24 stundir - 16.04.2008, Page 22

24 stundir - 16.04.2008, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Það hefur verið mikil uppbygging í þjóðfélaginu síðustu ár og því eðlilegt að margir séu spenntir fyr- ir því að kynna sér það nýjasta í byggingariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð,“ segir Margit. Margit Elva, framkvæmdastjóri AP sýninga, dótturfyrirtækis AP almannatengsla, sem er fram- kvæmdaraðili Verks og vits. Hún lauk BS-gráðu í fjölmiðlafræði og blaðamennsku árið 1990 frá Ohio University í Bandaríkjunum og hefur síðan þá unnið við almanna- tengsl, verkefnastjórnun, umsjón og skipulagningu ýmissa viðburða og ráðstefna. „Við settum Verk og vit á laggirnar fyrir tveimur árum og fékk sýningin mjög góðar við- tökur. Þá kom greinilega í ljós að grundvöllur var fyrir reglulegar stórsýningar í byggingariðnaði, skipulagsmálum og mann- virkjagerð,“ segir Margit sem hefur haft nóg að gera við undirbúning sýningarinnar. Áhugaverð fagsýning Verk og Vit 2008 verður haldin í Laugardalshöll dagana 17.- 20. apríl næstkomandi. „Þetta er fyrst ogfremst fagsýning þar sem fyr- irtæki og stofnanir kynna sig, framleiðslu sína og þjónustu, efla viðskiptasambönd og styrkja ímynd sína,“ segir Margit. „Engu að síður á sýningin fullt erindi við almenning því margir sýnenda bjóða einnig vörur og þjónustu á neytendamarkaði og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á Verki og viti. Fyrstu tvo dagana verður sýningin einungis ætluð fagaðilum, en helgina 19. og 20. apríl verður hún einnig opin al- menningi.“ Glæsileg sýningarsvæði „Sýnendur leggja eins og vera ber mikið upp úr því að þeirra sýn- ingarsvæði séu sem glæsilegust. Metnaður þeirra er mikill sem skiptir auðvitað mestu máli því sýning á borð við Verk og vit verð- ur aldrei betri en framlag sýnend- anna sjálfra,“ segir Margit. Samhliða Verki og viti verða haldnar ýmsar ráðstefnur og við- burðir. Margit nefnir sem dæmi ráðstefnuna „Skipulag eða stjórn- leysi?“ sem haldin verður 17. apríl. Þar verður fjallað um rekstur fast- eigna, skipulagsmál, fjármögnun og nýjar framkvæmdir. Einnig bendir hún á að Íslandsmót iðn- greina verður haldið samhliða Verki og viti dagana 18.-19. apríl. „Þar munu iðnnemar og nýútskrif- aðir iðnaðarmenn keppa í ellefu iðngreinum í anddyri gömlu Laug- ardalshallarinnar. Við erum mjög stolt af því að mótið sé nú haldið í tengslum við Verk og vit, enda er þetta skemmtileg keppni og verður meira lagt í hana en áður,“ segir Margit. Um hundrað sýnendur Margit hvetur alla til að koma í Laugardalinn um helgina og kynna sér spennandi sýningu. „Það stefn- ir í að sýningin í ár verði jafnvel enn glæsilegri en árið 2006. Hér verða um hundrað sýnendur af öll- um stærðum og gerðum og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Laugardalshöllin er frábær staður fyrir stórsýningu á borð við Verk og vit og öll aðkoma fyrir gesti eins og best verður á kosið. