24 stundir - 16.04.2008, Side 18

24 stundir - 16.04.2008, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir Fyrirtækið Tengi er vel þekkt innan byggingariðnaðarins, enda hefur það boðið efni fyrir pípu- lagnir til margra ára. Á sýningunni Verk og vit ætlar Tengi að kynna umhverfisvænar skolphreinsi- stöðvar en mengunarmál hafa auð- vitað verið mikið í umræðunni. Þessar stöðvar eru hugsaðar fyrir sumarhús og geta þær þjónað allt að 50 íbúum. Fyrirtæki hafa t.d. keypt þessar nýju skolphreinsi- stöðvar fyrir starfsmannabústaði sína. Skolphreinsistöðin vinnur þannig að hún skilar úrganginum út sem ómenguðu vatni. Komin er árs reynsla á þessar stöðvar hér á landi og hafa þær gefist mjög vel, að sögn Árna Birgissonar hjá Tengi. „Þetta er ánægjuleg þróun sem orðið hefur undanfarin ár í líf- rænni hreinsun skolps í fráveitum og minni rotþróm. Það er þýska fyrirtækið Kessel sem hefur stigið stórt framfaraskref með hönnun þessarar umhverfisvænu skolp- hreinsistöðvar þar sem súrefni gegnir stóru hlutverki við niður- brot seyrunnar,“ segir Árni enn- fremur. „Í venjulegri rotþró er einfaldur búnaður til að grófhreinsa skolpið áður en það fer í siturlögn en hún er nauðsynleg til að ljúka hreins- unarferlinu en í skolpvatni úr rotþró eru milljónir örvera sem geta verið skaðlegar heilsu manna og dýra. Uppbygging skolphreinsi- stöðvarinnar frá Kessel er frá- brugðin venjulegum rotþróm um margt. Hólfin eru tvö í þrónni, í það fremra bunar skolpið og botn- fellur, gruggugt vatnið fer yfir í aft- ara hólfið og þar fer fram súrefn- isvirkt hreinsunarferli. Þegar hreinsunarferlinu lýkur botnfellur seyran sem er flutt yfir í fremra hólfið og botnfellur en nokkuð hreint vatn skilar sér í púkkbrunn sem hvílir á malarpúða aftan við þróna og þaðan rennur vatnið út í jarðveginn. Í þetta kerfi þarf ekki siturlögn. Stýribúnaður er hafður innanhúss og ekki þörf fyrir situr- lagnir, skolphreinsistöðin hentar vel alls staðar þar sem ekki er að- gengi að fráveitu, einnig þar sem þörf er talin á hreinsun fráveitu- vatns sem næst ekki með hefð- bundnum aðferðum, t.d. á við- kvæmum vatnasvæðum eða þar sem talin er þörf á meiri umhverf- isvernd. Á sýningunni verða einnig kynnt nýjustu gólfhitakerfin en þau nýt- ast t.d. vel fyrir eldri hús en í þeim er hljóðeinangrun. „Þá verða sýndar tengigrindur sem kæla niður heitt vatn og upp- hitun á köldu vatni,“ segir Árni. „Það verður fullt af nýjungum í básnum okkar á sýningunni.“ Tengi kynnir nýjungar fyrir sumarhúsaeigendur Umhverfisvænar skolphreinsistöðvar Umhverfisvænt Ný þróun í hreinsun skolps. Iðnskólinn og Fjöltækniskóli Íslands sameinast Nýtt nafn afhjúpað Hinn nýi sameinaði skóli Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskóla Ís- lands tekur til starfa 1. júlí næstkomandi og verður með sameining- unni stærsti framhalds- skóli landsins. Standa saman Nemendur og kenn- arar velta vöngum. Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@gmail.com Á sýningunni Verk og vit í ár verð- ur stefna og markmið sameinaðs skóla kynnt auk þess sem nýtt nafn skólans verður afhjúpað. Baldur Gíslason, annar tveggja skólameistara sameinaða skólans, segir skólann vera framfaraskref í þágu iðn- og starfsmenntunar í landinu. „Með sameiningunni kemur skólinn til með að tengjast atvinnulífi landsins og samtökum á vinnumarkaði enn betur,“ út- skýrir Baldur. Þá munu samskipti við háskólasamfélagið klárlega aukast með nýja skólanum. „Við leggjum áherslu á að skapa nem- endum okkar þá tegund fram- haldsnáms sem hefur að litlu leyti verið í boði fram að þessu.