24 stundir - 16.04.2008, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sigbogi@simnet.is
„Á liðnum árum hefur verktökum
og aðilum sem tengjast bygging-
ariðnaði og verkframkvæmdum
fjölgað mjög í viðskiptavinahópi
okkar. Sýning á borð við Verk og
vit er heppilegur vettvangur til að
hitta viðskiptavini okkar úr þess-
um geira atvinnulífsins og það er
tilgangur okkar með þátttöku,“
segir Davíð Björnsson, aðstoð-
arframkvæmdastjóri fyrirtækja-
sviðs Landsbanka Íslands.
Að sögn Davíðs hafa áherslur
Landsbankans í þjónustu við fyr-
irtæki í byggingariðnaði miðast við
heildarlausnir. „Fyrirtæki sem
byggja á eigin reikning þurfa á
framkvæmdafjármögnun að halda,
auk ábyrgða vegna virðisauka-
skatts, innflutningsábyrgða og
fleira, meðan fyrirtæki sem byggja í
verktöku þurfa fremur á að halda
brúarfjármögnun, verkábyrgðum,
verklokaábyrgðum og þess háttar.
Við sérsníðum því þjónustu okkar
að hverju verkefni fremur en að
bjóða öllum sömu lausnir,“ segir
Davíð.
Sterkur útboðsmarkaður
Samdráttur í lánveitingum og
bankaþjónustu til byggingariðn-
aðarins hefur verið áberandi um-
ræðuefni undanfarið. Davíð
Björnsson segir að í því sambandi
sé rétt að gera greinarmun á verk-
efnum byggingaverktaka fyrir eigin
reikning og síðan útboðsverkum.
„Vegna mikilla framkvæmda á
undanförnum árum er nú svo
komið að mikið framboð er bæði á
nýju íbúðarhúsnæði og nýju at-
vinnuhúsnæði án þess að eft-
irspurnin hafi náð að fylgja jafn-
hratt á eftir og því hefur hægst
verulega á þeim markaði. Eins hef-
ur þrengst um á lánamarkaði, sem
sömuleiðis dregur úr eftirspurn.
Við þessar aðstæður er óráðlegt
fyrir fyrirtækin að hefja nýjar
framkvæmdir fyrir eigin reikning
og eðlilega dragast lánveitingar til
þeirra saman. Við höfum hins veg-
ar lagt áherslu á að ljúka þeim
verkefnum sem viðskiptavinir okk-
ar hafa þegar hafið. Hvað útboðs-
markinn varðar finnum við hins
vegar ekki fyrir samdrætti og þar
virðist vera mikið verkefnafram-
boð.“
Afkoma verður lakari
Davíð segir að vegna mikils
framboðs íbúðarhúsnæðis sem
ekki hefur selst muni arðsemi eigin
verkefna byggingarverktaka lækka.
Hætt sé við að þeir sem sitja eftir
með minnst söluvænlegu eignirnar
lendi í einhverjum skakkaföllum.
„Það er ljóst að fyrirtæki í bygg-
ingariðnaði munu halla sér meira
að útboðsverkefnum á næstunni og
draga mjög úr framkvæmdum fyrir
eigin reikning. Töluverður hluti
þessara verkefna er frá opinberum
aðilum en jafnframt er vitað um
stór verkefni framundan í einka-
geiranum. Sé litið á umfang þeirra
verkefna sem framundan eru sést
að það er langt í frá útlit fyrir
stöðnun í byggingariðnaði á næst-
unni. Hins vegar má búast við því
að vegna þessara breytinga verði af-
koma í greininni lakari á næstunni
en verið hefur undanfarin ár.“
24stundir/Frikki
Viðskiptavinum Landsbankans í byggingariðnaði hefur fjölgað
Stór verkefni framundan
➤ Þurfa framkvæmda-fjármögnun auk ábyrgða.
➤ Framboð án þess að eft-irspurn hafi fylgt.
➤ Halla sér meira að útboðs-verkefnum.
STAÐREYNDIR
Landsbankinn er með
heildarlausnir fyrir bygg-
ingariðnaðinn. Sýningin
Verk og vit er vettvangur
til að hitta viðskiptavini,
segir Davíð Björnsson.
Bjartsýni „Langt í frá útlit fyrir
stöðnun í byggingariðnaði,“
segir Davíð Björnsson hjá
Landsbanka Íslands.
Starfsemi verkfræðistof-
unnar Línuhönnunar hef-
ur vaxið mikið á und-
anförnum árum. Á
sýningunni Verk og vit
munu starfsmenn fyr-
irtækisins kynna þá fjöl-
þættu þjónustu sem þeir
geta veitt viðskiptavinum,
en segja má að hún spanni nánast
öll svið verkfræðinnar. „Á síðustu
árum hefur eftirspurn eftir þjón-
ustu fyrirtækisins aukist mjög m.a.
