent á mismunandi aðferðir
og dregnir fram kostir og gallar
hinna ýmsu kerfa. Í vinnuhópum
síðar á fundinum kom fram ein-
dreginn vilji fundarkvenna til
þess að umræða um þessi mál
héldi áfram innan flokksins. Segja
má að Samfylkingin hafi tekið
prófkjörsarfleifð gamla Alþýðu-
flokksins upp á sína arma og við-
haft ýmsar útgáfur af opnum
prófkjörum frá því flokkurinn var
stofnaður. Galopin prófkjör eða
svokölluð stuðningsmannapróf-
kjör þar sem allir geta kosið,
burtséð frá því hvort viðkomandi
getur hugsað sér að kjósa flokk-
inn í næstu kosningum, hafa sína
kosti þó gallarnir séu fleiri. Kost-
irnir sem helst eru nefndir eru að
oft getur skapast mikil stemning
og mikil þátttaka í kringum opin
prófkjör sem getur smitað yfir í
kosningar ef vel tekst til. Gall-
arnir eru hins vegar þeir að
kostnaður verður mikill, auglýs-
ingar vilja fara úr böndum og
„fegurðarsamkeppni“ frambjóð-
endanna leiðir oft til særinda sem
geta skaðað starf flokksins inn á
við. Hér skal ekkert mat lagt á
það hvaða aðferð er heppilegust
fyrir Samfylkinguna í framtíðinni.
Niðurstaða Ársþingsins var hins
vegar sú að undirritaðri og stjórn
kvennahreyfingarinnar var falið
að koma sjónarmiðum fundarins
á framfæri við framkvæmdastjórn
flokksins. Einnig er mælst til þess
að umræða um þessi mál verði
tekin á flokksstjórnarfundi innan
Samfylkingarinnar.
Fullkomið launajafnrétti
Þó kvennahreyfing Samfylking-
arinnar sé enn ung að árum vex
hreyfingunni hratt fiskur um
hrygg. Um leið og hreyfingin
beitir sér út á við í opinberri um-
ræðu um jafnréttismál viljum við
auka vægi málaflokksins innan
flokksins. Á sama tíma og við
munum fylgjast markvisst með
skipan ráðherra flokksins í ráð og
nefndir með tilliti til þess að jafn-
ræðis kynja sé gætt, fögnum við
mörgu því sem ráðherrar Sam-
fylkingarinnar hafa gert á því eina
ári sem liðið er af þessu rík-
isstjórnarsamstarfi. Þar má t.d.
nefna þá áherslu sem formaður
Samfylkingarinnar hefur lagt á
stöðu og hlutskipti kvenna um
allan heim í starfi sínu sem utan-
ríkisráðherra. Nýjum jafnréttis-
lögum félagsmálaráðherra ber að
fagna svo og þeirri vinnu sem fer
nú fram við að kortleggja aðgerð-
ir til að minnka launamun
kynjanna hjá hinu opinbera. Þá
ber að fagna nýjum áherslum
umhverfisráðherra í loftslagsmál-
um. Að lokum telur ársþing
kvennahreyfingar Samfylkingar-
innar að jöfn kynjaskipting í ráð-
herraliði flokksins í núverandi
ríkisstjórn eigi að marka upphaf
að eðlilegri kynjaskiptingu í allri
(stjórnmála)starfsemi í framtíð-
inni. Hin ófrávíkjanlega og eðli-
lega krafa er helmings hlutdeild
kvenna og fullkomið launajafn-
rétti á öllum sviðum íslensks
samfélags.
Höfundur er alþingismaður
Helmingshlutdeild
VIÐHORF aSteinunn Valdís Óskarsdóttir
Hin ófrávíkjanlega
og eðlilega
krafa er helm-
ings hlut-
deild kvenna
og fullkomið
launajafn-
rétti á öllum
sviðum ís-
lensks samfélags.
VÉLSTJÓRI ÓSKAST
á togara þarf að hafa
atvinnuréttindi VS1
Upplýsingar í síma 892-8036