“ Nýja skólanum verður skipt upp í ellefu sjálfstæða undirskóla sem koma til með að vera sjálfstæðir, hver með sinn skólastjóra. Á fjórða hundrað tillögur Iðnskólinn hefur tekið þátt í sýningunni Verk og vit áður og segir Baldur þátttökuna vera ákveðið nemendaverkefni. „Nem- endur á listnámsbraut hanna sýn- ingarbásinn, trésmíðanemar sjá um að vinna hluti í básinn og nem- endur á upplýsinga- og margmiðl- unarsviði útbúa kynningarefni,“ lýsir Baldur. Líkt og áður segir verður nafn hins nýja skóla afhjúpað á sýning- unni en samkeppni um nafn var haldin á meðal starfsfólks og nem- enda beggja skólanna þar sem á fjórða hundrað tilnefningar bárust. „Okkur bárust svona 120-150 nöfn, en margir lögðu til sömu nöfnin,“ segir Baldur. „Það var úr vöndu að ráða en nú er búið að ákveða nafnið og ég tel að það verði sátt um það.“ Sigurvegari sam- keppninnar hlýtur að launum sér- merkt bílastæði við skólann auk ókeypis hádegismatar í mötuneyti skólans í heilt ár. Hársnyrtingarnám vinsælt Rúmlega 200 starfsmenn og 3000 nemendur koma til með að tilheyra nýju samfélagi hins sam- einaða skóla. Baldur segir hug- myndir um ný húsakynni vera í umræðunni og að engin launung sé á því að skólinn vilji komast í sérhannað húsnæði sem geti hýst allar deildir skólans undir sama þaki. Að sögn Baldurs er misjafnt á milli ára hvaða námsgreinar eru vinsælastar, hins vegar séu náms- brautir byggingarsviðs, listnáms- brautin, hársnyrting og margmiðl- un alltaf vinsælar. „Þá er vaxandi ásókn í fataiðn, ljósmyndun og gull- og silfursmíði en í síðast- nefndu greinina sækja yfirleitt mjög margir um en aðeins er hægt að taka á móti fáum.“ Baldur Gíslason Mis- jafnt hvaða námsgreinar eru vinsælastar. Sýningin Verk og vit 2008 er nú sett upp í annað sinn í Laug- ardalshöllinni en að þessu sinni koma að henni 100 sýnendur úr byggingariðnaði, skipulags- málum og mannvirkjagerð. Er stefnt að því að þetta verði veg- legasta sýning sinnar tegundar sem sett hefur verið upp hér á landi. Sýningin hefst á fimmtudag fyrir fagaðila en um helgina, 19.-20. apríl, er hún opin almenningi frá klukkan 12 til 18 á laugardeg- inum og 12-17 á sunndeginum. Samhliða sýningunni Verk og vit verða hinir ýmsu viðburðir í gangi í Höllinni og má þar nefna Íslandsmót iðngreina og ráð- stefna verður á fimmtudag undir yfirskriftinni Skipulag eða stjórn- leysi? Að auki verða ýmsir viðburður á vegum sýnenda í Laugardalshöll og má þar nefna ráðstefnu um áhættu í verktöku á vegum Sam- taka iðnaðarins. Hádegisverðar- fundur verður fyrir boðsgesti á vegum Landsbanka Íslands undir yfirskriftinni Atvinnuhúsamark- aðurinn. Á föstudag verður fund- ur undir yfirskriftinni Íslenska orkuútrásin og ÍSMAR verður með opinn kynningarfund ásamt Trimble undir yfirskriftinni Trimble Express. Þá verður Olís með kynningarfund sem nefnist Hljóðvist á laugardag. Það er iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, sem opnar sýn- inguna. Verk og vit 2008 Stórsýning í Laugardalshöll um helgina

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.