á sviði umhverfismála, samgöngu-
og skipulagsmála, orkumála, verk-
efnisstjórnunar og öryggismála svo
eitthvað sé nefnt, sem helst í hend-
ur við aukið vægi þeirra mála í
samfélaginu. Við höfum því eflt
alla okkar starfsemi í samræmi við
það. Umsvif fyrirtækisins erlendis
hafa einnig vaxið verulega á und-
anförnum misserum og er Línu-
hönnun nú með starfsemi í 5 Evr-
ópulöndum einkum í
orkugeiranum,“ segir Jón Viðar
Guðjónsson, sviðsstjóri hjá Línu-
hönnun. Tæp þrjátíu ár eru síðan
Línuhönnun var stofnuð, þá til að
hanna og undirbúa lagn-
ingu háspennulína. Fljót-
lega færði verkfræðistofan
út kvíarnar og fór að sinna
öðrum verkefnum og um-
svifin jukust. Þannig eru
starfsmenn nú rúmlega 150
en voru um 50 fyrir áratug.
Starfsemin skiptist upp í
alls níu markaðssvið sem end-
urspegla breidd og fjölbreytni
þjónustunnar. „Línuhönnun hefur
í gegnum tíðina tekið að sér stór
hönnunarverkefni í byggingum og
vega- og brúargerð og eru slík
verkefni viðamikil í dag. Við höf-
um og í gegnum tíðina sinnt fjöl-
mörgum ráðgjafarverkefnum við
endurbætur og viðhald gamalla
húsa svo sem Háskóla Íslands,
Þjóðminjasafnsins, Hóladóm-
kirkju, Þjóðleikhússins og fleiri. Þá
hafa umhverfismálin komið sterkt
inn á undanförnum árum, meðal
annars mat á umhverfisáhrifum,
ráðgjöf vegna umferðarmála,
hljóðvistar og þéttingar byggðar og
svo má áfram telja.“
Verkfræðistofan Línuhönnun
Umhverfismálin
koma sterk inn
Fasteignamarkaðurinn getur
verið hálfgerður frumskógur fyrir
seljendur jafnt sem kaupendur. In-
house býður nú upp á heild-
armarkaðslausnir á fasteigna- og
nýbyggingamarkaði landsins.
Að sögn Halldórs Ægis Hall-
dórssonar hjá Inhouse býður fyr-
irtækið ekki aðeins upp á ljós-
myndun og þrívíddargerð heldur
einnig auglýsingagerð og fleira.
„Takmark okkar er að vera í raun
það eina sem seljandi þarf á að
halda. Við aðstoðum við markaðs-
setningu á nýbyggingum og eldri
fasteignum,“ segir Halldór Ægir.
Allar nánari upplýsingar má
finna á www.inhouse.is.
Alhliða markaðslausnir á fasteignamarkaði
Betri leið til að selja
Við-
skiptablaðið
var stofnað ár-
ið 1994 sem
vikublað um
viðskipti og
efnahagsmál
og kom til að
byrja með út á
mið-
vikudögum.
Frá janúar
2004 kom
blaðið einnig út á föstudögum og
var síðan breytt í dagblað í febrúar
2007. Síðan þá hefur það komið út
fjórum sinnum í viku, frá þriðju-
degi til föstudags.
Dagblað atvinnulífsins
Viðskiptablaðinu verður dreift á
sýningunni auk mánaðarlegs verk-
takablaðs sem kemur út í dag. Þá
verða önnur tímarit tengd útgáf-
unni kynnt. „Við höfum lagt
áherslu á að Viðskiptablaðið sé
dagblað atvinnulífsins. Á fimmtu-
dögum fylgir sérblaðið Fiskifréttir
með Viðskiptablaðinu auk þess
sem við erum með sérútgáfu alla
miðvikudaga, þannig að blaðið
hefur víða skírskotun,“ segir Ólaf-
ur Jens Sigurðsson, sölustjóri Við-
skiptablaðsins
Viðskiptablaðið
Dagblað
atvinnulífsins
NÝBYGGING HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. OPNUN FYRRI ÁFANGA 2009, SEINNI ÁFANGA 2010.
HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK - HÁSKÓLI 21. ALDAR
HLUTVERK HÁSKÓLANS ER AÐ SKAPA O
G MIÐLA ÞEKKINGU TIL AÐ AUKA
SAMKEPPNISHÆFNI OG LÍFSGÆÐI ÞJÓ
ÐARINNAR.
HÁSKÓLINN Í RE
YKJAVÍK ER alþ
jóðleg vísind
a- og menntas
tofnun SEM TE
KUR VIRKAN ÞÁ
TT
Í ALÞJÓÐLEGU S
AMFÉLAGI.