24 stundir


24 stundir - 16.04.2008, Qupperneq 24

24 stundir - 16.04.2008, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir Eftir Sigurð Boga Sævarsson sigbogi@simnet.is „Stærri verkfræðistofa hefur tök á að leysa stærri og fjölþættari verk- efni en við höfum haft tök á hing- að til. Slíkt er líka markmið okkar með sameiningunni, sem gefur okkur meðal annars tækifæri til að sækja enn frekar á markaði erlend- is, þar sem í vaxandi mæli er sóst eftir sérþekkingu íslenskra verk- fræðinga, til dæmis á sviði raforku og iðnaðar,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri verkfræðistof- unnar Mannvits. Sótt í Hávamál Verkfræðistofan Mannvit er með- al þátttakenda í Verk og vit en hún varð formlega til þann 10. apríl sl. með sameiningu Rafhönnunar og VGK Hönnunar. Þannig verður til stærsta verkfræðistofa landsins með alls um 360 starfsmenn. Starfs- stöðvar Mannvits eru í öllum lands- fjórðungum. Í Reykjavík eru þær þrjár; það er á Laugavegi 178, Ár- múla 42 og Grensásvegi 1 en á síð- astnefnda staðnum standa nú yfir byggingaframkvæmdir og ekki mun líða á löngu þar til öll starfsemi fyr- irtækisins á höfuðborgarsvæðinu verður komin á einn stað. Hönnun og VGK sameinuðust fyrir rúmu ári undir því nafni sem fyrr er nefnt. Þegar Rafhönnun bættist við þótti mönnum hins vegar rétt að taka upp nýtt nafn. „Við fórum í gegnum langt ferli, skoðuðum í það heila um 160 til 170 nöfn. Okkur fannst hins vegar nafnið Mannvit best; enda byggir verkfræði á þekkingu og mannviti. Við erum ánægð með nafnið, sem meðal annars kemur fyrir í Háva- málum og raunar víðar,“ segir Eyj- ólfur Árni. Frá frumdrögum að mannvirki Sú verkfræðiþjónusta sem Mannvit veitir er alhliða. Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi tengdri orkunýtingu og stóriðju en einnig á sviði bygginga-, lagna- og umhverfisverkfræði svo eitthvað sé nefnt. „Það færist mjög í vöxt að við- skiptavinir komi til verkfræðistofa með kannski fyrstu drög að bygg- ingu og feli þeim síðan umsjón með framhaldinu, það er að annast heildarumsjón verkefna, halda ut- an um alla hönnun, afla tilboða og hafa umsjón og eftirlit með fram- kvæmdum uns þeim lýkur. Verk- efni sem spannar frá frumdrögum að fullbyggðu mannvirki verða sí- fellt algengari og þau kalla gjarnan á samvinnu starfsfólks hinna ýmsu sviða verkfræðistofunnar,“ segir Eyjólfur Árni og bendir í þessu sambandi á að Mannvit og VST standi saman að HRV ehf. sem sér- hæfir sig í þjónustu við fyrirtæki í orkufrekum iðnaði. Slíkt sé í raun tímanna tákn; fyrirtæki verði stærri og kröfur til þeirra meiri sem aftur kalli á að menn snúi saman bökum eins og nú sé gert með stofnun Mannvits. Morgunblaðið/G.Rúnar Mannvit er stærsta verkfræðistofa landsins Íslensk sérþekking eftirsótt Mannvit, stærsta verk- fræðistofa landsins, hefur tök á að leysa stór og fjöl- þætt verkefni meðal ann- ars erlendis í krafti stærð- ar sinnar og þekkingar starfsfólks. Eyjólfur Árni Rafns- son er nýr forstjóri Mannvits „Við munum leysa stærri og fjölþætt- ari verkefni en við höfum haft tök á hingað til,“ Vatnsþéttiefnið Xypex hefur verið á markaði í 40 ár en hefur ekki verið notað hér á landi fyrr en síðustu ár og þá af fyrirtækinu Íslenskur aðall sem Jón Örn Kristleifsson fer fyrir. Jón Örn segir viðgerðarefnið Xy- pex hafa einstaka virkni miðað við önnur viðgerðarefni sem ætluð eru til viðgerðar á steinsteypu. „Í stuttu máli þá kristallast efnið í holrými þar sem rakastigið er til- tölulega hátt, eins og til dæmis í lek- um sprungum og þannig þéttist steypan smám saman og á end- anum lokar það fyrir leið vatnsins inn í steypuna, sem leiðir til þess að steypan þornar. Þannig eykst veðr- unarþol og frostþol steypunnar og tæring í stáli, alkalívirkni og súlfat- skemmdir minnka.“ Notkun efnisins „Helsti kostur efnisins er að það eykur líftíma steypunnar til muna, togþolið, gæðin og þrýstingsstyrk. Það er heldur ekki eitrað og það hefur verið viðurkennt til að nota í drykkjarvatnstönkum. Þá eyðist það ekki og er varanleg lausn því krist- allarnir eyðast ekki. Svo er hægt að bera það á hvort heldur utan á eða innan því það smýgur inn um steypuna og aðlagast henni, verður hluti af henni.“ Jón Örn segir efnið hafa verið notað á margvíslegan hátt, í sund- laugar, vatnstanka, brýr, vegagerð, þök og fjölbýlishús. „Annað hvert hús er lekt hér á landi,“ segir Jón Örn. Bygging- artíminn er svo stuttur. „Ég get bjargað lekri steypu eins lengi og hún er ekki orðin ónýt.“ Prófanir á Xypex Jón Örn segir efnið hafa verið notað fyrst hér á landi fyrir tæpum 20 árum. „Vegagerðin notaði efnið 1990 og því höfum við fengið styrk til að rannsaka virkni þess og hafa verið gerðar ýmsar prófanir á steypu sem innihaldur Xypex og virkni efnisins könnuð svo að einhverjar staðgóðar upplýsingar séu til um efnið sem vísa má til við hönnun mannvirkja hér á landi.“ Jón Örn tekur dæmi af nið- urstöðum rannsókna. „Brúin austan við Kirkjubæj- arklaustur var meðhöndluð með Xypex 1993, úr henni hefur verið tekið fullt af sýnum og niðurstöð- urnar eru skýrar. Í sýnunum eru kristallar sem sýna virkni efnisins. Vatnið í steypunni hefur breyst í kristalla og þétt steypuna.“ Vatnsþéttiefnið Xypex á markaði síðan 1969 Lekri steypu bjargað Sundlaugarbotn Xypex borið á sundlaugarbotn á Seltjarnarnesi. Góð lausn Borið á húsþak og gefur góða endingu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.