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni verkogvit.is. 24stundir/Brynjar Gauti Spennandi dagskrá fyrir alla á sýningunni Verk og vit 2008 „Sýninguna Verk og vit má með sanni kalla stór- sýningu,“ segir Margit Elva Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri sýning- arinnar, og bætir því við að 17.000 manns hafi heimsótt hana þegar hún var fyrst haldin fyrir tveimur árum. Frá Verki og viti 2006 Stærsta sýning sinnar tegundar hér á landi. Sýningin í ár verður enn stærri. Ótal nýjungar kynntar á stórri sýningu ➤ Í tengslum við sýninguna erhaldin ráðstefnan Skipulag eða stjórnleysi um þróun fasteignamarkaðar og skipu- lagsmála. ➤ Sýningin verður opin almenn-ingi helgina 19. og 20. apríl. ➤ Háskólinn í Reykjavík og Há-skóli Íslands taka virkan þátt í sýningunni að þessu sinni. UM SÝNINGUNA Risavaxin sýning Margit Elva Einarsdóttir er forstöðumaður við- burða hjá AP- almannatengslum og framkvæmdastjóri Verks og vits 2008. „Við sýnum sýnishorn af fram- leiðslunni okkar á sýningunni og reynum að sýna fram á hvað við getum framleitt,“ segir Árni B. Halldórsson hjá Stöngum ehf. sem framleiðir mottur og járnabind- ingar. „Við framleiðum hluti sem ekki hafa verið í boði á íslenskum byggingarmarkaði. Hingað til hafa þetta verið mottur úr grönnum járnum, 5-7 mm en við getum framleitt 16 mm mottur sem býð- ur upp á frekari möguleika. Þær má til dæmis nota í veggi og plötur í staðinn fyrir hefðbundna járna- lögn. Stangir hófu framleiðslu árið 2005 í verksmiðju að Flugumýri. Fyrirtækið er í stöðugri uppbygg- ingu og nú er svo komið að við höfum sprengt utan af okkur hús- næðið og erum að byggja okkur nýtt að Kistumelum við Esjumela. Við flytjum þangað í næsta mán- uði.“ dista@24stundir.is Fleiri möguleikar með fjölbreyttara framboði Klæðskerasaumaðar mottur Á Verk og vit mun fyrirtækið Míla kynna sig og starfsemi sína en Míla ehf. byggir á starfsemi fjar- skiptanets Símans sem lagt hefur grunn að öllum fjarskiptum á Ís- landi. Míla var stofnuð fyrir réttu árið síðan þegar fyrirtækið var skil- ið frá annarri starfsemi Símans. Kjarnastarfsemi Mílu ehf. er að byggja upp og reka fullkomnasta fjarskiptanet á Íslandi. „Það eru rúmlega 100 ár síðan byrjað var að leggja fjarskiptanet á Íslandi og við rekum það net,“ segir Sigurrós Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Mílu. „Þetta er langvíðtækasta kerfið á landinu og önnur fjarskiptafyr- irtæki tengjast þessu neti í gegnum mismunandi lausnir. Hlutverk Mílu er að selja lausnir sínar til fyr- irtækja og stofnana sem stunda fjarskiptastarfsemi. Á sýningunni munum við kynna nýjung sem við köllum Ljósið heim og er ljósleið- aralögn heim að húsi í nýjum hverfum. Öll eldri hverfi eru með kopar og eru flest heimili í landinu tengd á koparkerfið. Ljósleið- aralögnin er nýjung sem við erum farin af stað með í nýjum hverfum. Fjarskiptakerfi okkar er mjög öfl- ugt og fjölþætt og byggist á tveim- ur meginkerfum; stofnneti og að- gangsneti. Við leggjum mikla áherslu á stöðuga uppbyggingu fjarskiptakerfisins til að tryggja sem besta nýtni þess ásamt því að setja á markað nýjar lausnir.“ Sigurrós tekur fram að Míla sel- ur ekki þjónustu á neytendamark- aði heldur eingöngu á heild- sölumarkaði. Fyrirtækið sér um grunninn að fjarskiptum og án þess geta símafyrirtækin ekki boð- ið sína þjónustu. „Þess vegna er ljósleiðaralögnin og aðrar vörur okkar ekki eitthvað sem við kynn- um fyrir einstaklingum beint held- ur þessum skipulagsfyrirtækjum sem eru að byggja nýju hverfin. Við sjáum okkur mikinn hag í að taka þátt í sýningunni og teljum hana vera réttan vettvang fyrir fyr- irtækið til að gera sig betur sýnilegt á markaði.“ svanhvit@24stundir.is Ljósið heim: Ljósleiðaralögn heim að húsi Öflugt og fjölþætt fjarskiptakerfi

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.