24 stundir - 16.04.2008, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir
Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur
valaosk@gmail.com
Síðan Háskólinn í Reykjavík og
Tækniháskólinn sameinuðust árið
2004 hefur starfsemi hins samein-
aða skóla verið á nokkrum stöðum
í höfuðborginni. Nú eru hins vegar
hafnar byggingarframkvæmdir við
nýbyggingu Háskólans í Reykjavík
þar sem kraftmikið og öflugt þekk-
ingarsamfélag mun starfa í fram-
tíðinni.
Nýbygging háskólans kemur til
með að vera 36.000 fermetrar að
stærð og verður staðsett á 20 hekt-
ara landi við rætur Öskjuhlíðar of-
an við Nauthólsvík. Á svæðinu er
einnig rými fyrir nýsköpunar- og
rannsóknarstofnanir, sprotafyr-
irtæki og stúdentaíbúðir.
Líkan byggingarinnar til sýnis
Þorkell Sigurlaugsson, fram-
kvæmdastjóri nýsköpunar og þró-
unar hjá Háskólanum í Reykjavík,
segir hið nýja húsnæði koma til
með að bjóða bæði starfsfólki og
nemendum úrvalsaðstöðu til
framtíðar. Þá er gert ráð fyrir að
stækka skólabygginguna um allt að
20.000 fermetra á næstu árum ef
þörf krefur.
Á sýningunni Verk og vit gefst
almenningi kostur á að kynna sér
nýbyggingu háskólans og starfsemi
hans. Útbúið hefur verið glæsilegt
líkan af byggingunni þar sem hægt
er að sjá skipulag hennar auk þess
sem að útbúið hefur verið ítarlegt
kynningarrit um nýja húsnæðið.
3.250 manna þekkingar
samfélag
„Byggingin kemur til með að
vera á 2-3 hæðum en í miðju
hennar verður stórt yfirbyggt torg
sem hýsir þjónusturými, s.s. bók-
sölu, verslun, bókasafn, mötuneyti
og fleira,“ útskýrir Þorkell. „Út frá
miðjunni verða síðan álmur fyrir
deildir skólans, þar sem starfsfólk
og nemendur hafa aðstöðu. Á jarð-
hæð verða 50 kennslustofur, allt frá
litlum stofum fyrir 20-30 manns
og upp í 200 manna fyrirlestrasal.“
Í dag stunda í kringum 3.000
nemendur nám við fimm deildir
skólans: tækni- og verkfræðideild,
tölvunarfræðideild, viðskiptadeild,
lagadeild og kennslufræði- og lýð-
heilsudeild. Auk þess starfa 250
manns við kennslu, rannsóknir og
ýmis önnur störf innan stofnunar-
innar. Þorkell segir skólann ekki sjá
fyrir að stækka mikið eftir flutn-
inginn í Öskjuhlíðina. „Við leggj-
um áherslu á gæði frekar en
fjölda,“ segir hann.
16 mánuðir í fyrstu flutninga
Fyrsti áfangi nýju bygging-
arinnar verður tilbúinn í ágúst
2009 en þá flytur starfsemi tækni-
og verkfræðideildar, tölv-
unarfræðideildar og viðskipta-
deildar í nýja húsnæðið. Í ágúst ári
síðar flytur svo það sem eftir er
starfseminnar. „Tíminn er fljótur
að líða og aðeins 16 mánuðir í
fyrstu flutninga,“ segir Þorkell sem
jafnframt telur samkeppnishæfni
Háskólans í Reykjavík koma til
með að aukast til muna þegar öll
starfsemi skólans verður komin
undir sama þak í sérhannað og
glæsilegt húsnæði miðsvæðis í höf-
uðborginni.
Háskólinn í Reykjavík stækkar
Kraftmikið samfélag
rís í Öskjuhlíðinni
➤ 36.000 fermetra nýbyggingHR rís í Öskjuhlíðinni á næstu
tveimur árum.
➤ Fyrri áfangi klárast í ágúst2009, sá síðari í ágúst 2010.
➤ Á háskólasvæðinu verðurrými fyrir ýmis konar þekk-
ingar- og nýsköpunarstarf-
semi ásamt stúdentaíbúðum.
➤ Yfir 50 kennslustofur verða íbyggingunni ásamt því að
hver deild hefur sína eigin
álmu.
HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍKByggingarframkvæmdir
eru hafnar við nýbygg-
ingu Háskólans í Reykja-
vík í Nauthólsvík. Þar
mun rísa kraftmikið og
öflugt þekkingarsam-
félag. Á Verk og vit gefst
fólki kostur á að kynna
sér nýbyggingu háskól-
ans og starfsemi hans.
Framtíðin Hér má sjá
hvernig nýbygging Há-
skólans í Reykjavík
kemur til með að líta út í
Öskjuhlíðinni.
Vinnusvæði Allt á fullu
við uppbyggingu þekk-
ingarsamfélagsins
„Við hjá Margt smátt bjóðum
upp á þennan sterka en lipra
vinnufatnað frá F. Engel K/S,“ segir
Magnús Ólafsson, sölustjóri
vinnufatnaðar hjá fyrirtækinu.
„Hann hefur verið framleiddur
síðan 1927, þannig að þetta er
traust merki sem hefur ávallt verið
í fararbroddi hvað varðar nýjungar
í efnum og sniðum er henta í fjöl-
breyttustu aðstæðum.“
Magnús segir að fyrirtækið F.
Engel leggi sterka áherslu á að
vinnuföt séu bæði þægileg og
örugg en um leið nútímaleg og
bjóði upp á lausnir sem þyki góðar.
Nær allur fatnaður gerir til að
mynda ráð fyrir farsíma. Þá er fyr-
irtækið í fararbroddi hvað varðar
lausnir í endurskinsfatnaði og
unnið að þróun öryggisstaðla hvað
hann varðar.
„Við tókum þátt í sýningunni
árið 2006,“ segir Magnús. „Við
ætlum að vera með viðameiri
kynningu í ár. Þetta er vinsæl vara
frá F. Engel sem við höfum til sölu
hjá okkur í Margt smátt og vöru-
úrvalið er breitt og því ætlum við
að koma til skila á sýningunni,“
segir Magnús frá og býður fólk vel-
komið í básinn að kynna sér þenn-
an níðsterka fatnað.
dista@24stundir.is
Vel varðir í sterkum vinnufatnaði
Níðsterk en þægileg
Vegna framkvæmdanna í Naut-
hólsvík er hafin uppbygging á
svæðinu og endurbætur á aðstöðu
til útivistar. Göngu -og hjólastígar
verða endurnýjaðir og færðir út
fyrir byggingarsvæðið. Samkvæmt
upplýsingum frá framkvæmdasviði
Reykjavíkurborgar verða stígarnir
teknir í notkun áður en þeir eldri
verða aflagðir og því eiga breyting-
arnar ekki að hafa mikil áhrif á
umferð þeirra sem eiga leið um
Öskjuhlíðina og í Nauthólsvík en
aðkoma að Nauthólsvík verður op-
in allan tímann sem framkvæmdir
standa yfir.
Uppbygging vegna framkvæmda
Endurnýjun í Öskjuhlíð
Hawa Junior 80 eru
glæsilegar rennibrautir
fyrir 8-10-12 mm
hert gler eða
timburhurðir.
Útvegum hert gler eftir máli.
Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h.
Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík
S: 58 58 900. www.jarngler.is